Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 19.08.2016, Page 14

Fréttatíminn - 19.08.2016, Page 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 því að uppboð á aflaheimildum geti skilað miklu hærri gjöldum fyr- ir notkunarréttinn í ríkissjóð en nú- verandi reglur um kvótaúthlutun. Hina greinina skrifaði Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráð- herra, og sagði hann að uppboð á kvóta væri ekki til bóta þar sem það hefði ekki áhrif á þrjú meginmark- mið kvótakerfisins: Að tryggja sjálf- bæra nýtingu á fiskveiðiauðlindinni, að tryggja hagkvæmni og arðbærni fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem traustur rekstur þeirra væri alls ekki sjálfstæður og að tryggja at- vinnu og trausta byggð í landinu. Taldi Teitur að kvótakerfinu hefði einungis mistekist í þriðja þættin- um: Að viðhalda byggð úti á landi. Athygli vekur að í grein sinni talaði Teitur ekkert um að hvað væri eðli- leg og réttlát gjaldtaka ríkisins fyrir notkunarréttinn á aflaheimildum eða hvort uppboð á kvóta væri lík- legra til að skila meiri fjármunum til ríkisins en núverandi kerfi. Þegar litið er til stjórnmálaflokk- anna á Íslandi þá má segja að af- staða þeirra til uppboðsleiðarinnar sé sú að ríkisstjórnarflokkarnir eru báðir mótfallnir uppboðsleiðinni en Samfylkingin, Píratar og Björt framtíð eru fylgjandi henni á með- an Vinstri græn hafa sagt að þau vilji skoða hugmyndina um upp- boðsleið í ljósi reynslu Færeyinga – Vinstri græn hafa sem sagt ekki fullyrt að flokkurinn vilji fara upp- boðsleiðina. Getur Ísland farið Færeyjaleiðina? Torbjørn Trondsen segir, aðspurð- ur um hvort Ísland geti valið að fara sömu leið og Færeyingar og gjör- breytt kvótakerfinu í landinu, að vissulega sé það mögulegt en að eðlilega vakni upp margar „laga- legar spurningar“ þegar slíkum hugmyndum er velt upp. Hann segir hins vegar að í „praktískum, tæknilegum“ skilningi þá sé ekkert sem standi í veginum fyrir því að Ísland farið sömu leið og Færeyjar. Hann segir hins vegar að póli- tískur vilji þurfi að vera til staðar til að gera slíkar breytingar, líkt og nú sé raunin í Færeyjum. Torbjørn segir hins vegar að á Íslandi, líkt og Noregi, séu stórir hagsmunaðilar í sjávarútvegi sem berjist gegn slík- um breytingum; aðilar sem berjast gegn uppboði á kvóta vegna fjár- hagslegra hagsmuna sinna. Hann telur að samþjöppun á aflaheimild- um til nokkurra stórra fyrirtækja sé alls staðar í heiminum, allt frá Ís- landi til Síle og Nýja-Sjálands, fylgi- fiskur frjáls framsals aflaheimilda. „Viðskipti með kvóta hafa í öllum þessum löndum leitt til aukinnar eignasamþjöppunar í greininni sem fjársterkustu fyrirtækin drífa áfram,“ segir í skýrslunni. Þetta er þróun sem sannarlega hefur átt sér stað á Íslandi, eins og margoft hefur verið rætt í gegnum árin, og benti Þórólfur Matthíasson meðal annars á þessa staðreynd í grein í Fréttablaðinu í byrjun ágúst þegar hann sagði tíu stærstu sjávar- útvegsfyrirtæki landsins hafa far- ið frá því að ráða yfir 22 prósent- um kvótans árið 1990 og upp í að stýra 55 prósentum aflaheimilda árið 2015. Í skýrslu sinni ræðir Torbjørn um að stofna þurfi sérstakan kvóta- banka í eigu ríkisins sem tekur yfir allar núverandi af laheimildir í landi, auk nýrra aflaheimilda eftir því sem þær verða til, meðal annars með innkomu nýrra tegunda eins og makríls inn í fiskveiðilögsögu lands. Þessi kvótabanki muni svo leigja út notkunarréttinn á kvótan- um til þriggja mánaða og allt upp í tíu ára í senn. Í skýrslunni eru skýr viðmið um að eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu færeyskra aðila og sem gera út