Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 19.08.2016, Page 6

Fréttatíminn - 19.08.2016, Page 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 Heilbrigðismál Læknadeild Háskóla Íslands bað um fund með Siðfræðistofnun skólans út af bréfi um plastbarkamál- ið. Ágreiningsefnið er meðal annars hvort rannsaka þurfi málið sérstaklega á Íslandi eða ekki. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd íhugar nú hvort rannsaka þurfi málið á Íslandi en nokkrar rannsókn- ir fara fram á því í Svíþjóð. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Læknadeild Háskóla Íslands er ósátt við Siðfræðistofnun skólans vegna ummæla þriggja siðfræðinga um plastbarkamálið svokallaða í bréfi til heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, í lok mars. Í bréf- inu færðu siðfræðingarnir rök fyrir því að gera þyrfti sérstaka rannsókn á málinu á Íslandi. Þar var plast- barkamálið kallað „eitt alvarlegasta siðferðisslys í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum“ og bent á mik- ilvægi þess að sett yrði á fót „sér- stök rannsókn“ á málinu á Íslandi. Greint var frá bréfinu í fjölmiðlum í lok maí. Plastbarkamálið er alþjóðlegt hneykslismál sem snýst um að- gerðir ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarinis á Karolinska-sjúkra- húsinu í Svíþjóð á árunum 2011 til 2013. Í aðgerðunum græddi Macchi- arini barka úr plasti í nokkra sjúk- linga, meðal annars Andemariam Beyene, Erítreumann sem búsettur var á Íslandi, án þess að aðgerðar- formið hefði verið kannað vís- indalega og prófað á dýrum áður. Læknir Andemariams, Tómas Guð- bjartsson, kom honum til meðferð- ar á Karolinska-sjúkrahúsið vegna krabbameinsæxlis í hálsi vorið 2011. Plastbarkinn virkaði aldrei sem skyldi og lést Andemariam í ársbyrjun 2014. Forseti læknadeildar Háskóla Ís- lands, Magnús Karl Magnússon, segir að deildin hafi óskað eftir fundi með Siðfræðistofnun vegna rangfærslna sem komið hafi fram í bréfi Siðfræðistofnunar. Með- al þess sem deildin gagnrýnir er að Siðfræðistofnun leyfi sér að kalla plastbarkamálið „siðferðis- slys“ áður en niðurstöður liggja fyrir úr rannsóknum á málinu. „Grundvallaratriði er að rannsókn fari fram og niðurstöður liggi fyr- ir áður en slíkar fullyrðingar eru settar fram. Þarna eru fullyrðingar eins og „plastabarkamálið“ sé eitt alvarlegasta siðferðisslys á Norður- löndunum og að hérlend yfirvöld þurfi að upplýsa hvað fór úrskeiðis hér á landi.“ Fundur fulltrúa lækna- deildar og Siðfræðistofnunar fór fram í viðurvist rektors, Jóns Atla Benediktssonar, um mánaðamótin júní-júlí. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, segir það ekk- ert launungarmál að skiptar skoð- anir séu um málið en vill annars ekki tjá sig um deiluna. Skoðana- munur Siðfræðistofnunar og lækna- deildar snýst meðal annars um að Siðfræðistofnun vill láta gera sjálf- stæða rannsókn á málinu á Íslandi á meðan læknadeild telur nóg að sænskir aðilar rannsaki málið heild- stætt en nokkrar rannsóknir á mál- inu fara fram í Svíþjóð. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort Alþingi geri sérs- taka rannsókn á málinu. Þetta seg- ir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, en nefndin fundaði um málið föstudaginn 12. ágúst síðast- liðinn: „Við munum fá fleiri aðila á okkar fund, meðal annars Land- læknisembættið, og fá þeirra sýn á málið en engar ákvarðanir hafa ver- ið teknar. Við munum skoða þetta mjög vel en það er ekki komið að okkar ákvörðun.