Fréttatíminn - 27.05.2016, Page 12
Skólagjöld fyrir BA nám
á haustmisseri 2016
HR
214.000
Bifröst
315.000
LHÍ
245.000
Skólagjöld fyrir meistaranám
á haustmisseri
HR
379 - 499.000
Bifröst
510.000
LHÍ
257 - 398.000
1999
Listaháskólinn var settur í
fyrsta sinn 10. september, en
tónskáldið Hjálmar Ragnars
var fyrsti rektorinn. Skólan-
um hafði verið hugsaður
staður í gamla SS húsinu
að Laugarnesvegi 91. Engir
peningar voru settir í það.
2007
Listaháskólinn fær gefins
ellefu þúsund fermetra lóð
í Vatnsmýrinni, sunnan við
náttúrufræðihúsið Öskju.
Reykjavíkurborg er gefandinn.
2008
var haldin samkeppni meðal
arkitekta um hús fyrir listahá-
skóla á horni Laugavegar og
Frakkastígs. Listaháskólinn,
menntamálaráðuneytið og
Arkitektafélagið stóðu að
samkeppninni í samstarfi við
Samson Properties. Markmið
samkeppninnar var að fá
fram tillögu sem yrði grund-
völlur að hönnun byggingar
á Frakkastígsreit sem myndi
hýsa alla starfsemi skólans
frá haustinu 2011. Lóðina í
Vatnsmýrinni fékk bygginga-
félagið í makaskiptum.
Hrunið gerði endanlega út
um áformin. Á Frakkastígsreit
er nú að rísa hótel.
2013
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra skipar nefnd í
apríl til að ákveða framtíðar-
staðsetningu nýbyggingar
undir Listaháskóla, meta átti
tvo kosti, Sölvhólsgötu eða
Laugarnes. Illugi Gunnarsson
tekur við menntamálaráðu-
neytinu í maí. Ágreiningur
reis um hver skyldi bera
kostnaðinn af kostnaðarmati,
eina milljón, og niðurstaðan
var því aldrei kynnt.
2014
Stjórnendur leita fyrir sér
um nýtingu á auðu húsnæði
í Hörpu undir tónlistardeild
skólans en fá ekki hljóm-
grunn. Reykjavíkurborg
hleypur undir bagga og inn-
réttar danssal og leikstúdíó í
Austurstræti 22. Þrátt fyrir að
það er staðan sú að skólinn
hefur ekki efni á að leigja
húsnæðið lengur, einungis
tveimur árum eftir að það var
tekið í notkun.
2015
Stjórnendur Listaháskólans
kanna vilja stjórnvalda til
að taka saman höndum við
Landsbankann og Reykja-
víkurborg og flytja skólann
í höfuðstöðvar bankans í
Austurstræti, Pósthússtræti
og Hafnarstræti en bankinn
ætlar að reisa nýbyggingu.
Tillagan kom fram í framhaldi
af hugmyndasamkeppni um
nýtingu húsnæðisins. Þetta
er ekki gerlegt nema með
aðkomu bankans og borgar-
innar sem bæði hafa tekið
jákvætt í málið. Engin svör
hafa borist frá ríkinu.
2016
Listaháskólinn er í fjórum
byggingum, Laugarnesvegi
91, Sölvhólsgötu, Þverholti og
Austurstræti. Leigusamningar
við húseigendur renna út á
allra næstu árum. Stjórnend-
ur skólans áætla að óhagræði
vegna húsnæðismála kosti
skólann um 50 milljónir á ári.
Þeir sjá fyrir sér tvo valkosti,
að skólinn fari í húsakost
Landsbankans í Austurstræti
og nærliggjandi götum
eða að byggt verði upp í
Laugarnesi eins og upphaf-
lega var stefnt að.