frá Færeyjum geti leigt kvótann. Um 1100 milljarða verðmæti myndu færast yfir í kvótabanka Aðspurður segir Torbjørn að þannig færist þau veð sem fyrir eru á aflaheimildum, eða á þeim skipum sem kvótinn er á hverju sinni, yfir í kvótabankann og veð- setningin einnig. Ríkið myndi þá halda áfram að greiða af þeim skuldum sem fylgja kvótanum með þeim leigutekjum sem fást fyrir aflaheimildirnar. Í skýrslunni rek- ur hann hvernig öll kvótaviðskipti þurfi að fara fram í gegnum kvóta- bankann og að viðskipti með kvóta á milli einkaðila séu ekki leyfileg. Slík yfirfærsla á kvóta, veðsettum eða óveðsettum, yfir í kvótabanka væri auðvitað ekki einföld leið að mati Thorbjørns en hann tel- ur hana vera mögulega. Ekki væri heldur um eignaupptöku að ræða þar sem aflaheimildirnar eru ekki eign útgerðanna sem nota þær þar sem stjórnarskráin á Íslandi kemur í veg fyrir að aflaheimildirnar séu skilgreindar sem eign útgerðanna. Miðað við markaðsvirði aflaheim- ilda nú um stundir – HB Grandi keypti nýleg kvóta og greiddi fyr- ir 2500 krónur á kíló – er heildar- verðmæti aflaheimilda á Íslandi rúmlega 1000 milljarðar króna. Þar af heldur HB Grandi á rúmlega 110 milljarða króna verðmætum, Samherji Ísland rúmlega 68 millj- arða króna, Þorbjörn í Grindavík á 56 milljörðum og Vinnslustöðin í Vestmanneyjum og FISK Seafood halda á tæplega 50 milljarða króna verðmætum í kvóta. Allur þessi kvóti myndi fær- ast yfir í kvótabankann af því tagi sem Thorbjørn ræðir um ef Ísland myndi innleiða sams konar kerfi og hann talar fyrir í sinni skýrslu. Þá myndu umrædd verðmæti að sjálf- sögðu einnig hverfa úr ársreikning- um umræddra sjávarútvegsfyrir- tækja. Verður uppboðsleiðin valin? En telur Thorbjørn að uppboðs- leiðin á aflaheimildum verði fyrir valinu á Íslandi og í Noregi líkt og Færeyjum. „Á Íslandi og í Noregi er staðan svipuð að því leyti að hags- munasamtök stóru sjávarútvegs- fyrirtækjanna hafa mikil völd og notkun aflaheimilda byggir á langri hefð í löndunum tveimur þannig að það er erfitt að segja hvað verður. En stór hluti Íslendinga er á móti kvótakerfinu í núverandi mynd þannig að opinber umræða um þetta er mikilvæg og eins að fólk velti þessu fyrir sér og taki þátt í umræðunni,“ segir Torbjörn. Eins og komið hefur fram í op- inberri umræðu, meðal annars í mati Össurar Skarphéðins- sonar, þingmanns Samfylkingarn- nar, má ætla að hugmyndin um uppboðsleiðina verði eitt af stóru málunum fyrir komandi þing- kosningar nú í október. „Ég spái því að uppboðsleiðin verði eitt af heitustu kosningamálunum…,“ sagði Össur fyrir skömmu. Afstaða Vinstri grænna til uppboðsleiðar- innar kann að skipta miklu máli í aðdraganda og eftir kosningarnar þar sem stjórnandstöðuflokkarn- ir núverandi, auk Viðreisnar, eru allir fylgjandi henni. Fari svo að núverandi stjórnarandstöðuflokk- ar reyni að mynda ríkisstjórn í ein- hverri mynd að afstöðnum kosning- um kann endanleg afstaða Vinstra grænna í uppboðsmálinu að hafa mikil áhrif í mögulegum stjórnar- myndunarviðræðum eftir kosn- ingarnar. Kvóti sjávarútvegsfyrirtækis- ins HB Granda, sem Kristján Loftsson útgerðarmaður er hluthafi í, er um 110 milljarða króna virði á markaði í dag. Upptaka uppboðskerfis í sjávar- útvegi gæti leitt til þess að sérstakur kvóta- banki tæki yfir þessar aflaheimildir og seldi þær hæstbjóðanda til tímabundinna afnota. ,,Markmið samfélagsins hlýtur að vera að fá sem mestar tekjur fyrir auð- lindir sínar.“ Torbjørn Trondsen, hagfræðingur við háskólann í Tromsö 20% afsláttur fram að Reykjavíkur- maraþoni Ingvar Hjartarson hlaupari

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.