“ Stofnanir Háskóla Íslands deila um plastbarkamálið Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini. „Grundvallaratriði er að rannsókn fari fram og niðurstöður liggi fyrir áður en slíkar fullyrðingar eru settar fram.“ Magnús Karl Magnússon, forseti lækna- deildar Háskóla Íslands Stjórnmál Ekkert samráð var haft við sveitarfélögin áður en ákveðið var að leggja fram frumvarp um leiðir til fyrstu kaupa á fasteign. Reikn- ingurinn verður sendur með þögninni. Þetta kemur fram í viðtali við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur. Alls gætu sveitarfélög á Íslandi orðið af 15 milljörðum í útsvarsgreiðsl- ur verði frumvarps ríkisstjórnar- innar um kaup á fyrstu fasteign í gegnum viðbótarlífeyrissparnað að veruleika. Það er mat Sambands íslenskra sveitarfélaga en minnisblað sam- bandsins var kynnt á fundi borg- arráðs Reykjavíkurborgar í gær. Samkvæmt minnisblaðinu bitnar úr- ræðið helst á Reykjavíkurborg sem verður af útsvarstekjum upp á 637 milljónir króna. Þau sveitarfélög sem tapa mest á loforðinu, auk Reykjavík- ur, eru Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær. „Ég held að allir hljóti að vera sammála um að það sé óásættanlegt að sækja þetta inn í skólastofurnar og skera þetta af velferðarþjónustu sveitarfélaga,“ segir Dagur og bætir við: „Það hefur ennþá ekki verið efnt að bæta sveitarfélögunum tekjutap vegna fyrri aðgerða ríkisstjórnarinn- ar sem reiknast vera um 5 milljarðar. Og nú eiga að bætast við aðrir 10.“ Þarna vitnar hann til skuldaleið- réttingarinnar svokölluðu en það er ljóst að fjárhagsstaða borgarinnar er erfið þessa stundina, og því kemur málið borgarstjórn í opna skjöldu. Dagur segir að næsta skref Sam- taka sveitarfélaga sé að sækja bætur vegna málsins, bæði vegna þessa frumvarps, en einnig vegna skuldaleiðréttingarinnar svokölluðu. Spurður hvort eitthvert samráð hafi verið haft við sveitarfélögin vegna málsins svarar Dagur: „Svarið er nei. Það var ekki talað við sveitar- félögin fyrir fyrri aðgerðirnar. Og heldur ekki þessar. Það virðist eiga að senda þeim reikninginn með þögninni. En það mun að sjálfsögðu enginn sætta sig við það.“ | vg Reikningur vegna kosninga­ loforðs sendur með þögninni Dagur B. Eggertsson segir sveitar- félögin ekki sætta sig við að greiða reikning kosningaloforðsins án þess að fá bætur á móti. Fjölbreytt úrval heilsukodda FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI Upplifðu tilfinninguna að svífa í þyngdarleysi Stillanleg heilsurúm í sérflokki T E M P U R ® H Y B R I D H E I L S U DÝ N A N Frumlegasta hönnun TEMPUR til þessa! Leiðrétting Fram kom í frétt um Rafal Nabakowski, sem er grunaður um skotárás á bíl í Breiðholti, að hann hefði áður verið dæmd­ ur fyrir hrottalega líkamsárás, frelsissviptingu og að hafa neytt foreldra fórnarlambsins til þess að afhenda sér verðmæti. Við dóm héraðsdóms var tekið mið af þessum ásökunum fórn­ arlambsins við refsingu, en dóm­ ur var mildaður um þrjá mánuði í Hæstarétti. Meðal annars á þeim forsendum að Rafal var ekki ákærður fyrir að svipta manninn frelsi sínu og neyða foreldrana til þess að afhenda sér muni úr hans eigu. Hann var því ekki sakfelldur fyrir þau brot eins og fram kom í Frétta­ tímanum í síðustu viku, heldur eingöngu sakaður um það af hálfu fórnarlambs. Beðist er velvirðingar á mistökunum. | vg

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.