Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 06.05.2016, Side 69

Fréttatíminn - 06.05.2016, Side 69
Besta tónleikamynd allra tíma Bíó Paradís klukkan 20 The Last Waltz. The Last Waltz, í leik- stjórn Martins Scorsese, fjallar um lokatónleika The Band sem voru haldnir 25. nóvember 1976 í San Francisco. Sveitin hafði verið í sextán ár á tónleikaferð og ákvað að binda endahnútinn á ferilinn með því að bjóða fjölda vina sinna að spila með sér í hinsta sinn. Á meðal þeirra voru Eric Clapton, Bob Dylan, Van Morrison, Ringo Starr, Neil Young, Ron Wood og Muddy Waters. „Ég er mikill sjónvarpsmaður og er af þeirri kynslóð sem kveikir strax á sjónvarpinu þegar ég kem heim. Það er alltaf kveikt, jafnvel þó mað- ur sé ekki endilega að horfa. Það er eitthvað heimilislegt við að hafa sjónvarpið í gangi. Uppáhaldsþátt- urinn minn núna er Rapp í Reykja- vík sem Dóri DNA og Gaukur Úlfars gera. Þetta er mjög vel heppnað og skemmtilegt hjá þeim og umfjöllun- arefnið gott enda hip hoppið í sókn. Það er gaman að Dóri skuli vera að stjórna þessu því þá veit maður að enginn viðmælendanna heldur aftur af sér, hann er „veteran“ og þetta er ekkert bull. Þessir þættir eru frábær samtímaheimild. Svo var ég hrikalega ánægður með Ligeglad. Það var gaman að sjá þennan tón sleginn í leiknu efni á Ís- landi. Mér hefur lengi fundist svona efni henta mjög vel íslenskum húm- or, þessi vandræðalega kaldhæðna stemning. Ég er aðdáandi Curb Your Enthusiasm og Klovn og vissi að það væri hægt að heimfæra þessa tegund gríns á íslenskan veruleika, jafnvel þó þetta hafi verið gert í Danmörku. Ég er bara mjög þakk- látur fyrir að þau hafi tekið stökkið.“ Sófakartaflan Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans og einn höfunda Áramótaskaupsins Rappþættir Dóra DNA frábærir Ánægður með Ligeglad „Ég er aðdáandi Curb Your Enthusiasm og Klovn og vissi að það væri hægt að heimfæra þessa tegund gríns á íslenskan veruleika.“ Mynd | Hari Undanúrslit í Útsvari RÚV Fljótsdalshérað – Fjarða- byggð klukkan 20. Það er að komið að undanúrslitum í þess- um vinsæla spurn- ingaþætti sem Þóra og Sigmar stjórna. Í þessum seinni und- anúrslitaþætti keppa tvö sveitarfélög að austan; Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð um það hvort mætir liði Reykjavíkur í úrslitum. Önnur orusta í hverfinu Laugarásbíó Bad Neighbours 2: Sorority Rising. Eftir að hjónin Mac og Kelly (Seth Rogen og Rose Byrne) tókust á við bræðra- lag háskólastráka í fyrri myndinni er orðið rólegt í hverfinu. Þegar þau ætla að stækka við sig vegna yfirvofandi fjölgunar í fjölskyld- unni ber svo við að heilt systra- félag flytur í húsið við hliðina með tilheyrandi partístandi. Mac og Kelly leita því ráða hjá gamla óvininum, folanum Teddy sem Zac Efron leikur, og fá hann til að hjálpa sér í baráttunni. FJALLAGRÖSUMMEÐ Íslensk náttúra. Blikandi dögg og útsýn til allra átta. Þú veður yfir tifandi ána, áleiðis að settu marki. Framundan rís Herðubreið; drottningin sjálf, stolt í hásæti sínu. Við höfum nýtt okkur íslensk ­allagrös frá upphafi byggðar. Heilnæm og frískandi hafa þau haft áhrif til góðs á líkama og sál, handtínd í íslenskri náttúru. Tópas hefur sömuleiðis fylgt okkur gegnum tíðina. Saman munu þau gera það áfram. Gamalt grillefni með Hrefnu Sætran RÚV klukkan 15.20 Hrefna Sætran grillar (1 af 6). Þetta er fyrsti þátturinn af sex í grillþátta- röð sem RÚV sýndi fyrir nokkrum árum með Hrefnu Sætran. Í þátt- unum býður Hrefna landsmönnum heim til sín í Litla Skerjafjörð og grillar á pallinum. Gott ef útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðars- son var ekki fastur gestur í þáttunum og fær að gæða sér á matnum hjá Hrefnu. Þeim, sem ekki verða límdir við viðtækin um miðjan dag- inn, er bent á að hægt er að nálgast þáttinn í Sarpinum. …sjónvarp25 | amk… FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.