Fréttatíminn - 27.05.2016, Page 32
smaladrengurinn í gang og gengur
yfir Tower Bridge og meðfram bökk-
um Thames árinnar og raðar saman
íslensku orðunum.“
Við erum öll eins
Ferdinand segist alltaf sjá það betur
og betur hversu líkir mennirnir séu.
„Ég vinn með fólki hvaðanæva að úr
heiminum, fólki sem talar alls konar
tungumál og játar alls konar trú og
hefur alls konar siði en svo erum við
bara öll eins. Við höfum sömu vonir
og þrár. Við höfum sama sársauka
og sömu vonbrigði. Ég held að við
séum ekkert svo flókin, við tikkum
eftir sömu lögmálunum. Það er mín
tilfinning að þetta séu einföld ferli og
vandamálin eru oft þau sömu. Það er
eitthvað sem er ekki sagt, það vant-
ar einlægni, það er misskilningur og
það er stolt og heiður sem kemur í
veg fyrir einlægnina.“
Hann er líka þeirrar skoðunar að
við mannfólkið séum með farang-
ur foreldra okkar og forforeldra í
farteskinu, þjóðarinnar og í raun
mannkynsins alls. „Við erum ferða-
langar en við erum með ofboðslega
mikið í farteskinu. Það er heillandi.
Það er mjög, mjög heillandi.“
Traust og tengsl
Ferdinand leggur mikið upp úr því
að byggja upp góð tengsl við sjúk-
linga sína og leggur áherslu að í
manneskjunni bak við geðsjúk-
dómana búi mikil lífsreynsla. „Það
gerist að mínu viti ekkert gott nema
maður hafi góð tengsl við sjúkling-
ana sína og eigi traust þeirra. Þú
getur fyllst svo mikilli auðmýkt og
virðingu gagnvart því fólki sem hef-
ur þurft að fara í gegnum svo stóra
og dimma dali að þú skilur bara ekki
hvernig þetta er hægt en það slípar
manneskjuna og gerir hana oft mjög
stóra og fallega. Og það er mjög heill-
andi og að ná tengslum við slíkt fólk
því þegar það veikist svo illa þá er
búið að byggja þessar brýr og þá er
hægt að gera svo mikið. Þá þarf oft
ekki svo mikla hörku í samskiptin
af því að fólk treystir og það er mjög
gefandi. Það eru yndisleg tengsl.“
Hvers vegna geðlæknisfræði?
Mamma Ferdinands, Helga Óskars-
dóttir, starfaði við hjúkrun en pabbi
hans, Jón Júlíus Ferdinandsson, var
listamaður og hann telur að þetta
hafi verið góð blanda. Hann segir að
gildin sem hann ólst upp við í æsku
hafi mótað hann, starfsval hans og
allan starfsferilinn og þessi gildi tel-
ur hann eiga uppruna í viðhorfum
og gildismati hjúkrunarfræðingsins
móður hans. „Mér var bara innrætt
að ég ætti að beygja mig fyrir þeim
sem búa við skarðan hlut í samfé-
laginu, þeim sem er litið niður á
og þeim sem samfélagið hafnar.
Hún hefur þessi gildi og ég upplifði
að þetta væru mjög merkileg gildi
þannig að ég erfi þennan farangur
sem hefur reynst mér alveg frábær
og gefið mér ofboðslega mikið.“
Þegar Ferdinand er beðinn að
gera nánar grein fyrir því hvað varð
til þess að hann varð læknir og svo
geðlæknir segir hann: „Mamma
mín er hjúkrunarfræðingur af guðs
náð og elskaði sitt starf. Þegar ég var
að hugsa um hvað ég ætti að læra
þá hugsaði ég með mér að mamma
fengi mikla hamingju úr sínu starfi,
ekki bara að vinna með sjúklingum
heldur að vinna með öllu þessu
fólki. Eiríkur, eldri bróðir minn,
fór í læknisfræðina á undan mér
og ég skynjaði líka að hann fann
þessa sömu starfsánægju. Þegar ég
var að byrja í læknisfræðinni vann
ég svo sem aðstoðarmaður hjúkr-
unarfræðings á 11A sem var smit-
sjúkdómadeild þá, fékk að vera þar
sumar og elta þessar stóru flottu
konur sem kenndu mér mikið og
þessi samskipti hjúkrunarfræðinga
við sjúklinga heilluðu mig. Það gat
verið stórkostlegt að fylgjast með
þeim krafti sem bjó í þessum sam-
skiptum og þau eru nauðsynleg og
dýrmæt þegar fólk er mest útsett
og viðkvæmt. Það heillaði mig og
ég sá að drottningin innan læknis-
fræðinnar byggði mest á samskipt-
um og tengslum.“
Á hinn bóginn felst þjálfun
geðlækna einnig í því að passa upp
á sig í samskiptum við sjúklinga sem
geta reynt verulega á. „Þú verður að
passa upp á þig svo þú brennir ekki
upp,“ segir Ferdinand sem hefur
áhyggjur af því að það sé erfitt að
fá ungt fólk inn í fagið vegna þess
hversu sterkt það upplifir sársauk-
ann. „Maður vill einmitt fá fólk inn
í greinina sem finnur þennan sárs-
auka og tekur hann nærri sér en
maður verður að vera meðvitaður
um að unga fólkið hefur ekki varn-
irnar sem við höfum.“
Ætlaði til Bandaríkjanna
„Ég ætlaði til Bandaríkjanna í fram-
haldsnám en þegar ég fór í viðtöl
þarna úti fannst mér óhugnanlegt
að sjá í stórborgum eins og New York
og Philadelphiu að strætin voru full
af fólki sem var heimilislaust og með
geðsjúkdóma, þeir sem hafa þekk-
inguna sjá á fólki ef það er með geð-
sjúkdóma. Þarna var verið að grilla
mig í þessum viðtölum en ég spurði
bara á móti: Hvað ætlar þú að gera
fyrir þetta fólk, hvernig getur þú
siðferðilega unnið og hér þegar all-
ar götur eru fullar af fólki sem þarf
hjálp en það fær enga hjálp. Það er
bara verið að gefa því teppi og súpur.
