Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 27.05.2016, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 27.05.2016, Qupperneq 50
Heimspeki Páls Skúlason- ar, fyrrverandi rektors Háskóla Íslands, virðist lifa góðu lífi með íslenskum áhugamönnum um hugar- leikfimi, en Páll lést síðasta vor eftir farsælan feril. Páll var áhrifamikill kennari og háskólamaður. Hann var mikill náttúruunnandi og kenndi kynslóðum íslenskra háskólanema gagnrýna hugsun, m.a. í forspjallsvísindum eða „fíl- unni“ svokölluðu sem var inngang- ur margra að háskólanámi. Með heimspeki sinni hafði Páll mikil áhrif á yngri heimspekinga og nýleg bókaröð með textum hans, sem Háskólaútgáfan gefur út, hef- ur notið nokkurra vinsælda. Efni bókanna er ágætt og aðgengilegt hugarfóður. Um helgina fer fram ráðstefna í Háskóla Íslands um heimspeki Páls undir yfirskriftinni Hugs- un og veruleiki. Þar koma saman innlendir og erlendir fræðimenn sem nálgast verk Páls frá ýmsum hliðum. Fjögur þemu í verkum heimspekingsins verða dregin fram, en þau eru náttúra og vit- und, menntun og háskóli, siðfræði og lífsskoðanir og loks stjórnmál og rökvísi þeirra. Eins og lög gera ráð fyrir eru stórar spurningar viðraðar á slíkri ráðstefnu, sem öllum getur verið hollt að velta fyrir sér. Þannig er t.d. spurt hvort stjórnmál séu í eðli sínu ósiðleg og hvernig við skilj- um fjölbreytni lífsins. Einnig er varpað fram spurningum um helgi náttúrunnar, akademískt frelsi og tilgang háskóla í samtímanum. Páll var í verkum sínum gagnrýninn á markaðsvæðingu samfélagsins og hann taldi svið viðskipta hafa verið yfirfært um of á óskyld svið samfélagsins, eins og t.d. menn- ingu og menntun. Því verður við- skiptamenning líka til umfjöllunar á ráðstefnunni sem fer fram í dag og á morgun. Tvær stofnanir Há- skóla Íslands standa að ráðstefn- unni, Siðfræðistofnun og Heim- spekistofnun. Ráðstefnan fer fram í Lögbergi og efst í dag klukkan 9.15. Ókeypis er á ráðstefnuna og allir með heila meira en velkomnir. Háskólatorgi www.boksala.is s. 5 700 777 www.facebook.com/boksala Útsala á erlendum bókum og völdum kaupfélagsvörum út maí í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. Útsala 50-70% afsláttur Páll Skúlason var áhrifamikill kennari og háskólamaður. Listin að lifa hugsandi Ég er að læra lögfræði og oft finnst manni ein-hver lagaleg atriði fárán-leg þegar maður sér þau fyrst, en þegar þau eru svo útskýrð fyrir manni skilur maður fullkomlega af hverju þau eru til staðar. Sú varð hins vegar ekki raunin í þessu tilfelli,“ segir Katrín Ásmundsdóttir, önnur þáttastjórnenda Hæpsins. Síðustu tveir þættir Hæpsins tóku á landamærastefnu Íslands á gagnrýninn hátt og athygli vakti þegar Katrínu og Unnsteini, hinum stjórnanda þáttarins, var meinað að taka viðtal við hælisleitendur í Arnarholti: „Landamæraþættirn- ir urðu óvart að einskonar rann- sóknarblaðamennsku sem tók fimm mánuði í framleiðslu. Okk- ur langaði ekki að skila þessu efni af okkur án þess að gefa raunsæja mynd af þessu kerfi. Við hefðum í raun getað gert heila seríu ein- göngu um landamærastefnu Ís- lands.“ Katrín segist lítið hafa vitað um málaflokkinn fyrir gerð þáttanna og því hafi margt komið á óvart. „Ég hélt að landið okkar væri að- eins opnara og það væri auðskilj- anleg ástæða fyrir öllum þessum brottvísunum.