Húsasaga
Listaháskóla
Íslands
Fríða Björk Ingvadóttir, rektor Listaháskólans, segir að hækkuð skólagjöld sé
vond stefna og hluti af þeirri lítilsvirðingu sem mæti fræðasviði lista.
laun í háskólasamfélaginu, auk
þess sem prófessorar skólans hafa
meiri kennsluskyldu og minna svig-
rúm til rannsókna. Háskólinn fær
8,6 prósent ofan á fjárveitingar til
kennslu til að sinna rannsóknum,
það er umtalsvert minna en allir aðr-
ir háskólar á landinu, þannig fær Há-
skóli Íslands 39,6 prósent, Háskólinn
á Akureyri 35 prósent og Landbún-
aðarháskólinn á Hólum rúm 40 pró-
sent. Ef Listaháskólinn, sem fær 80
milljónir til rannsókna, væri að fá
sama hlutfall og Hólaskóli, fengi
hann 400 milljónir.
„Þetta finnst mér í hæsta máta
óeðlilegt með tilliti til þess að
við erum að sinna miklu stærra
fræðasviði í þeirri atvinnugrein
sem vex hraðast,“ segir Fríða Björk.
Hún segist telja að bág fjárhagsstaða
Listaháskólans sé hluti af kúltúr,
þar sem borin sé minni virðing fyr-
ir menningu og listum en öðrum
greinum. Þá sé heldur ekki hægt að
útiloka að lobbíismi í fjárlaganefnd,
menntamálaráðuneytinu og ríkis-
stjórn skipti þarna talsverðu máli.
Í Listaháskólanum þurfi að klípa af
framlagi til kennslu til að geta sinnt
einhverjum rannsóknum. Þessu sé
öfugt farið í öðrum háskólum.
Í viðhorfskönnun meðal kennara
Listaháskólans, sem var gerð á árun-
um 2013 til 2015, kemur fram að nær
allir, fleiri en 9 af 10 starfsmönnum,
telja álagið mikið, launin ósanngjörn
og meira en helmingur segir vinnu-
aðstöðu slæma. Fríða Björk segir að
þrátt fyrir þetta sé ekki allt í kalda
koli, liðsandinn sé góður, skólinn
komi vel út úr gæðaprófunum og
sé eftirsóttur bæði af nemendum
og kennurum. „Eitthvað erum við
greinilega að gera rétt.“
Fötluðum mismunað
Fríða Björk segir að bæði nemend-
ur og kennarar búi þó við lélegan
aðbúnað vegna húsnæðismálanna,
sem hvorki standist reglur um
kennslu á háskólastigi, né lög um
aðgengi fatlaðra. Í tveimur húsum
eru engar lyftur en það skerðir mjög
aðgengi fatlaðra að námi og starfi í
skólanum, líkt og áður sagði. Hún
nefnir sem dæmi að alvarleg mál
sem fjalli um mismunun gegn fötl-
uðum hafi ratað inn á borð hjá skól-
anum. Það sé í raun hundaheppni að
enginn, sem er bundinn við hjóla-
stól, hafi óskað eftir því að leggja
stund á listnám í skólanum. Það væri
til dæmis ekki hægt að verða við því.
Fríða Björk segir að í niðurskurði
undanfarinna ára hafi komið í ljós
að húsnæðisvandinn komi í veg fyr-
ir að hægt sé að hagræða frekar í
rekstri skólans. Of margir fermetrar
fari í ganga og anddyri, mötuneyti
og bókasafn, auk ferðakostnaðar
starfsmanna á milli. Þá standi hús-
næðisvandinn þverfaglegu starfi
fyrir þrifum og möguleika á því að
auka tekjurnar svo sem með fjölgun
erlendra nemenda, diplómanáms og
Opna listaháskólans.
Hún segir að húsnæðismálin taki
gríðarlega mikinn tíma og orku frá
stjórnendum skólans. Sífellt sé ver-
ið að leita bráðabirgðalausna til að
bjarga málum fyrir horn.
Húsin séu líka mjög gömul og
viðhald þeirra sé flókið viðfangsefni
þar sem ekki liggi fyrir hver framtíð
þeirra eigi að vera.
