Fréttatíminn - 27.05.2016, Síða 4
Lyktað af þurrkuðum þorskhausum.
Lyktareftirlit með fiskþurrkun á Akranesi
Ólykt Sérstakur lyktarhópur
verður settur saman til þess
að meta hugsanlega lyktar-
mengun frá nýrri fiskþurrkun
sem bæjarstjórn Akraness
heimilaði á þriðjudaginn að
risi í bænum þegar breytingu
á deiliskipulagi Breiðarsvæðis
var samþykkt.
Hart hefur verið deilt um uppbyggingu
verksmiðjunnar, meðal annars vegna
lyktarmengunar frá núverandi verk-
smiðju. Mótmælendahópurinn Betra
Akranes skilaði inn rúmlega 500
undirskriftum til þess að mótmæla
áformunum, á meðan 700 bæjarbúar
skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu
við áformin.
„Það eina sem er eftir er val í þenn-
an lyktarhóp,“ segir Einar Brandsson,
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
og formaður skipulags - og um-
hverfisráðs. Til stendur að skipa
3-5 einstaklinga í hópinn til að
framkvæma lyktarskynmatið 1-2
sinnum í viku. Hópurinn mun hefja
störf strax til að meta grunnástand
lyktardreifingar þrátt fyrir að fram-
kvæmdir séu ekki hafnar.
Forstjóri HB Granda hefur lýst því yfir
að ef lyktarmengun verði óviðunandi
þá verði starfsemi hætt í verksmiðjunni.
Það er nokkuð sem Guðni Hannesson
ljósmyndari, sem er einnig í samtökun-
um Betra Akranes, er efins um.
„Við höfum gagnrýnt verksmiðjuna,
sem er fyrir hér í bænum, í fimmtán ár
án árangurs, þannig ég er ekki bjart-
sýnn á að eitthvað breytist núna,“ segir
Guðni, sem bætir við að það sé bein-
línis tímaskekkja að vera með stóra
fiskþurrkunarverksmiðju inni í miðju
bæjarfélagi árið 2016. | vg Mynd | NordicPhotos/GettyImages
Jafnrétti Borgin sendir til-
mæli um transklósett
Mannréttindaráð Reykjavíkur-
borgar hefur sent frá sér tilmæli
um það sé framvegis haft í huga við
hönnun, endurgerð og viðhald á
opinberu húsnæði borgarinnar að
tryggja öllum kynjum viðeigandi
salernisaðstöðu og búningsklefa
þar sem við á.
Jafnframt er borginni falið að
gera úttekt á núverandi aðstöðu
og skoða hvar hægt sé að breyta
fyrirkomulaginu strax „án þess að
afsláttur verði gefinn af næði eða
öryggistilfinningu fólks af öllum
kynjum,“ eins og segir í tilkynn-
ingu. Í mannréttindastefnu borg-
arinnar er skýrt kveðið á um að
tryggja eigi jafnrétti karla, kvenna
og transgender fólks og hluti af því
sé að tryggja salernisaðstöðu í opin-
beru húsnæði.
Starfslok Júlíus Vífill getur
verið á biðlaunum í 6 mánuði
kjósi hann svo. Hann sagði
af sér eftir að upp komst að
hann ætti aflandsfélag.
Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingv-
arsson, heldur launum sínum í
allt að sex mánuði, eftir að hann
sagði af sér í apríl síðastliðn-
um vegna tengsla við aflands-
félagið sem greint var frá í
Panamaskjölunum.
Samkvæmt sam-
þykkt um kjör og
starfsaðstöðu kjör-
inna fulltrúa hjá
Reykjavíkurborg á
borgarfulltrúinn
rétt á biðlaunum í
þrjá mánuði. Miðast
þau við grunnlaun
borgarfulltrúa sem eru
um 554 þúsund krónur á
mánuði.
Ef Júlíus tekur ekki við öðru
launuðu starfi innan þriggja
mánaða, heldur hann biðlauna-
rétti þar til hann tekur við öðru
starfi, en þó ekki lengur en í sex
mánuði. Afsögn borgarfulltrúans
mun því kosta útsvarsgreiðend-
ur um 3,3 milljónir, nýti hann sér
réttindin til fulls.
Eins og fram kom í Kast-
ljósi fyrir skömmu sýndu
gögn úr grunni Mossack
Fonseca að í ársbyrjun
2014 stofnaði Júlíus Vífill
félagið Silwood Founda-
tion í Panama. Málið
hefur orðið að illvígri
fjölskyldudeilu þar sem
fyrrverandi borgarfull-
trúinn er sakaður um
að hafa sölsað undir sig
sjóð föður síns. -vg
Júlíus Vífill Ingvarsson
sagði af sér þegar í ljós kom
að hann ætti aflandsfélag.
Hann er nú á biðlaunum.
Júlíus Vífill á biðlaunum
Tryggja öllum kynjum
salernisaðstöðu
Ofbeldi Lögreglan hefur sett í algjöran for-
gang rannsókn á brotum sem heyrnarskert
kona sakar barnsföður sinn um að hafa
framið.
Hæstiréttur staðfesti nálgunarbann yfir manninum
í vikunni en hann má ekki koma nálægt konunni og
börnum þeirra í sex mánuði. Hann má heldur ekki
koma nálægt dvalarstað þeirra né setja sig í samband
við þau.
