Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 19.08.2016, Síða 8

Fréttatíminn - 19.08.2016, Síða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 Eggert Skúli Jóhannesson og Gunnar Bender eru grunaðir um að reyna að svíkja háar fjárhæðir út úr Ábyrgðasjóði launa. Gunnar krafðist þess að sjóðurinn greiddi honum laun sem tvö fyrirtæki tengd Eggerti skulduðu honum. Svo stofn- uðu þeir saman Hjálpar- samtök fyrir bágstödd börn, hrundu af stað peningasöfn- un og reyndu að leyna því að þeir stæðu að baki henni. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Eggert Skúli Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Hjálparsamtaka bágstaddra barna, á að baki skrautlegan viðskiptaferil. Hann var nýlega lýstur gjaldþrota og hefur braskað með ýmis fyrirtæki, bæði á Íslandi og í Noregi. Meðal annars hefur hann fengist við sölu á bátum, kvóta og harðfiski. Samkvæmt heimildum Frétta- tímans hefur Eggert Skúli einnig komið að vefsíðunni icelandicin- fo.is ásamt syni sínum, Jóhannesi Gísla Eggertssyni. Sonurinn hefur afplánað dóm fyrir að svíkja pen- inga út úr fólki á netinu. Jóhannes Gísli hefur að undanförnu reynt að byggja upp viðskipti á netinu á ný, með því að stofna fjölmargar vefsíður. Kveðinn var upp gjaldþrotaúr- skurður í héraðsdómi Reykjaness yfir Eggerti Skúla þann 30. nóv- ember síðastliðinn. Skömmu síðar vöknuðu grunsemdir um að hann væri að reyna að svíkja peninga út úr Ábyrgðasjóði launa, í slagtogi við gamlan félaga sinn, Gunnar Bender, formann Hjálparsamtaka bágstaddra barna. Erla Skúladótt- ir héraðsdómslögmaður var þá skipaður skiptastjóri í þrotabúi Eggerts Skúla. „Ég er enn að vinna í skiptunum og þeim er ólokið. Það er verið að fara út í öll horn í málinu, meðal annars að skoða ít- arlega kröfulýsingar,“ segir Erla. Grunsamlegar kröfur Samkvæmt heimildum Frétta- tímans voru það kröfur í þrotabú nokkurra fyrirtækja, tengd Egg- erti, sem fyrst fengu viðvörunar- bjöllur til að hringja. Hlutverk Ábyrgðasjóðs launa er að ábyrgj- ast greiðslu á vangoldnum launum starfsmanna fyrirtækja sem farið hafa í þrot. Starfsmennirnir gera þá kröfur í þrotabú fyrirtækjanna og geta fengið launin sín greidd úr ábyrgðasjóðnum. Það þótti sérstakt að Gunnar Bender væri með að minnsta kosti tvær kröfur í Ábyrgðasjóð launa vegna fyrirtækja sem tengjast Eggerti Skúla Jóhannessyni. Átti Gunnar að hafa unnið hjá fyrir- tækjunum um langt tímabil, að minnsta kosti 6 mánuði, án þess að fá greitt fyrir. Samkvæmt heim- ildum Fréttatímans hafði Gunnar ekkert fengið upp í kröfur sínar frá vinnuveitendunum fyrrver- andi. „Okkur þykir alltaf sérstakt þegar fólk hefur unnið hjá fyrir- tækjum um langan tíma án þess að fá greitt fyrir. Þá veltir mað- Eggert Skúli víða sakaður um svik ur því fyrir sér á hverju það lifir,“ segir Gísli Davíð Karlsson, lög- fræðingur hjá Ábygðasjóði launa. Haldinn var sérstakur fundur í sjóðnum þar sem farið var yfir þær kröfur sem gerðar voru í fyr- irtæki sem Eggert Skúli tengist. Meðal annars til að ræða hvernig á því gæti staðið að Gunnar hefði í tvígang unnið fyrir fyrirtæki tengd Eggerti Skúla, án þess að fá greitt fyrir. Stjórn sjóðsins hefur nú málið til umfjöllunar. Vafi á tengslum mannanna „Verið er að skoða nokkur af þeim þrotabúum sem eru til afgreiðslu hjá sjóðnum. Það hafa komið upp mál á þessu ári, þar sem starfs- menn Ábyrgðasjóðs launa hafa haft grunsemdir um að verið sé að reyna að svíkja fé út úr sjóðnum. Við höfum séð það nokkrum sinn- um að menn kaupi fyrirtæki sem eru á leiðinni í gjaldþrot, skrái hjá því starfsmenn og svo þegar félagið fer í þrot, þá eru lagðar inn körfur til Ábyrgðasjóðs launa, vegna þess að þessir starfsmenn fengu aldrei greidd laun,“ segir Gísli Davíð. -Eru það mál þessara einstak- linga? „Því get ég ekki svarað.