Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 19.08.2016, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 19.08.2016, Qupperneq 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 Offjárfestingar enda með fjöldagjaldþrotum og kreppu Ágúst Einarsson segist ekki eiga von á því að fólk komi aftur og aftur til að fara gullna hringinn. Mynd | Hari Ferðaþjónusta Fyrrum háskólarektor á Bifröst líkir uppsveiflu í ferðaþjónustu við bankaútrás, fiskeld- is- og loðdýraævintýrin á níunda áratugnum. Hann telur menn fara of geyst í uppbyggingu hótela og varar við gullgrafaraæði. Nær væri að leggja áherslu á færri og efnaðri ferðamenn. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Þessi ævintýralegi vöxtur í fjölda ferðamanna er ekki kominn til að vera og offjárfesting í ferðamanna- iðnaði á eftir að enda með fjölda- gjaldþrotum og kreppu,“ segir Ágúst Einarsson, hagfræðingur og fyrrverandi háskólarektor. Hann bendir á að fjölmörg sambærileg dæmi sé að finna í íslenskri at- vinnusögu þar sem bjartsýnin hafi tekið völdin og slegið menn blindu. Að mati Ágústs Einarssonar er ferðamannaævintýrið einfaldlega sápukúla sem á eftir að springa, eins og síldarævintýrin, á þriðja áratugnum og þeim sjöunda, loð- dýraeldið á áttunda og níunda áratugnum, þegar allir gengu af göflunum og ætluðu að auðgast á loðdýrum. „Fiskeldið á níunda áratugnum, var stærsta framför- in í sjávarútvegi en líka skólabók- ardæmi um hvernig hægt er að fara of geyst, offjárfesta og klúðra dæminu og missa af lestinni,“ segir Ágúst en þessum tveimur atvinnu- greinum var haldið gangandi af opinberum sjóðum löngu eftir að öll von var úti um að þær bæru sig. „Og bankakreppan er öllum í fersku minni. Hún var ekki sér- íslenskt fyrirbæri en það var þó svo sannarlega séríslenskt að bankarn- ir væru margfalt stærri en þjóðar- búið og að allt fjármálakerfið hafi hrunið.“ Ágúst segir að þótt það komi nokkrar milljónir ferðamanna á ári til margra landa sé það óalgengt að fjöldinn nemi margföldum íbúa- fjölda. „Fólk fer aftur og aftur til New York og London til að njóta þeirrar menningarlegu upplifun- ar sem þar er í boði. Það er ólík- legt að sama fólk fari að koma hing- að á hverju ári til að fara gullna hringinn. Við erum að fá jafn- marga ferðamenn til landsins og nemur þreföldum íbúafjölda lands- ins. Núna breyta menn öðru hverju húsi í gistiheimili og það er verið að byggja ný hótel, hvert sem litið er. Það er allstaðar reiknað með að fjölgunin haldi áfram. Keflavíkur- flugvöllur er löngu sprunginn og flugfélögin anna ekki eftirspurn, því er mætt með því að minnka kröfur til flugmanna og draga úr öryggi. Þessi hugsunarháttur ligg- ur í genunum okkar og reynslan kennir að þetta endar bara á einn veg, með kreppu.“ Ágúst bendir á að ferðaþjón- usta haldist yfirleitt í hendur við lág laun. Lífskjör í helstu ferða- mannalöndunum, til dæmis við Miðjarðarhaf eru ekki góð. Þar séu í boði láglaunastörf fyrir almenn- ing, aðallega við matseld og þrif. „Ísland komst í tísku skömmu eftir gosið í Eyjafjallajökli og það fer úr tísku aftur, ekkert bendir til þess að þessi vöxtur haldi áfram. Samt höldum við áfram að keyra á sama vegginn aftur og aftur og setjum engin mörk og gætum ekki að umgengni um náttúruna. Þess vegna erum við ekki að fá þær tekj- ur sem við annars gætum haft á meðan þetta varir. Við ættum að leggja áherslu á færri ferðamenn en dýra og vanda þjónustu,“ seg- ir Ágúst. Hann segir að Íslendingar hafi oftast verið fljótir að vinna sig út úr fjármálakreppum en til lengri tíma hafi þær ekki einung- is tímabundin áhrif á lífskjör í landinu heldur breytist samsetn- ing þjóðarinnar. Margt ungt fólk fari úr landi og langskólagengið fólk sem fær ekki vinnu. „Fleiri Íslendingar flytja frá landinu en til landsins vegna fábreytni í at- vinnulífinu en verkafólk erlendis frá gerir það að verkum að fleiri flytjast til landsins en frá því, eins og staðan er í dag. Það dæmi gæti snúist hratt við ef kreppir að eins og við þekkjum.