Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 19.08.2016, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 19.08.2016, Qupperneq 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 skýrslur á heimasíðu hjálpar- samtakanna. Í opinberri skráningu Hjálp- arsamtaka bágstaddra barna er Gunnar Bender skráður formaður. Fréttatíminn hafði þá samband við Eggert Skúla og tók við hann stutt viðtal sem birtist í blaðinu 5. ágúst. Að viðtalinu loknu hringdi Eggert svo sérstaklega í Frétta- tímann, til að hnykkja á því að Gunnar Bender væri sannarlega formaður samtakanna. Þeir hefðu rætt saman í síma og það væri al- veg á hreinu. Í samtali við Fréttatímann sagði Eggert Skúli að til stæði að fyrsta úthlutun samtakanna yrði í október. Þremur dögum eftir umfjöllun blaðsins um nafnlausa peninga söfnun Hjálparsamtak- anna, var tilkynnt að heimasíðu þeirra að þau hefðu styrkt Mæðra- styrksnefnd með skóladóti fyrir sex ára börn. Þá var heimasíða uppfærð strax eftir samtöl við Fréttatímann, símanúmer samtakanna skráð á já.is og nöfn Gunnars og Eggerts Skúla skráð á síðuna. Á heimasíðunni stóð meðal annars:„Allt okkar starf byggir á frjálsum framlögum“. Ekkert starf var þó hafið hjá samtökunum þegar heimasíðan, með þessum orðum, var opnuð. Skömmu síðar var þess- um orðum breytt á síðunni. Ekki er vitað til þess að Gunnar Bender og Eggert Skúli hafi áður komið nálægt hjálparstarfi. Vill endurgreiðslu frá Hjálparsam- tökunum Aðstandandi fyrirtækis á höfuð- borgarsvæðinu var einn þeirra sem hreifst af framtaki Hjálpar- samtaka bágstaddra barna. „Eftir að hafa lesið frá þeim tölvupóst ákvað ég að fyrirtækið myndi styrkja söfnunina um nokkra tugi þúsunda og lagði inn á reikning samtakanna. Það gerði ég í góðri trú. Svo þegar við fórum að skoða málið betur, fannst okkur mjög skrítið að ekki væri neinstaðar nöfn á þeim sem voru með söfnun- ina. Ég hafði meira að segja deilt færslu frá samtökunum á Face- book-síðu fyrirtækisins og hvatt aðra til að styrkja þá líka. Ég fékk auðvitað sjokk þegar ég fattaði að þetta væri eitthvað skrítið, tók út færsluna og svo höfðum við sam- band við lögguna.“ Konan segir að Úr samþykktum Hjálparsamtaka bágstaddra barna. hún ætli að krefjast endurgreiðslu frá samtökunum. Fréttatíminn hefur kvittanir fyrir millifærslun- um undir höndum. Harðfiskframleiðendur saka Egg- ert um svik Viðskiptasaga Eggerts Skúla er nokkuð skrautleg en hann virðist tengjast mörgum fyrirtækjum án þess endilega að vera skráður tengdur aðili. Meðal þess má nefna Fisksöluna ehf. Alexandra ehf, K100, H32 og Icelandic Market and sale ehf svo eitthvað sé nefnt. Tvö þessara fyrirtækja eru vánúmer sem ríkisskattstjóri hefur afskráð með sérstökum úrskurði. Nokkrir harðfiskframleiðend- ur segja í samtölum við Frétta- tímann, að Eggert Skúli hafi svikið þá og ekki greitt fyrir fiskinn sem hann fékk frá þeim til endursölu fyrir nokkrum árum. Þar á meðal Ver ehf í Þorlákshöfn og harðfisk- sala á Vestfjörðum. Fréttatíminn ræddi einnig við mann sem var í forsvari fyrir harð- fiskframleiðanda á Akranesi fyrir nokkrum árum. Eggert Skúli sagð- ist geta komið harðfisknum á stór- an markað í Noregi og vildi fá að kaupa af honum fisk. Eftir nokkra mánuða viðskipti, þar sem Eggert Skúli borgaði samviskusamlega fyrir harðfiskinn sem hann fékk, fóru málin að breytast. Þá vildi hann fá meira magn og einnig fóru sögur af því að harðfiskurinn væri seldur í hús á Íslandi. Dag einn kom Eggert Skúli til harðfiskframleið- andans, sagðist hafa landað stórum samningi og vildi fá eins mikinn fisk og til væri á lager. Hann hafði af framleiðandanum talsvert magn af harðfiski, fyrir um það bil eina og hálfa milljón, en borgaði aldrei fyrir. Harðfiskframleiðandinn seg- ir Eggert Skúli hafa gefið á þessu loðnar skýringar og aldrei hafa gert upp skuldina. „Þegar ég lokaði á hann, sneri hann sér hinsvegar að næsta framleiðanda sem fór verr út úr þessu en við.“ Stærði sig af tengslum við Vítisengla Sigurður Jóhannsson tengdist með fjölskylduböndum útgerðarfélaginu Hvammi ehf í Hrísey, sem meðal annars seldi harðfisk. Hann seg- ist hafa slæma reynslu af Eggerti Skúla, sem hann kynntist lítillega fyrir fáeinum árum. Þá setti Eggert Skúli sig í samband við fyrirtækið og bauðst til að selja harðfiskinn í Noregi. „Það varð úr og Eggert Skúli fékk nokkrar sendingar af harðfiski til að fara með út. Í þessum bransa er algengt að greiðsla fyrir slíkar pantanir berist um einum og hálf- um mánuði eftir að fiskurinn hefur verið afhentur. Eggert Skúli fékk að minnsta kosti í þrígang um hundrað kíló af fiski, sem þá voru kannski 700 þúsund króna virði. Svo kom að því að hann vildi fá meira magn. Það endaði með því að hann fékk tvær sendingar með stuttu millibili fyrir samtals 1600 þúsund krónur. Hann hafði staðið í skilum á fyrstu sendingunum svo við höfum enga ástæðu til að vantreysta honum. En eftir að hann fékk tvær stórar sendingar, sáum við aldrei peninga frá honum. Hann sagði okkur alltaf að þeir væru á leiðinni, en svo borg- aði hann ekkert. Fyrir rest var hann ekkert nema kjaftur. Hann vissi að ég hafði búið í Noregi og státaði sig meðal annars af því að hafa tengsl við Vítisengla á svæðinu. Ég svaraði honum fullum hálsi og eftir þetta var eins og hann hyrfi af yfirborði jarðar. Hann lét ekkert ná í sig og skráði sig út af Facebook. Svo fór hann af stað aftur með Fisksöluna ehf. Sigurður Jóhannsson segir Eggert Skúla hafa hlaupist á brott eftir að hafa fengið harðfiskpöntun frá Hvammi ehf í Hrís- ey, fyrir meira en eina og hálfa milljón króna. Þegar gengið hafi verið eftir greiðslunni, á Eggert Skúli að hafa stært sig af tengslum við Vítisengla í Noregi. Davíð Gísli Karlsson, lögfræðingur hjá Ábyrgðasjóði launa, segir það vekja grunsemdir þegar fólk vinnur lengi hjá fyrirtækjum án þess að fá greitt fyrir. Gunnar Bender vill að Ábygðasjóðurinn greiði sér peninga vegna þess að fyrir- tæki tengt Eggerti hafi ekki borgað honum laun í marga mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.