Fréttatíminn - 06.05.2016, Qupperneq 64
Unnið í samstarfi við Heilsu og Spa
Heilsa & Spa er ný heilsu- og vellíðunarstöð í Ár-múla 9, staðsett á gamla dansgólfi Broadway og
því er gríðarlega góð orka og and-
rúmsloft í stöðinni.
Lögð er áhersla á vellíðan og
upplifun í nærandi umhverfi enda
er allt nýuppgert og fallegt fyrir
augað. Gígja Þórðardóttir, sjúkra-
þjálfari og framkvæmdastjóri, og
Lovísa Rut Ólafsdóttir, jógakenn-
ari í Heilsu & Spa, segja margt
vera á döfinni næstu vikur og
mánuði.
„Það er að hefjast skemmtileg
sumardagskrá þar sem áhersla
verður á að næra líkama og sál
með bættum lífsstíl, fræðslu og
óvæntum uppákomum. Læknar,
sjúkraþjálfarar, næringar- og
íþróttafræðingur verða með
regluleg fræðslukvöld og við-
skiptavinir hafa aðgang að tækja-
sal ásamt því að fá einstaklings-
miðaða æfingaáætlun og ráðgjöf.
Allir hafa aðgang að hóptímum
í sumar sem eru fjölbreyttir, allt
frá Quigong til Zumba auk þess
sem innifalið er ein flottasta Spa
aðstaða landsins með heitum og
köldum potti, sauna og æfinga-
laug þar sem hægt er að fljóta
undir dansandi norðurljósum. Það
er því svo sannarlega hægt að
hlaða batteríin hjá okkur,“ segja
Gígja og Lovísa.
„Við bjóðum upp á þverfaglega
þjónustu og njótum þess að vera
í miklu og góðu samstarfi við Klí-
nikina læknastofur og fleiri fyrir-
tæki í Ármúla 9 og svo er nálægð
við frábæran mat á nýja Bistróinu
á Hótel Íslandi gríðarlegur kostur
enda næring stór hluti af vel-
líðan.“
Í Heilsu & Spa starfa sjúkra-
þjálfar frá Gáska, íþróttafræð-
ingur, nálastungufræðingur og
nuddarar en Thainudd og hefð-
bundið nudd eru mjög vinsæl og
sérstaklega sem gjafabréf. Einnig
er boðið upp á lífsstílsráðgjöf,
einkaþjálfun og nú í maí verður
boðið upp á tíma hjá nálastung-
usérfræðingi. „Það eru spennandi
tímar framundan en auk eflingar
á heilsutengdri þjónustu þá opnar
snyrtistofa hjá okkur síðar í sum-
ar og fullt af flottu fagfólki býður
fram þjónustu sína.“
Nærandi sumar í Heilsu & Spa
Þverfagleg þjónusta og áhersla á vellíðan í Heilsu og Spa í Ármúla
Nærandi Lovísa Rut Ólafsdóttir og Gígja Þórðardóttir ráða ríkjum í Heilsa og Spa
í Ármúlanum. Þar er boðið upp á nærandi dagskrá í sumar. Mynd | Rut
Nærandi sumardagskrá
Viltu efla líkama og sál í heilandi
umhverfi, endurnýja orkuna og
gæla við bragðlaukana í leið-
inni? Þá er nærandi sumardag-
skrá Heilsu & Spa fyrir þig. Falleg
aðstaða, fjölbreytt þjónusta og
regluleg fræðsla, m.a. frá lækn-
um, sjúkraþjálfara, næringar- og
íþróttafræðingi.
4 mánaða opnunartilboð
50% afsláttur
Kortið gildir maí–15. september
Verð einungis 39.900 kr.
