Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 06.05.2016, Side 42

Fréttatíminn - 06.05.2016, Side 42
Vinnustofan Trésmíðaverkstæðið á Köllunarklettsvegi Trésmíðaverkstæðið á Köllunarklettsvegi á sér sögu sem nær allt til 1930, og eru elstu vélarnar á verkstæðinu frá árinu 1913. Upphaflega var verk- stæðið í Skólastræti og sérhæfði sig þá í húsgagnasmíði. Árni J. Árnason rak verkstæðið í þá daga, en við andlát hans tók lærlingur hans, Magnús Daní- elsson, við. Þá fékk verkstæðið nafnið Nýmörk og vöndu margir Reykvík- ingar komur sínar þangað. „Þegar Ísland gekk í EES varð ódýrara að flytja inn húsgögn en að smíða þau hér og við það fóru mörg smíðaverkstæði á borð við þetta á hausinn,“ segir Daníel Magnússon listamaður sem vinnur á verkstæðinu í dag. Smíða- verkstæðið er þó eitt af fáum slíkum sem lifði og lagaði sig að breyttum að- stæðum. Nú ber verkstæðið nafnið Hjól atvinnulífsins og er ýmislegt unnið á verkstæðinu. Mest vinna þeir við að finna lausnir fyrir nýbyggingar. | sgþMynd | Rut Daníel Magnússon vinnur meðal annars að húsgagnahönnun sinni á smíðaverkstæðinu. Vinir tattúera vini Að skreyta sig með bleki virðist vera jafn ávanabindandi og Pringles. Nú velja fjölmargir að láta vini sína flúra á sig persónuleg tattú. Þau Ýr, Eysteinn, Kinnat og Laufey eru í þeim hópi. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Svo virðist sem tattúlausir Íslendingar séu að verða minnihlutahópur. Þó flestir velji að láta atvinnumenn flúra sig, fjölgar þeim óðum sem láta félaga með aðgang að tattúvél sjá um flúrið. Flestir eru þeir sammála um að flúrið sé pers-ónulegra ef vinur mundar byssuna. Alltaf í stíl – líka allsberar Laufey og Kinnat Laufey og Kinnat eru bestu vinkonur og ákváðu um daginn að fá sér vinatattú. „Þegar Laufey var að verða 18 ára fékk ég mér lítið L á ristina í afmælisgjöf til hennar. Svo fannst mér pínulítið tattú, sem ég sé aldrei sjálf, ekki sýna hvað við erum góðar vinkonur. Þegar ég nefndi þetta við Laufeyju ákváðum við að fá okkur nöfn hvorrar annarrar á líkamann.“ Vinkonurnar klæða sig oft í stíl og er tattúið liður í því að geta líka verið í stíl allsberar, að sögn Kinnat. Fyrir voru þær báðar með húðflúr af eitur- flösku og naflagat í stíl við hvor aðra. Kinnat er sjálf með 13 húðflúr og síðustu sjö hafa verið gerð af áhuga- manni. Hún segir ástæðuna fyrir því vera að henni finnist einfaldara að nálgast skjótfengin tattú á þann hátt. „Mig langar alltaf í fleiri tattú – eini vandinn er bara að ákveða hvaða mynd ég vil flúra á mig næst.“ Banýfluga, rassgat og prjónandi risaeðla Ýr Síðasta sumar langaði Ýri í tattú af banana og býflugu og úr varð ný dýrategund: Baný- flugan sem kærasti hennar, Slim Slam, húðflúraði á hana. „Ég er sjúk í tattú, en er með þá reglu að fá mér ekki meira en eitt á ári. Svo ég klári nú ekki allt plássið á mér.“ Ýr er með nokkur tattú og segir þægilegri stemn- ingu fylgja því að láta þá sem hún þekkir flúra sig. „Ég er líka með tattú af risaeðlu að prjóna, það tattú tók sjö klukkutíma á tattústofu með konu sem ég þekkti ekki neitt. Það var ekki jafn skemmtileg reynsla og banýflugan og rassgatið sem Anton húð- flúraði á okkur Hilmu, bestu vinkonu mína, í haust.“ Ýr er þegar búin að ákveða hvað tattú ársins 2016 skuli vera: Anton ætlar að flúra á hana Skotta, hundinn hennar. Ace-steinn og tattúin Eysteinn Eysteinn skartar ellefu húðflúrum og hafa félagar hans flúrað þau öll á hann. Þar af á Salazar vinur hans heiðurinn af sjö þeirra. „Ég hef ekki efni á að fá mér tattú á stofu, en ég á hins vegar flinka vini sem ég treysti full- komlega til að gera á mig tattú.“ Eysteinn hefur líka húðflúrað sjálfan sig: „Ég gerði á mig gulrót að fara í gegnum appelsínu og sítrónu. Það er innihaldið í A C E safanum og þannig leikur að nafninu mínu: ACE-steinn,“ útskýrir Eysteinn. Húðflúr hans af kúlufisk-loftbelg sem læt- ur bananasprengju falla til jarðar hlýtur þó að teljast með frumlegri húðflúrum, en það teikn- aði Stefán Óli, vinur hans, og flúraði á hann. „Ég er alltaf að reyna að spara með því að elda heima og hætta að kaupa tilbúinn mat, en mér hefur fundist erfiðast að fá hugmyndir um hvað skuli elda. Svo ég ákvað að fá utanað- komandi hjálp við það,“ segir Krist- leifur Daðason, sem gefur netverjum tækifæri til að skipuleggja matseðil fyrir heimili hans. Í byrjun mánaðar setti hann Google-skjal inn á Facebo- ok-hópinn Samtök um matseld ann- arra ríkja(S.U.M.A.R) og bað meðlimi hópsins um að leggja til rétti sem hann myndi svo elda heima. „Þetta er svolítið eins og að hafa fólk á glugganum á heimili sínu, að hafa matseld heimilisins svona fyrir allra augum.“ Margar tillögur netverja eru mjög metnaðarfullar og meðal þess sem þegar er komið á matseðilinn er allt frá hakki og spagettí og hefð- bundum grjónagraut til hægeldaðs svínabógs og snigla. Kristleifur er þó ekki stressaður fyrir að takast á við matseðilinn. „Einn setti slátur því honum fannst sjálfum slátur ógeðslegt, en mér finnst það ágætt. Ég er ekki viss hvort sniglarnir voru grín, en ég ætla bara að finna einfalda upp- skrift að þeim. Ég þarf reyndar að komast að því hvað sjóræningja- súpa er áður en ég elda hana, ég hef ekki hugmynd um hvað það er.“ Eins og er raðar Kristleifur matnum sjálfur inn á skjalið og raðar þá heimilismatnum inn á þá daga sem barn er á heimilinu og meira krefjandi réttum inn á hina dagana: „Fyrir næsta mánuð ætla ég samt að hafa skjalið opið svo fólk geti raðað sjálft réttum á daga fyrir mig, ég held það verði mjög skemmtilegt.“ Lætur aðra ráða hvað hann eldar Sniglar, slátur og sjóræningjasúpa á matseðlinum Kristleifur segist ekki vera stressaður fyrir að takast á við réttina sem net- verjar leggja til þennan mánuðinn. 42 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016 Vikan 7.-14. maí Lau: Sniglar og súrdeigshvít- lauksbrauð Sun: Hægeldað lambalæri með rótargrænmeti Mán: Tælenskar Fiskikökubollur Þri: Slátur með kartöflum, rófum, gulrótum, rúgbrauði og smjöri Fim: Vantar rétt Fös: Kjötbollur og pasta með parmesan

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.