Ég gerði mér grein fyrir að ég gæti
ekki unnið innan þessara ramma.
Í Evrópu er sjálfræðissviftingarlög-
gjöfin notuð til þess að hjálpa fólki
sem er orðið mjög veikt. Við lítum
svo á að við verðum að gera það. Það
verður að stoppa þessa sjúkdóma því
annars brenna þeir fólk upp og það
endar á einhverjum hræðilegum
stað sem er miklu verri en raddirn-
ar og ranghugmyndirnar, þar sem
það er bara flatt og getur ekkert gert,
missir öll tengsl og verður bara ein-
angrað á götum þessara borga og
þetta var ekki hægt fyrir mig.“
Það varð því úr að Ferdinand fór
til Lundúna og hann sér ekki eftir
því enda fór það svo að flestir bestu
vinir hans út læknadeildinni enduðu
þar líka. „Þetta var yndislegt samfé-
lag. Við studdum hvert annað í okk-
ar fögum en fórum náttúrlega meira
eða minna öll í geðlæknisfræði, í
drottninguna.“
Góð fjölskylda
Ferdinand er mikill fjölskyldumað-
ur bæði í einkalífi sínu og starfi.
Hann er yngstur fjögurra systkina
og fordekraður af því að eigin sögn.
Hann er í nánum tengslum við systk-
ini sín og einnig þeirra börn, að ekki
sé minnst á móður hans sem lifir í
hárri elli.
Í starfi sínu leggur hann mjög
mikla áherslu á að styrkja fjölskyldu
sjúklinganna. „Það er ekkert heil-
brigðiskerfi sem kemst nærri góðri
fjölskyldu og ef þú nærð að styrkja
fjölskyldu og hjálpa henni að skilja
betur veikindin og finna til styrksins
þá geta stórir hlutir gerst og maður
getur fyllst mikilli aðdáun og auð-
mýkt við að hitta allt þetta fólk og
kynnast þeirra leiðum því þetta er
fólk sem gefst aldrei upp vegna þess
að það elskar sína nánustu. Ég verð
oft mjög snortinn af fólki sem verður
á vegi mínum í vinnunni og því hvað
fólk er stórt og hvað það getur gert,
hvers það er megnugt. Á hinn bóg-
inn þarf ég að passa mig, ég þarf að
vernda mig og það er hægt að gera
það á ýmsan hátt. Eitt af því sem
hjálpar mér er að yrkja ljóð. Þá nota
ég aðrar heilastöðvar en um leið nýti
ég mér eitthvað af þessum tilfinning-
um til þess að skapa eitthvað sem
mér finnst raunverulegt.“
Þessar sterku tilfinningar og á
stundum nánast óraunverulegu að-
stæður sem geta mætt Ferdinand
í vinnunni gera á hinn bóginn að
verkum að hann hefur orðið nokk-
uð vandlátur bæði á leikhús og bók-
menntir. „Ég hef auðvitað unun af
því að fara í leikhús í Lundúnum og
nýt þess líka að lesa góðar bækur.
Hins vegar er dagurinn í vinnunni
þannig að ég þarf svolítið að velja
hvað ég ætla að sjá og upplifa því
ég er búinn að vera í raunveruleik-
anum allan daginn og í leikhúsinu
er stundum verið að reyna að setja
eitthvað á svið sem mér finnst bara
ekki passa. Þetta kannski eyðileggur
aðeins fyrir manni.“
Alltaf á leiðinni
Ferdinand segir að það hafi staðið
lengi til hjá honum að flytja heim
til Íslands og þegar vandi steðji að
fjölskyldunni sé hann kvalinn af
samviskubiti yfir því að vera ekki
hér hjá sínu fólki. Hann geti legið
andvaka um nætur og ákveðið að
segja upp vinnunni og selja íbúðina
strax næsta morgun. Af því hefur
þó ekki orðið enn. „Ég er umvafinn
og dekraður af þessari fjölskyldu
minni sem er yndisleg, mikil kær-
leikskeðja. Þau hafa leyft mér að vera
úti. Ég hef samviskubit yfir því enda-
laust og auðvitað kem ég heim fyrr
en síðar.“
Honum finnst að lífið í stór-
borginni geti verið dálítið einangr-
að. „Ég fann það þegar góður vin-
ur minn lést fyrir aldur fram fyrir
nokkrum árum hversu rosalega
stórborgin getur verið fámenn. Hér
erum við hins vegar eins og bræður
og systur og það eru svo sterk tengsl
á milli okkar og landið okkar fylgir
okkur eins og einhver móðir innra
með okkur og maður getur saknað
hennar mjög sárt þegar miklir erfið-
leikar steðja að.“
Í úteyjum
rís
og hnígur
landið
innra
í úteyjum
örn
í húmi
flýgur
einn
í augum
dvelur
flóðs
og fjöru
gætir
þú
Það verður að stoppa
þessa sjúkdóma því annars
brenna þeir fólk upp og
það endar á einhverjum
hræðilegum stað sem er
miklu verri en raddirnar
og ranghugmyndirnar, þar
sem það er bara flatt og
getur ekkert gert, missir
öll tengsl og verður bara
einangrað á götum þessara
borga og þetta var ekki
hægt fyrir mig.“
Mynd | Hari Í starfi sínu leggur Ferdínand áherslu á að styrkja fjölskyldu sjúklinga.
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016