“ Hún segist jafnframt hafa kom- ist að því að enginn einn aðili væri ábyrgur fyrir göllum á kerf- inu: „Útlendingastofnun finnur oft mest fyrir reiði almennings en hef- ur þröngan ramma að vinna eftir. Sá rammi er hins vegar mótaður af stefnu stjórnvalda, sem er þó auð- vitað afmörkuð af lögum.“ Svo er spurning hvort lögin af- markist ekki af vilja fólksins í landinu: „Ef við værum hávær og opin með að vilja að landið sé opnara myndu stjórnvöld kannski haga sinni stefnu eftir því.“ Katrín segir reynsluna hafa haft mikil áhrif á alla sem að þátta- gerðinni komu: „Hælisleitendur líta oft á fjöl- miðla sem mögulegan bjargvætt og það var erfitt að þurfa að útskýra að í raun gætum við lítið gert til að hjálpa þeim beint.“ Þau Katrín og Unnsteinn taka þátt í öllum stigum framleiðsl- unnar frá hugmyndavinnu til klippingar, en Katrín hefur einnig sinnt lögfræðinámi í HR frá byrjun Hæpsins og mun starfa sem flug- freyja í sumar. Þrír þættir eru eftir af þessari seríu Hæpsins og verður umfjöll- unarefni næsta þáttar einfaldlega strákar. „Það er áhugaverðast fyrir mig að skoða hluti sem ég hafði fyr- irfram ákveðnar hugmyndir eða jafnvel fordóma fyrir og uppræta þá í kjölfarið,“ segir Katrín. Þó markhópur Hæpsins sé ungt fólk er áhorfendahópur þáttarins fjölbreyttur. Katrín segir heldri konur, sem sitja yfir í prófum hjá henni í HR, til dæmis oft hnippa í hana og hrósa þættinum: „Svo hringir amma eftir hvern þátt og tilkynnir mér hvort hún sé ánægð með efni þáttarins eða ekki. Hing- að til var hún ánægðust með landamæraþáttinn og síst ánægð með þann sem við gerðum um kyn- líf og rómantík – sem er kannski skiljanlegt.“ Hélt að landið okkar væri opnara Katrín Ásmundsdóttir er þáttastjórnandi Hæpsins, lögfræðinemi og verð- andi flugfreyja sem hefur mestan áhuga á að fjalla um hluti sem hún sjálf hafði jafnvel fordóma fyrir. Hún segir þætti Hæpsins um landamæri hafa óvænt orðið að fimm mánaða langri rannsóknarblaðamennsku. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Katrín Ásmundsdóttir segir margt hafa komið sér á óvart við rannsókn Hæpsins á landamærastefnu Íslands. Mynd | Hari Vinnustofan Stofna nýtt ríki í skrifstofu úti á Granda Kortagerð, forritun og kvikmyndagerð kemur saman í vinnurým- inu Reykjavík Coworking Space úti á Granda. Peter og René eru tveir þeirra sem nýta sér rýmið í sinni vinnu, en þeir vinna nú að verkefni sínu Rockall, einskonar frumkvöðlaverkefni þar sem loka- markmiðið er risastórt í sniðum: Að búa til nýtt land á eyju milli Bretlands og Íslands sem þeir kalla Rockall: „Verkefnið snýst um að opna umræðuna um hvernig heimurinn virkar og hvernig við vilj- um hafa samfélag,“ segja þeir. Fyrst ætla þeir þó að prófa sig áfram með frumgerð Rockall á auðu svæði í Slippnum hér á Íslandi. Þessa vikuna standa þeir í ströngu við að bóka ræðumenn og listamenn á svæðið og safna fyrir verkefninu með hópsöfnun á netinu. „Þeir sem vinna hér enda oft á að starfa saman á einhvern hátt. Fólk vinnur hér mislengi svo það er mikið flæði af nýju fólki sem kemur með nýja orku og hugmyndir, sem er frábært,“ segir René. | sgþ 50 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.