Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 62
Stuttar æfingar fastandi Sumum líður einfaldlega illa ef þeir borða áður en þeir fara á æf- ingu, sérstaklega á morgnana. Stundum er gott að æfa á fastandi maga, en það á bara við þegar um stuttar og auð- veldar æfingar er að ræða. En þá er mikilvægt að drekka nóg af vatni. Gott er að miða við æfing- ar undir klukkutíma. Ef um lengri æfingar er að ræða er nauðsyn- legt að borða, einfaldlega til að hafa næga orku. Mikið af kolvetnum Ef þú ert að borða skömmu fyrir æfingu er mikilvægt að máltíðin sé rétt samsett. Hún þarf að inni- halda mikið af kolvetnum og lítið af fitu og trefjum. Kolvetnin gefa þér mikla orku án þess að valda ónotum í maga. Borðaðu hálftíma áður Tímasetning máltíðar fyrir hlaup skiptir miklu máli, en best er að borða að minnsta kosti hálftíma áður en farið er á hlaupaæfingu. Borðaðu rétt fyrir hlaup Ef þú ætlar að ná árangri í hlaupum getur verið nauð- synlegt fyrir þig að breyta matarvenjum þínum samhliða. Það skiptir líka máli að borða rétt svo þér líði sem best þegar þú ert að hlaupa. Innan við tuttugu mínútum eftir hlaup að fá sér létta prótein- og kolvetnaríka máltíð til að endur- hlaða orkubirgðirnar. Fáðu nóg af vökva Mikilvægt er að fá nóg af vökva, ekki bara þegar verið er að æfa, heldur alla daga. Vökvinn við- heldur réttum líkamshita og hjálpar til við losun úrgangs- efna úr líkamanum. Gott er að hafa í huga að vökvi fæst líka úr ávöxtum og grænmeti og það er því ekki nauðsynlegt að vera alltaf að þamba vatn. Rétt samsetning fæðu Hugsaðu um samsetningu fæð- unnar sem þú setur ofan í þig. Um 55 prósent af daglegum ka- loríum ættu að koma úr kolvetn- um, 25 prósent úr próteini og 15 til 20 prósent úr ómettaðri fitu. Það er þó óþarfi að þróa með sér þráhyggju gagnvart hlutföll- unum, frekar vera meðvitaður um að borða fjölbreyttan og hollan mat. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Pétur Ívarsson, hlaupari og verslunarstjóri Boss búðarinnar í Kringl-unni, hljóp fyrst hálft Reykjavíkurmaraþon í jakkafötum árið 2013. Uppátækið vakti rífandi lukku og gekk reynd- ar svo vel að hann hljóp aftur í jakkafötum árið eftir – þá að sjálf- sögðu heilt maraþon. Hætti nánast vegna meiðsla Hugmyndin um að hlaupa í jakka- fötum kom reyndar upphaflega ekki til af góðu. „Ég hafði hlaupið mararþon vorið 2013 og ætlaði heldur betur að slá í gegn í Reykja- víkurmaraþoninu um haustið, svo var ég bara meiddur. Ég átti samt alltaf skráninguna og reyndi fram á síðustu stundu að koma henni út. Eina skilyrðið var að sá sem tæki við henni myndi ekki hlaupa hraðar en ég því hann hefði þurft að hlaupa með mína flögu. Ég vildi ekki fá skráðan tíma í bækurnar sem væri betri en minn. Sá sem ætlaði að hlaupa hætti svo við kvöldið fyrir hlaup, þannig ég ákvað fara bara sjálfur og hlaupa í jakkafötum. Þá hefði ég fullkomna afsökun fyrir því að vera á lélegum tíma.“ Pétri gekk þó merkilega vel að hlaupa meiddur og jakkafötum. Hann skilaði sér í mark á 1 klukku- tíma og 42 mínútum sem þykir nokkuð gott. Vildi safna helling Uppátækið vakti að sjálf- sögðu mikla athygli og Pétur fékk hálf- gert samvisku- bit yfir því að hafa ekki gert meira úr þessu. „Mér fannst ég hoppa á góð- gerðarvagninn og ná rosa góðri auglýsingu fyrir Boss búðina án þess að leggja nokkuð að mörkum. Ég ákvað því strax eftir hlaupið að næst þegar ég myndi gera þetta þá myndi ég gera þetta ennþá stærra og hlaupa heilt maraþon í jakka- fötum. Og nota um leið tækifærið og safna hell- ing af peningum.“ Pétur náði heldur betur því markmiði sínu og náði að safna einu prósenti af heildarupphæð- inni sem safnaðist í öllu hlaupinu, en hann hljóp fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Vill vera undir þremur tímum Jakkafötin eru þó ekki hlaupa- gallinn sem Pétur klæðist oftast þegar hann hleypur, yfirleitt er Hljóp í jakkafötum til að hafa afsökun Pétur Ívarsson hefur vakið athygli fyrir hlaupaklæðnað og útilokar ekki fleiri uppátæki í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið hann bara í gamla góða spandex- gallanum. Hann hefur reyndar sterkar skoðanir á hlaupaklæðn- aði og finnst alltaf jafn gaman að taka fram úr þeim sem hann kallar bómullarskokkara. „Hinn týpíski bómullar- skokkari er klæddur í flatbotna handbol- taskó og er í víðum bómullarbuxum og víðri bómullarpeysu, merktri Russel Athle- tic,“ segir hann og hlær. Næst á dagskrá hjá Pétri er maraþon í Kaupmanna- höfn í lok maí og markmiðið er að hlaupa undir þremur klukkutímum – reyndar ekki í jakkafötum. En má búast við því að hann fari aftur óhefðbunda leið í hlaupaklæðnaði í stærri hlaupum? „Ef ég næ að hlaupa undir þremur tímum í vor, þá er ég búinn ná því sem mig langar að ná í hlaupum og þá getur vel verið að ég geri eitthvað alveg svakalegt í Reykjavíkurmara- þoninu. Það er háð því hvort ég nái mínum markmiðum eða ekki, hvort ég geti leyft mér að leika mér.“ …hlaup 18 | amk… FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 Ég ákvað fara bara sjálfur og hlaupa í jakkafötum. Þá hefði ég full- komna afsökun fyrir því að vera á lélegum tíma. 1% Pétur safnaði einu prósenti af heildar upph æðinni sem safnaðist í síðasta Reykjavíkur m araþoni. NÁNAR Á FACEBOOK TERRANOVA HEILSA Terranova stendur fyrir gæði, hreinleika og hámarks virkni. Inniheldur engin fylliefni, bindiefni eða önnur aukaefni. Terranova - bætiefnin sem virka. Fæst í fl estum heilsuvörubúðum, apótekum og heilsuvörudeild Nettó. Ég nota Life Drink á hverjum degi í morgundrykkinn minn. Með honum get ég verið viss um að fá næringaríka, létta en orkumikla máltíð. Antioxidant hylkin frá Terranova hjálpa mér að vinna á harðs- perrum og jafna mig eftir æfingar. Einnig hafa hylkin nýst mér vel í sólinni, ég brenn síður og húðin er fyrr að jafna sig ef ég brenn. FJÓLA SIGNÝ, FRJÁLSÍÞRÓTTAKONA HÁMARKS VIRKNI HÁMARKS ÁRANGUR Pétur Ívarsson Verslunarstjóri Boss-búðarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.