Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 56
og bragðgóðar. Fyrir rúmu ári gaf
hún líka út bókina Molinn minn
sem fjallar um reynslu hennar.
Birna hefur síðustu ár verið að
fikra sig áfram í hlaupunum aftur
eftir að hafa tekið sér árshlé vegna
veikindanna. Hún er meðvituð
um eigin líkama og leggur áherslu
á gæði umfram magn, eins og
hún orðar það sjálf. Hún æfir alla
jafna 6 sinnum í viku en þar af eru
tvær æfingar þar sem áherslan er
á góðan styrk og tækniæfingar.
„Þannig næ ég að viðhalda heil-
brigðri sál, sterkum búk og árangri
á brautinni.“ Í fyrra hljóp hún sitt
fyrsta maraþon í Kaupmannahöfn
og setti þar aldursflokkamet en
áherslan í sumar er á hálfmaraþon
vegalengdina.
,,Ég þrífst samt svolítið á fjöl-
breytninni og hef mjög gaman af
því að klæða mig í utanvegaskóna
líka. Allt er þetta spurning um að
fylgja hjartanu og hlusta á líkam-
ann hverju sinni.“
…hlaup 12 | amk… FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016
Þetta gekk
samt alltaf
lengra og lengra og
það kom að því að
ég hætti að geta
hlaupið og átti það til
að dotta í skólanum
og mæðast við að
ganga upp stiga.
Verið velkomin í verslun okkar
að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.isVeit á vandaða lausn
Mikið úrval
af stuðningshlífum
og öðrum vörum
fyrir hlaupafólk
NJÓTTU ÞESS AÐ
HREYFA ÞIG
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Íþróttaátröskun er algengari en margan grunar, en um er að ræða falinn sjúkdóm sem alls ekki er bundinn við útlitstengdar íþróttir, eins
og ballet og fimleika. Hlaupa-
konan Birna Varðardóttir þekkir
íþróttaátröskun af eigin raun en
hún glímdi við sjúkdóminn á ung-
lingsárum sínum.
Birna var 12 ára þegar hún tók
þátt í sínu fyrsta víðavangshlaupi
og það var strax ljóst að þar var
á ferðinni efnileg hlaupakona.
Áhuginn á íþróttum kviknaði eftir
að Birna skipti um skóla vegna
eineltis og hún fann fljótlega hvað
hlaupin gerðu henni gott. „Hlaup-
in gáfu mér rosa mikið og ég öðl-
aðist sjálfstraust við að ná góðum
árangri. Það var mikil viðurkenn-
ing.“ En það var einmitt ásóknin í
betri árangur og meiri viðurkenn-
ingu sem fór smám saman að hafa
slæm áhrif á Birnu. „Ég bætti mig
mikið á skömmum tíma um 13-14
ára aldurinn, setti aldursflokka-
met í nokkrum vegalengdum og
fleira kom til. Ég fann fyrir sjálfs-
trausti sem ég hafði ekki fundið
fyrir áður og kunni eiginlega ekki
að fara með það. Ég vildi alltaf
gera betur og ná betri árangri. En
það er mjög fín lína á milli þess
sem er eðlilegt og þráhyggju. Ég
var mjög upptekin af mataræðinu
og vigtinni og æfði mikið. Þetta
spilaði allt saman.“
Hrós frá öðrum hlaupurum
Í fyrstu sá Birna mikinn árangur
í hlaupunum. Hún skýldi sér á
bak við þá staðreynd að hún væri
hlaupari og þess vegna mætti hún
vera létt. Hún ætti í raun að vera
þannig til að ná árangri. Hún var
Mjög fín lína milli þess sem
er eðlilegt og þráhyggju
Hlaupakonan Birna glímdi við íþróttaátröskun á unglingsárunum en náði bata með aðstoð Boot Camp þjálfara
með afsakanir á reiðum höndum
og tilbúin svör við öllum þeim
spurningum sem vöknuðu hjá
fólkinu í kringum hana. „Ég fékk
líka mikið hrós frá öðrum hlaup-
urum fyrir það hvað ég væri öguð
og dugleg, borðaði aldrei óhollt og
missti aldrei úr æfingu. Ég var því
sannfærð um að ég væri að gera
eitthvað rétt.“
Með tímanum fór sjúkdómurinn
hins vegar að hafa áhrif á orku
og einbeitingu. Það kom mjög
glögglega í ljós þegar Birna var á
sex tánda ári, nýbyrjuð í Versló.
Fyrstu viðbrögð hennar við þess-
um einkennum voru að hugsa að
hún væri líklega ekki að gera nóg
og þess vegna liði henni svona.
„Þetta gekk samt alltaf lengra og
lengra og það kom að því að ég
hætti að geta hlaupið og átti það til
að dotta í skólanum og mæðast við
að ganga upp stiga.“
Það var þá sem móðir Birnu náði
að gera henni grein fyrir því að
eitthvað væri að. Hún vann hana
á sitt band og fékk hana til að leita
sér aðstoðar. Birnu gekk vel að
ná bata en fór óhefðbundna leið í
þeim efnum. Hún fékk aðstoð hjá
þjálfara í Boot Camp líkamsrækt-
arstöðinni sem hjálpaði henni að
komast á réttan kjöl.
Hlustar á líkamann
Í dag á Birna í heilbrigðu sambandi
við mat, hún nemur næringar-
fræði við Háskóla Íslands og held-
ur úti síðunni www.birnumolar.
com. Þar birtir hún girnilegar upp-
skriftir sem eiga það sameiginlegt
að vera næringarríkar, einfaldar
Náði fullum bata Birna Varðardóttir glímdi við íþróttaátröskun á unglingsárunum. Í dag á hún í heilbrigðu sambandi við mat og nemur nær-
ingarfræði við Háskóla Íslands. Birna er farin að hlaupa aftur eftir að hafa tekið sér hlé vegna veikindanna. Mynd | Rut