“ -Hafið þið synjað einhverjum um endurgreiðslu launa, vegna grunsemda um mögulegt svindl? „Já, við höfum hafnað kröfum þegar verulegur vafi hefur leikið á að sá sem gerir kröfuna, hafi raun- verulega unnið hjá fyrirtækinu. Svo könnum við alltaf málin betur þegar sömu nöfnin koma fyrir aft- ur og aftur.“ Heimildir Fréttatímans herma að Ábyrgðasjóður launa hafi kraf- ist ganga sem gætu sýnt fram á að Gunnar Bender hafi raunverulega verið starfsmaður hjá fyrirtækj- um tengdum Eggerti Skúla. Við fyrstu athugun virtist ekkert bók- hald vera til hjá fyrirtækjunum og launaseðlarnir þóttu ótrúverð- ugir. Málið gæti því endað fyrir dómstólum en það kemur í ljós á næstu dögum hvað stjórn sjóðsins hyggst gera. Glansmynd af samtökunum Sú spurning vaknar óhjá- kvæmilega, hvers vegna Gunn- ar Bender ákvað skömmu eftir að hafa krafist vangoldinna launa frá Eggerti, að stofna með honum Hjálparsamtök bágstaddra barna. Við fyrstu sýn virðast Hjálparsamtökin þarft framtak sem hafa það að leiðar- ljósi að bæta kjör barna sem búa við fátækt. Lögreglan hefur hins- vegar tekið samtökin til skoðun- ar eftir nokkrar ábendingar um undarlega peningasöfnun þeirra. Fréttatíminn sagði frá því fyrir hálfum mánuði að hin nýstofn- uðu Hjálparsamtök bágstaddra barna, hefðu hafið söfnun á netinu. Glæsileg heimasíða var opnuð á slóðinni hjalparsamtok. is og fjöldapóstur var sendur út, þar sem óskað var eftir pening- um því neyðin væri sár. Vitnað var í skýrslur UNICEF um bágar aðstæður barna á Íslandi og birtar fallegar myndir af börnum. Það var aðeins einn hængur á söfn- uninni. Engin leið var að rekja hver stóð að baki henni. Heim- ilisfang samtakanna var Ármúli 4, þar sem skrifstofuútleigufyr- irtæki er til húsa en samtökin voru ekki með neina starfsemi. Reyndar hafa all nokkur fyrirtæki tengd Eggerti verið skráð til húsa í Ármúla. Símanúmer samtak- anna, sem birt var á heimasíð- unni, var óskráð. Hvergi var þess getið hver bar ábyrgð á söfnuninni eða með hvaða hætti peningun- um yrði miðlað til fátæku barn- anna. Í stofngögnum samtakanna hjá Ríkisskattstjóra kom í ljós að ábyrgðarmenn samtakanna voru þeir Gunnar Bender og Eggert Skúli Jóhannesson. Sagðist ekki tengjast samtökunum Fréttatíminn hafði þá samband við Gunnar Bender til að spyrja hann um peningasöfnunina og samtökin. Gunnar vildi sem minnst tjá sig og sagðist einungis hafa verið fenginn til að að- stoða samtökin við markaðsmál. Hann svar- aði hverri spurningu með því að vísa á Eggert Skúla, sem hann sagði aðal- mann- inn í sam- tök- un- um. Síð- ar kom í ljós að Gunn- ar titlaði sig sem formann samtak- anna, með- al annars í tölvu- póstum til UNICEF. UNICEF hafði nefni- lega sent hjálpar- samtökunum póst með athugasemd- um um hvernig vitnað var í þeirra Gunnar Bender Gunnar Bender er þekktur fjöl­ miðlamaður sem hefur í ára­ raðir fjallað um veiði í fjölmiðl­ um. Hann starfaði lengst af á DV, síðar á Fréttablaðinu, mbl. is og í fyrra var hann með sjón­ varpsþáttinn Við árbakkann á Hringbraut. Gunnar er skráður formaður í Hjálparsamtökum bágstaddra barna, en sagðist í samtali við Fréttatímann aðeins hafa verið fenginn til að aðstoða samtökin við markaðs­ mál. Hjálparsamtök bágstaddra barna voru stofnuð í lok júlí. Heima- síða þeirra er glæsileg og þar eru gefin fögur fyrirheit um styrk við fátæk börn. Myndirnar eru af heimasíðunni. Eggert Skúli Jóhannesson Eggert Skúli Jóhannesson hefur komið víða við í við­ skiptalífinu og hefur komið að ótalmörgum fyrirtækjum. Hann rak skipasöluna Bátur og kvóti ásamt föður sínum, kom að Fisksölunni ehf og seldi meðal annars íslensk­ an harðfisk í Noregi. Þá hefur hann komið að icelandicinfo.is ásamt syni sínum, Jóhannesi Gísla, sem hefur verið dæmdur fyrir að svíkja peninga út úr fólki á netinu. Sú spurning vakn- ar óhjákvæmilega, hvers vegna Gunnar Bender ákvað skömmu eftir að hafa krafist vangoldinna launa frá Eggerti, að stofna með honum Hjálparsamtök bágstaddra barna.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.