Innifalið er:
• Aðgangur í Heilsu & Spa Ármúla
9 til 1.september
• Tækjasalur, hóptímasalur, æf-
ingalaug, sauna, heitur pottur,
kaldur pottur og handklæði
• Einstaklingsmiðuð þjálfunar-
áætlun
• Heilsufarsmælingar í upphafi og
lokin
• Fræðslufundir um næringu, lífs-
stíl, jóga, kvenlíkamann og fleira
spennandi efni
• Vikulegir fróðleikspóstar, upp-
skriftir og góð ráð
• 10% afsláttur af nuddi og nála-
stungum auk annarra tilboða
• 2 fyrir 1 í hádegismat á nýupp-
gerðu Bistrói á Hótel Íslandi
• Handklæði, sauna, heitur og
kaldur pottur og æfingalaug
þar sem hægt er að fljóta undir
dansandi norðurljósum
Nánari upplýsingar
á Facebooksíðu Heilsa og Spa,
í síma 595-7007 og
gigja@heilsaogspa.is
Unnið í samstarfi við MS
Nú er sumarið komið, í það minnsta sam-kvæmt dagatalinu, og sífellt fleiri sem yfirgefa
hlaupabretti líkamsræktarstöðv-
anna og fara út að hlaupa, enda
fátt jafn hressandi og frískandi
og útihlaup. Þeir sem stunda
hlaup og aðrar íþróttir vita að
mataræði og næring skiptir höf-
uðmáli til að ná árangri og það
er erfitt að koma sér í líkamlega
gott form ef við hugum ekki að
því sem við látum ofan í okkur.
Við getum stritað og púlað en
ef við hugsum ekki um hvað við
borðum og drekkum eru tölu-
verðar líkur á því að hreyfingin
skili ekki þeim árangri sem við
vonumst eftir.
Íþróttadrykkurinn Hleðsla
er ferskur og bragð-
góður próteindrykkur
frá MS sem kom fyrst
á markað fyrir um sex
árum síðan. Neytend-
ur tóku vörunni vel
frá byrjun og hentar
hún bæði fljótlega
eftir æfingar og á
milli mála. Síðasta
sumar bættist við
nýjung í vörulínuna,
kolvetnaskert og
laktósafrí Hleðsla,
og snemma á þessu
ári kom hún á
markað í fernu með
tappa.
Kolvetnaskerta
Hleðslan er gædd
öllum þeim eigin-
leikum sem forveri hennar hefur,
til að mynda inniheldur hún 22 g
af hágæða próteinum, en til við-
bótar hefur verið dregið úr kol-
vetnainnihaldi með því að notast
við sætuefnið súkralósa í stað
agaveþykknis. Til viðbót-
ar hefur allur laktósinn,
þ.e. mjólkursykurinn,
verið klofinn, sem
þýðir að kolvetnas-
kert og laktósafrí.
Hleðsla hentar
vel fólki með lak-
tósaóþol og öðrum
þeim sem finna
til óþæginda í
meltingarvegi við
neyslu mjólkur-
vara, auk þess sem
varan er kjörin
fyrir þá sem vilja
draga úr neyslu
kolvetna.
Hleðslan hentar
vel fólki sem er á
ferðinni, hvort sem
það er eftir góða hlaupaæfingu,
til að taka með í göngutúra og
fjallgöngur eða þeim sem eru í
vinnu og skóla og leita eftir hollri
millimáltíð. Hér er því um að
ræða íþróttadrykk sem er bæði
hollur og handhægur, og ekki
skemmir fyrir hversu svalandi og
bragðgóður hann er.
Kolvetnas-
kerta Hleðslan
hefur 22 g af hágæða
próteinum, en til
viðbótar hefur verið
dregið úr kolvetna-
innihaldi með því að
notast við sætuefnið
súkralósa í stað
agaveþykknis.
Frábær hleðsla eftir
góða hlaupaæfingu
Íþróttadrykkurinn Hleðsla er kolvetnaskertur og laktósafrír próteindrykkur
Ef þér finnst þú ekki geta hlaupið nema einhver eða eitthvað sé að elta
þig þá er hlaupasmáforritið, Zombies, Run! akkúrat fyrir þig. Eins og
nafnið gefur til kynna koma zombies, eða uppvakningar, við sögu og
hjálpa þér við að ná markmiðum þínum. Höfundar forritsins vilja reynd-
ar meina að þú munir hlaupa svo hratt að það eldtungurnar standi aftur
úr þér. En við látum það liggja milli hluta.
Forritið hvetur þig til að hlaupa hraðar og meira með því að blanda
þér inn í æsispennandi sögu af uppvakningum sem þú þarft að komast
undan til að bjarga bæði lífi þínu og annarra. Þetta verður alltaf erfiðara
samhliða bættum árangri þínum í hlaupunum.
Hægt er að tengja Zombies, Run! við ýmis tónlistarforrit, eins og
Spotify, en forritið má nálgast frítt bæði fyrir android og iOS.
Hlauptu á undan
uppvakningum
…hlaup
kynningar
20 | amk… FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016