Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 27.05.2016, Síða 14

Fréttatíminn - 27.05.2016, Síða 14
Hlutur Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbank- anum er einkennilegur og hefur frá byrjun þótt grun- samlegur. Aðeins degi fyrir undirritun kaupsamnings, 16. janúar 2003, frétti Val- gerður Sverrisdóttir (Fram- sóknarflokki), þáverandi viðskiptaráðherra, af hlut þýska bankans í kaupunum Jóhann Hauksson ritstjorn@frettatiminn.is Finnur Ingólfsson, þáverandi for- stjóri VÍS, kannast ekki við að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur fyrir íslenska kaupendur Búnaðarbankans þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur S-hópnum í ársbyrj- un 2003. Eftirlits- og stjórnskip- unarnefnd Alþingis leggur fram þingsályktunartillögu um rann- sókn á aðkomu bankans á kaupum S-hópsins að hlut ríkisins í Bún- aðarbankanum í samræmi við ábendingar umboðs- manns Alþingis. Þýski bankinn minnkar hlut sinn Í fyrstu var þýski bank- inn stærsti einstaki kaupandinn með lið- lega 16 prósenta hlut sem helmingseigandi Eglu hf. Rúmu ári eftir að bankasalan fór fram minnkaði Hauck & Auf- häuser hlut sinn í kaup- unum verulega, samkvæmt Hlutur Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbankanum er einkennilegur og hefur frá byrjun þótt grunsamleg- ur. Aðeins degi fyrir undirritun kaupsamnings, 16. janúar 2003, frétti Valgerður Sverrisdóttir (Framsóknarflokki), þáverandi viðskiptaráðherra, af hlut þýska bankans í kaupunum bréfi sem viðskiptaráðherra barst frá Kristni Hallgrímssyni, lögmanni Eglu. Í bréfinu kemur fram að hlutur þýska bankans átti að minnka úr 50 prósentum í um 17,3 prósent í Eglu ef yfirvöld samþykktu slíkt frá- vik frá kaupsamningi. „Erindi þetta felur í sér minniháttar frávik frá upphaflegum kaupsamningi aðila, og felur einvörðungu í sér að Egla hf. og/eða hluthafar þess breyti eignarhlutföllum innan hópsins...“, sagði í bréfi Kristins til viðskipta- ráðherra. Björn Jón Bragason sagnfræðing- ur ritaði grein í tímaritið Sögu árið 2011 um einkavæðingu Búnaðar- bankans. Hann hefur eftir fyrrum viðskiptafélaga Ólafs Ólafssonar, sem ekki getur nafns: „Af hverju var verið að setja hlut þýska bank- ans inn í Eglu? Hvað var verið að fela?“ Stærsti kaupandinn að hlut rík- isins í Búnaðarbankanum var Egla hf. sem keypti liðlega 71 prósent hlutanna á móti Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga (síðar GIFT), Samvinnulífeyrissjóðnum og Vá- tryggingafélagi Íslands, en Finn- ur var nýlega orðinn forstjóri VÍS þegar kaupin voru gerð. Hluthafar í Eglu hf. voru Ker hf. (49,5%), Hauck & Aufhäuser (50%) og VÍS með 0,5% eignarhlut. Eglu var í kaupsamningi gert að fjár- magna kaupin að 65 prósentum með eigin fé en 35 prósent mátti fé- lagið taka að láni. Samvinnulífeyr- issjóðurinn og Samvinnutrygginar Íslands hf. urðu hinsvegar að greiða kaupverð sitt af óbundnu eigin fé. Engin erlend fjárfesting Ástæða er til að ætla að Hauck & Aufhäuser hafi ekki þurft að reiða fram neitt fé til Eglu eða kaupanna á Búnaðarbankanum. Bréf Kristins til viðskiptaráðherra bendir í þá átt. Sömuleiðis miklar lántökur íslensku hluthafanna vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. Björn Jón rek- ur í umfjöllun sinni um einkavæð- ingu Búnaðarbankans að aðeins lántaka Eglu, Kers h.f og Samvinnu- trygginga hjá Landsbankanum vegna kaupanna á Búnaðarbank- anum hafi numið alls 7 milljörðum króna af þeim 11,4 milljörðum sem ríkið setti upp fyrir hlut sinn. Frá láninu var gengið skömmu áður en Samson tók við rekstrinum. Ljóst má vera að Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbank- ans, Kjartan Gunnarsson, varafor- maður ráðsins, og Halldór J. Krist- jánsson bankastjóri báru ábyrgð á þeim lánveitingum, sem haldið var leyndum fyrir almenningi. Þrettán kvittanir frá Seðlabanka Íslands fyrir greiðslum