Vegna alvarleika málsins telur lögreglan líklegt að
það fari inn á borð embættis héraðssaksóknara og að
gefin verði út ákæra á hendur manninum hið fyrsta. Að
mati lögreglu er málið sérlega gróft þar sem ofbeldið
beinist ekki bara gegn konunni heldur börnunum líka.
Konan óttast um öryggi sitt og barnanna og treystir
sér illa til fara út með börnin, einkum vegna heyrnar-
skerðingar sinnar. Maðurinn á lagalegan umgengnisrétt
við börnin en á meðan nálgunarbannið er í gildi má
hann ekki hitta þau. Þess vegna hefur lögreglan lagt
kapp á að ljúka málinu og koma því til dómstóla.
Meðal þess sem konan sakar manninn um er að hann
hafi, árið 2007, þvingað hana til kynmaka á heimili
þeirra, þrátt fyrir að hún hafi staðfastlega neitað því.
Árið 2008 eða 2009 hafi hann greitt öðrum manni fyrir
að eiga kynmök við hana.
Hún lýsir því að hann hafi í áraraðir beitt hana of-
beldi og veitt henni áverka. Ítrekuð lögregluafskipti,
áverkavottorð og skýrslur af börnum þeirra í Barnahúsi
eru talin renna stoðum undir frásögn konunnar. | þt
Ofbeldismaður heyrnarskertrar
konu undir smásjá lögreglunnar
Starfsmannamál Starfsmað-
ur Fréttablaðsins sakar aðal-
ritstjóra 365 miðla, Kristínu
Þorsteinsdóttur, um einelti.
Hann er farinn í leyfi vegna
málsins en hefur starfað hjá
fyrirtækinu í hálfan annan
áratug, eða nánast frá stofn-
un Fréttablaðsins.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Formleg athugun á málinu fór
fram innanhúss undir handleiðslu
mannauðsstjóra og fjármálastjóra
fyrirtækisins í lok apríl eftir að
starfsmaðurinn, Pjetur Sigurðs-
son, yfirmaður ljósmyndadeildar
365 miðla, kvartaði undan meintu
langvarandi einelti útgefandans.
Þeirri athugun var snarlega hætt
eftir að Kristín komst á snoðir um
málið. Pjetur fór þá í leyfi og for-
stjóri 365 miðla, Sævar Freyr Þrá-
insson, tók málið yfir. Samkvæmt
heimildum Fréttatímans var Krist-
ín beðin sérstaklega afsökunar á
athugun mannauðsstjóra og fjár-
málastjóra. Málið er þó enn óleyst
hvað Pjetur varðar.
Eineltið á að hafa staðið yfir
í um eitt ár og lýst sér í sífelld-
um athugasemdum við störf og
vinnuframlag Pjeturs, stirðum sam-
skiptum þeirra á milli sem Pjetur
upplifði að lokum sem persónulega
aðför að sér sjálfum.
Kvartaði hann að lokum formlega
innan fyrirtækisins undan meintu
einelti og úr varð að mannauðs-
stjóri og fjármálastjóri tóku starfs-
fólk í viðtöl til þess að kanna grund-
völl ásakananna. Kristín komst fljótt
á snoðir um athugun mannauðs-
stjórans og brást illa við, samkvæmt
heimildum Fréttatímans. Var þá
athugun mannauðsstjórans stöðvuð
umsvifalaust og var Kristín beðin
afsökunar á aðgerð mannauðsstjór-
ans. Pjetur mun þó ekki hafa fengið
sambærilega afsökunarbeiðni, held-
ur fór hann strax í leyfi, sem var í
byrjun maí.
„Ég verð bara að vísa á forstjóra
365,“ sagði mannauðsstjóri 365
miðla, Unnur María Birgisdóttir,
og baðst undan viðtali vegna máls-
ins. „Ég tel almennt ekkki rétt að
tjá mig um einstök starfsmanna-
mál,“ sagði Sævar Freyr í svari við
fyrirspurn Fréttatímans og bætti
við: „En ég get staðfest að fagleg-
ur ágreiningur kom upp á milli að-
alritstjóra og eins starfsmanns.“
Sævar neitar hinsvegar að hann hafi
stöðvað umrædda athugun.
Pjetur hefur starfað hjá fyrir-
tækinu í um það bil hálfan ann-
an áratug, eða nánast frá stofnun
Fréttablaðsins. Kristín tók við starfi
aðalritstjóra eftir að Mikael Torfa-
son og Ólafur Þ. Stephensen létu af
störfum 2014. Þá vegna ágreinings
við Kristínu.
Kristín ekki viljað svara spurn-
ingum blaðamanns vegna málsins.
Þá hefur Pjetur ekki viljað tjá sig um
málið.
Samkvæmt heimildum leitaði
Pjetur einnig til Blaðamannafélags-
ins til þess að fá ráðgjöf vegna máls-
ins. Þar á bæ var þó ekki sérstaklega
aðhafst í málinu fyrir hönd starfs-
mannsins og engar upplýsingar
fengust frá Hjálmari Jónssyni, for-
manni félagsins.
Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri
365 miðla, gerði athugasemdir við
athugun mannauðsstjóra á meintu
einelti, og úr varð að því var snarlega
hætt og hún beðin afsökunar.
Aðalritstjóri 365 miðla
sakaður um einelti
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016