Vond stefna
„Sem dæmi um slæma aðstöðu
að öðru leyti má nefna að skólinn
ræður ekki yfir neinum sérhæfð-
um fyrirlestarsölum. Fyrirlestrar
eru til dæmis í bílakjallara í Þver-
holti og í lausum húsum við Sölv-
hólsgötu. Það vantar stóla og borð
með tölvutengingum og innstung-
um, betri tölvukost og prentara
fyrir nemendur, fjarkennslubún-
að og skjalavörslukerfi. Við eigum
einungis örfáa veggskjái til að nota
við kennslu, margmiðlunarvinnu,
fjarfundi og slíkt og endurnýjun er
engan veginn viðunandi. Þá vantar
prjónavélar, saumavélar og hljóð-
færi í tónlistardeildina.“
Skólagjöld nemenda sjálfra í Lista-
háskólanum eru fimmtungur af
rekstrarfé skólans en þau hafa farið
stigvaxandi frá því hann var stofnað-
ur. Þau hafa hækkað um eitt hund-
rað milljónir á núvirði. Fríða Björk
segir stjórnvöld greinilega stefna að
því að nemendur greiði meira fyrir
háskólanám í framtíðinni. Nemend-
ur skólans telji þetta vera misrétti
til náms, þar sem listnám á Íslandi
sé eina námið, þar sem hlutfall
skólagjalda sé jafn hátt og raun ber
vitni án þess að ódýrari valkostur
sé í boði í skólakerfinu. Nemendur
greiði þessi gjöld eða fari utan til
náms. Fríða Björk segist sammála
nemendum um þetta, þetta sé vond
stefna og hluti af þeirri lítilsvirðingu
sem fræðasvið lista þurfi að búa við.
Úthýsa ákveðnum listgreinum
Kolbrún Halldórsdóttir, formaður
BÍL og stjórnarformaður Listahá-
skóla Íslands, segir að ekki komi til
greina að hækka skólagjöldin meira
en orðið er, þau séu löngu komin
upp úr þakinu. Það séu allir í stjórn
skólans sammála um. Hún segir að
það komi ekki heldur til greina að
fækka nemendum. Fyrir utan hvað
það væri í hrópandi ósamræmi við
þörfina, þá myndi það heldur ekki
svara kostnaði. Það sé ekki hægt
að fækka kennurum frekar ef gæði
námsins eigi að halda sér. Ef þessi
stefna haldi áfram þurfi að leggja af
kennslu í einhverjum greinum inn-
an skólans. „Stjórnvöld þurfa þá að
ákveða, hvað á að skera burtu, arki-
tektúr, sviðslistir, dans eða tónlist,
til dæmis? En miðað við það sem á
undan er gengið hefði farið betur á
því að þau hefðu sleppt því að hafa
sérstaka málsgrein um að efla skap-
andi listir og menningu í stjórnar-
sáttmálanum,“ segir Kolbrún Hall-
dórsdóttir.
Fríða Björk Ingvadóttir segir
erfitt að svara því hvað valdi þessu
sinnuleysi um Listaháskólann: „Því
er mjög erfitt að svara,“ segir hún.
„Skóli sem fær hæstu einkunn í
gæðaúttektum, er eftirsóttur sem
samstarfsaðili á alþjóðavísu og er
með erfiðustu inntökuskilyrði allra
íslenskra háskólastofnana, get-
ur varla verið svo lélegur að þetta
sinnuleysi teljist eðlilegt.“
Skólagjöld nemenda
sjálfra í Listaháskólanum
eru fimmtungur af rekstr-
arfé skólans en þau hafa
farið stigvaxandi frá því
hann var stofnaður.
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016
108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.isSuðurlandsbraut 20 Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15
VIÐ GETUM TENGT ÞIG VIÐ BESTU
PARKETSLÍPARA LANDSINS
HAFÐU SAMBAND OG VIÐ
RÁÐLEGGJUM ÞÉR MEÐ
SLÍPUN, LÖKKUN, OLÍUBURÐ
OG ALMENT VIÐHALD