vegna kaupanna á hlut ríkisins í Búnðar- bankanum nema samtals um 6 milljörðum króna í dollurum. Auk greiðslna frá Eglu er þar að finna nærri eins milljarðs króna greiðslu frá Keri, sem ekki átti beina aðild að kaupunum heldur óbeina í gegn um Eglu. Athyglisverð er einnig greiðsla frá VÍS, sem skráð er sem stutt erlent lán líkt og aðrar greiðsl- ur, en áskilið var í kaupsamningi að VÍS greiddi hlut sinn af óbundnu eigin fé. Leyndu gögnum um bankasölu Finnur Ingólfsson kannast ekki við að Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur. Svo er að sjá sem íslenskir kaup- endur innan S-hópsins hafi notið lánafyrirgreiðslu sem dró nær al- veg úr þörfinni fyrir framlag frá er- lendum banka. Þá er einnig á það að líta að kaup- endurnir bjuggu yfir innherjaupp- lýsingum um væntanlegan sam- runa við KB banka í maí 2003 sem jók verðmæti eignar í Búnaðarbank- anum til mikilla muna. Týndur afskriftasjóður Í desember síðastliðnum barst sér- stökum saksóknara (nú héraðssak- sóknara) kæra á hendur stjórnend- um Arion banka fyrir að afhenda ekki gögn sem tengjast kröfu á hendur Búnaðarbankanum. Gögn- in gátu leitt í ljós hvort krafan hefði gildi eftir samruna Búnaðarbank- ans við KB banka og síðar í Arion banka, arftaka KB banka. Telur kærandi að krafa hans hafi viðurkennst í söluferli Búnaðar- bankans haustið 2002 og fram að afhendingu hluta ríkisins í bankan- um 16. janúar 2003 til S-hópsins. Stjórnendur Arion banka höfðu verið krafðir um að leggja fram í héraðsdómi Reykjavíkur umbeðin gögn, þ.e. lokaskýrslu áreiðanleika- könnunar Búnaðarbankans sem sannanlega var unninn fram á síð- asta dag. Kærandi telur að umrædd skýrsla geti sýnt og sannað hvað orðið hafi um 750 milljónir króna á afskriftareikningi Búnaðarbank- ans sem á síðasta ársfjórðungi 2002 voru færðar út úr bókum bankans sem endanlega tapað fé. Í tilvitnuðu dómskjali með kærunni segir: „Með því að færa 746 milljónir króna út úr bókum bankans og færa þær ranglega á ársreikning bankans árið 2002 sem endanlega töpuð útlán hafa einhverjir verið að stela úr bankan- um 746 milljónum sem með réttu hefðu átt að mæta kostnaði bank- ans vegna skaðabótakröfu...“ Lykilgagn í læstri kistu Kærandinn telur að Arion banki hafi gerst brotlegur með því að afhenda ekki umbeðin gögn. Auk þess hafi bankinn hag af því að leiða sannleikann í ljós um sölu Búnaðar- bankans og afskriftareikning hans og gæti gert kröfu á hendur þeim sem hirtu sjóðinn ef sú fullyrðing kæranda reynist rétt. Hvað sem öðru líður er nú ljóst að umrædd lokaskýrsla áreiðanleika- könnunar um Búnaðarbankann var unnin af nokkrum endurskoð- endum PricewaterhouseCoopers og lögfræðistofan Landwell átti þar einnig hlut að máli. Um það vitna vinnuskýrslur PWC sem fundust í gagnasafni framkvæmdanefnd- ar um einkavæðingu sem veittur var aðgangur að í tíð síðustu rík- isstjórnar. Hún gæti gagnast þeirri rannsóknarnefnd sem fengið verð- ur það verkefni að rannsaka þátt Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbankanum. Samkvæmt framansögðu ætti hana að vera að finna í fórum Arion banka, PWC, forsætisráðuneytinu (sem vistaði framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu), eða hjá þeim sem ráku lög- fræðistofuna Landwell. Tvær af þrettán kvittunum frá árinu 2003 fyrir greiðslum kaup- enda Búnaðarbankans í dollurum, frá Seðlabanka Íslands. Alls nema greiðslurnar samtals um 6 milljörðum króna. Meðal greiðenda er VÍS og eru greiðslurnar skráðar sem skammtíma- lán, en tryggingarfélagið mátti ekki taka lán fyrir greiðslunni, samkvæmt kaupsamningi. Sjö milljarða króna lán Landsbank- ans til S-hópsins vegna kaupa á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum fór leynt. Halldór J. Kristjánsson var bankastjóri Landsbankans og Kjartan Gunnarsson stjórnarformaður 14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.