Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 06.05.2016, Side 57

Fréttatíminn - 06.05.2016, Side 57
Fólk má ekki ætla sér of mikið. Hlauparar eiga það oft til að vera mjög trúir sínu plani. Þeir eru kannski með 16 vikna prógramm sem þeir ætla sér að fylgja frá upphafi til enda. Við þurfum að taka mið af líðan hverju sinni sem og öðr- um verkefnum sem við erum að fást við. Við þolum bara ákveðið álag og áreiti í einu og stundum er betra að breyta út af plani en að þjösnast á þreyttum eða meiddum líkama. Markmiðið er að geta hlaupið eða hreyft sig allt lífið og þess vegna þurfum við að stefna í þá átt. Þetta snýst um langtíma heil- brigði. Hóflegt álag og sveigjanleiki er lykillinn að því að haldast meiðsla- laus. Leyfa skrokknum og sálinni svolítið að stýra þessu. Þannig við- höldum við líka áhuganum. Agi og ástundun skiptir miklu máli ef við ætlum að ná árangri en ef við hlustum ekki á líkamann og horfum bara á æfingaplanið þá getur það orðið til þess að áhuginn dvíni eða við meiðumst. Hvíldin gegnir líka sínu hlutverki. Ef meiðsli gera vart við sig er æskilegt að taka mark á því sem fyrst í stað þess að hundsa þau. Maður verður að vinna með líkamanum en ekki á móti honum. Góð regla er að hlusta á líkamann á meðan hann er heill því hvíldin getur orðið löng ef við lokum eyr- unum gagnvart skilaboðum hans. Svo er það hugmyndin um að aukaæfingin skipti svo miklu máli. Við þurfum svolítið að slaka á þeim skilaboðum, sérstaklega þegar um unga krakka er að ræða. Það er oft talað um að aukaæfing- in skapi meistarann, en það er svo margt annað sem kemur til, eins og mataræði, hvíld og ekki síst andlega hliðin. Hlauparar, sem og annað íþrótta- fólk, þurfa að vera duglegir að næra sig. Þegar við borðum erum við að leggja inn fyrir auknum ár- angri. Þá þarf að leggja inn gæði. Horfum á næringargildið og sam- setninguna og gætum þess að líkaminn sé að fá allt sem hann þarfnast. Neikvætt orkujafnvægi mun seint vinna með okkur á hlaupunum. Svo má ekki gleyma því að drekka vel af vatni. Gleyma að skoða tilboð Það er um að gera að reyna að fá skóna á sem hagstæðustu verði. Verið óhrædd við að spyrja um tilboð og ef þið eruð meðlimir í hlaupahópi, kannið hvort einhvers staðar er boðið upp á afslátt fyrir meðlimi. Kaupa of litla skó Of þröngir skór eru ávísun á blöðrur og önnur óþægindi. Al- gengara er að konur kaupi of litla hlaupaskó því þær eru vanari því að klæðast skóm sem falla vel að fætinum. Þá eru þær gjarnan með- vitaðri um fótastærðina. Versla fyrripartinn Algeng mistök eru að kaupa sér skó fyrripart dags sem verða svo of þröngir þegar líða fer á dag- inn. Fæturnir þrútna nefnilega og bólgna yfir daginn, allt frá því við förum á fætur á morgnana og þangað til klukkan fjögur á daginn. Þess vegna er lykilatriði að máta og kaupa skó seinni part dags. Einblína á útlitið Sumir hlauparar eru mjög upp- teknir af því að reyna að vera í nýj- ustu tískunni, en það hentar ekki alltaf þegar kemur að því að kaupa hlaupaskó. Það skiptir öllu máli að skórnir henti þér og þínum fótum. Gera ráð fyrir stærðinni Þó að þú notir skó númer 38 í merkinu Nike er ekki þar með sagt að þú þurfir sömu stærð í New Balance eða einhverju öðru merki. Það er nefnilega mismunandi eftir merkjum hvaða stærð þú þarft. Þess vegna er mikilvægt að láta mæla á sér fótinn í hvert skipti sem nýir skór eru keyptir og máta nokkrar gerðir. …hlaup13 | amk… FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 Heillaráð Birnu Fimm algeng mistök við kaup á hlaupaskóm

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.