“ Ísland verður áfram eftirsóttur ferðamannastaður Reiknað er með að gjaldeyristekjur vegna ferðamanna verði um 450 milljarðar á þessu ári en þær voru 370 í fyrra. Fjöldi ferðamanna hefur þrefaldast á fimm árum en þeir verða að líkindum um 1,7 milljarðar á þessu ári. Með sama áframhaldi verða ferðamenn um þrjár milljónir árið 2020 og fimm milljónir árið 2022. 2015 2016 370 milljarðar 450 milljarðar Gjaldeyristekjur vegna ferðamanna „Ég get með engu móti tekið undir þetta,“ segir Helga Árna- dóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka um ferðaþjónustu. „Það er ekkert í kortunum sem bendir til annars en að Ísland verði áfram eftirsóttur ferðamannastaður þótt við reiknum auðvitað með að það dragi úr vexti greinarinn- ar á næstu árum og hann verði, þegar fram líða stundir, nær því að vera 3 til 5 prósent á ári eins og hann er að meðaltali á heims- vísu.“ Helga Árnadóttir segir að greinin sé með ákveðna vaxt- arverki en það hafi verið unnin þrotlaus vinna við að styrkja alla innviði og bæta þjónustu. Þá hafi verið unnið markvisst að því að dreifa ferðamönnum á allt árið og að þar hafi árangur náðst. „Þá höfum við byggt mikið af hótelum og nýtingin allt árið er að batna mikið. Má heita að árs- tíðasveifla heyri sögunni til hvað varðar nýtingu á höfuðborgar- svæðinu. Ferðamönnum hefur almennt fjölgað mjög mikið, ekki bara hér heldur á heimsvísu. Á síðasta ári komu t.a.m. aðeins 0,2% ferðamanna á ferðalagi um Evrópu til Íslands. Ímynd þjóðar- innar og landsins er mjög sterk og gestrisni mikil sem spilar mjög sterkt inn í upplifun ferða- mannsins. Sjálfbær nýting nátt- úrunnar og uppbygging í sátt við landsmenn alla er grunnur að farsælli þróun greinarinnar til langrar framtíðar.“ Helga segir að það þurfi þó til að mynda að endurskoða lög um ferðamál, þar sem tekið sé á umgjörðinni í kringum grein- ina, eftirfylgni og viðurlögum. „Lögin eru úrelt og það þarf að styrkja þessa innviði til að koma í veg fyrir að þeir sem hafa skammtímaarðsemi að leiðar- ljósi nái að skemma markaðinn því auðvitað eru til einstaklingar sem tjalda bara til einnar nætur. Það á þó ekki við um ferðaþjón- ustuna sem heild. Á Íslandi eru rúmlega 2600 fyrirtæki starf- andi í ferðaþjónustu og eru lang- flest þeirra að vinna mjög fag- lega. Þetta er ung atvinnugrein en við erum að byggja hratt upp og styrkja undirstöðurnar. Stað- reyndin er sú að við fáum ekki betur borgandi ferðamenn hing- að, nema bæta þjónustuna, til að mynda fjölga góðum veitingahús- um, auka vöruúrval og byggja ráðstefnuhótel. Þetta helst allt í hendur.“ | þká Fáum ekki betur borgandi ferðamenn nema bæta þjónustuna, segir Helga Árnadóttir. Besta ráðið til þess að tryggja öryggi katta er að halda þeim inni. Hvergerðingar eiga að halda köttum innandyra Kattamorð Niðurstöður liggja fyrir vegna krufn- ingar á ketti sem fannst dauður í Hveragerði í síðustu viku. Í ljós kom að hann varð fyrir samskonar eitrun og þeir kettir sem fundust dauðir í bænum fyrir næstum ári síðan. „Þarna virðist vera um sömu ein- kenni að ræða,“ segir Gunnar Þor- kelsson, héraðsdýralæknir Suður- umdæmis, en Matvælastofnun lét kryfja tvo ketti til þess að komast að því hvort eitrað hefði verið fyrir þeim í Hveragerði fyrr í mánuðin- um. Ljóst er að eitrað var fyrir öðr- um þeirra, en beðið er niðurstöðu í hinu tilfellinu. Gunnar óttast þó það versta þar. „Af lýsingum að dæma þá var þar um svipuð ein- kenni að ræða,“ segir hann. Það er klárt brot á dýra- verndarlögum að eitra fyrir dýr- um með þessum hætti. „Og það er andstyggilegt að mönnum skuli láta sér detta þetta í hug,“ bætir Gunnar við. Málið er á borði lögreglu sem leit- ar að sökudólgnum en rannsókn- in er erfið. „Þarna fer einhver um í skjóli nætur og eitrar fyrir köttum,“ segir Gunnar sem segir erfitt fyrir lögreglu að finna einhvern söku- dólg. Aðspurður segir Gunnar að lögreglan taki málið mjög alvar- lega. Spurður hvaða ráð sé hægt að gefa kattaeigendum í bænum, svar- ar Gunnar: „Eina ráðið er að halda köttunum inni.“ |vg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.