Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 19.08.2016, Síða 38

Fréttatíminn - 19.08.2016, Síða 38
Það að vera „sendur í sveit“ er lífsreynsla sem færri og færri ungmenni kynnast á Íslandi. Á Rás 1 hefst í dag sex þátta heimildasería sem heitir Sendur í sveit og fjallar um þessa reynslu. Þar ferðast Mikael Torfason, rit- höfundur, aftur í tímann til þeirra ára þegar vist í sveit var hans veruleiki á sumrin. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Sveitabæirnir sem Mikael Torfason var sendur til á sumrin urðu sex talsins og nýlega ferðaðist hann um landið til að heimsækja þessa bæi, vopnaður upptökutæki og minnisbók. Hugmyndin var að velta fyrir sér fólkinu úr fortíð- inni og hvaða áhrif þessi reynsla hafði á hann. Þáttagerðin tengist bók sem Mikael er að vinna að um þessi ár í lífi sínu. Hún mun koma í kjölfar bókarinnar Týnd í Paradís sem Mikael skrifaði um foreldra sína og vakti nokkra athygli. „Minningar mínar frá þessum tíma eru allar mjög sterkar,“ segir Mikael. „Það er auðvitað svolítið svakalegt að ryðjast svona inn á sex ólík heimili og fá að kynn- ast nýjum fjölskyldum í nokkra mánuði. Við erum öll svo ólík en um leið eigum við mannfólkið svo ótal margt sameiginlegt. Þetta er auðvitað þversögn en þannig erum við líka, uppfull af stórum þversögnum.“ Mikael segir að ferðin um landið hafi breytt öllum hans minningum um þennan tíma. „Það er ekkert mál að halda í gremju og reiði unglingsins sem sendur var í sveit ef maður þarf aldrei að horfast í augu við sjálfan sig. Ég fékk alveg nýja sýn á þessi ár og líka nýja sýn á mig sjálfan. Ég hélt ég hefði verið algerlega óalandi og óferjandi en ég var víst líka góður og yndisleg- ur. Í mínum huga hafði ég verið þungur eftir löng veikindi í æsku en í huga þessa fólk var ég glaður og skemmtilegur strákur. Auðvit- að var ég líka þungur og erfiður en við erum svo ótrúlega flókin. Við höfum tilhneigingu til að ein- falda allt.“ Meðal síðustu sendinganna Mikael, sem er fæddur árið 1974, telur að hann sé meðal þeirra síðustu sem nær í þessa áður út- breiddu menningu, að senda börn í sveit. Hugsunin var oft að létta undir með foreldrum barna og passa að þau yrðu ekki að ómenn- um og letingjum í borginni. Svo var bændum mikilvægt að fá ung- linga til vinnu yfir mesta bjarg- ræðistímann. „Þetta hafa verið ótrúleg ár frá því ég fór fyrst í sveit strax eftir myntbreytingu 1980,“ segir Mika- el. „Hugsaðu þér hvernig lán þessa fólks hafa stökkbreyst og hversu margar fjölskyldur hafi þurft að hætta búskap. Ísland er fjandsam- legt fólki sem ekki erfir peninga og þarf að fjármagna sig með lán- um sem eru oft verri en lán hjá mafíunni í New York.“ Sveitinni var ætlað að herða menn og kenna þeim að vinna. Mikael er sammála því. „Ég hef alltaf haldið því fram að í sveitinni hafi ég lært að vinna. Ég hef haft tilhneigingu til að vera hörkudug- legur og þarf alltaf að vera að gera eitthvað. Eins og sannur bóndi. Í sveitinni lærði ég líka á fólk, sem hefur verið dýrmætt.“ Fyrsti þáttur í þáttaröðinni Sendur í sveit er á dagskrá Rásar 1 klukkan 10:15. Í honum er Mikael með hugann við vist sína í Drangs- hlíð undir Eyjafjöllum þangað sem hann fór sex ára gamall. Húsráð- endur þar höfðu þá ekki heyrt í honum í 36 ár. Í hverjum hinna sex þátta verður vistin á einum bæ skoðuð. 38 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 Mikki sendur í sveit Á síðustu mánuðum hefur Mikael Torfason, rithöfundur, heimsótt bæina þangað sem hann var sendur í sveit. Nú líta dagsins ljós sex útvarps- þættir um þessa reynslu og síðan bók í framhaldinu. Drangshlíð undir Eyjafjöllum var fyrsta sveitin þangað sem Mikael var sendur. Þar er nú rekið stórt gistiheimili en á þessari gömlu mynd sjást útihúsin. Mynd | drangshlid.is Eru ólympíuleikarnir tilbúnir fyrir svarta, intersex hlaupakonu? Caster Semenya keppir að öllum líkindum í úrslitum í 800 metra hlaupi kvenna á sunnudag klukkan 00.30, en undanúrslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Yfirburðir Caster Semenya í kvenna­ hlaupi eru milli tannanna á fólki í Ríó. Caster Semenyaa stimplaði sig inn sem hlaupastjörnu aðeins 18 ára gömul þegar hún vann gull í 800 metra hlaupi í Berlín með ótrúlegum yfirburðum og er nú spáð öruggu gulli í sömu grein á ólympíuleikunum í Ríó. Þátttaka hinnar suður-afrísku hlaupakonu í kvennahlaupinu hef- ur þó verið umdeild árum saman. Vöðvabygging Semenya þykir svipa til vöðvabyggingar karlmanns, rödd hennar er djúp og testosterón- magn í líkama hennar er meira en í flestum konum, eiginleikar sem að margra mati skilgreina hana líkam- lega sem intersex. Auk þess er hún yfirburðagóður hlaupari og lauk sem dæmi hlaup- inu í Berlín heilum 30 metrum á undan öðrum keppendum. Í kjölfar „kynjaprófs“, sem Sem- enya var skikkuð í, hefur hún þurft að taka inn hormón til þess að halda testosteróninu innan „eðli- legra“ marka, að mati íþróttasam- bandsins IAAF. Hún er þó alls ekki fyrsta inter- sex manneskjan sem tekur þátt í ólympíuleikunum og í kjölfar þess að intersex íþróttakonan Dutee Chand kærði ákvörðun IAAF um hormónainntöku til að halda niðri testosteróni og vann málið hefur Semenya hætt hormóna- inntökunni. Margir hafa gagnrýnt þáttöku Semenya á þeim forsendum að kvennahlaupið sé verndað sport og því mikilvægt að halda testosterón- magni keppenda innan einhverra marka. Aðrir hafa þó bent á að gagnrýn- in sé óverðskulduð og byggð á mis- munun. Ótrúlegt íþróttafólk, á borð við Michael Phelps eða Usain Bolt, hafi líka líkamlega yfirburði yfir aðra keppendur í sínum grein- um, en hefðu hins vegar aldrei orðið fyrir sama áreiti og Caster Semenya hefur þurft að þola vegna kyns síns. | sgþ Matartíminn Þann 27. ágúst auglysingar@frettatiminn.is | gt@frettatiminn.is | 531 3300 alla föstudaga og laugardaga

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.