Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 19.08.2016, Síða 65

Fréttatíminn - 19.08.2016, Síða 65
Unnið í samstarfi við Kramhúsið Allir sem nokkru sinni hafa komið í Kramhúsið eru sammála um að þar ríkir alveg sérstakur andi sem hvergi annars staðar fyrirfinnst. „Kramhúsið hefur verið starf- andi í 33 ár með barnastarf og frumkvöðlastarf í að kynna nýja dansmenningu fyrir landanum,“ segir Bryndís Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kramhússins. Börn á öllum aldri eiga auð- velt með að finna sér sína hillu í Kramhúsinu enda dansnámskeið af öllu tagi í boði. „Við fáum alltaf til okkar erlenda gestakennara sem koma með vinnustofur og halda námskeið. Á næstunni kem- ur Linnea frá Danmörku en hún er meistari í magadansi og svo kemur Athanahasia frá Aþenu að kenna fyrstu 3 vikurnar í nú- tímadansinum. Hún hefur meðal annars dansað með danshópi Pinu Bausch sem er með stærstu nöfn- um dansheimsins.“ Ódauðleg tónverk Í sumar var haldið afar vel heppn- að sumarnámskeið og kennara- námskeið og í framhaldi af því verður listasmiðja barna endur- vakin í vetur með Möggu Stínu, Aude og Ásrúnu. „Ásrún tekur að sér skapandi dans fyrir börn og nútímadans fyrir 4. til 10. bekk. Hún verður með nýja nálgun á dansinn, farið verður meira út í sköpun og nútímadans. Ásrún hefur verið að þróa kennsluað- ferðir í dansi með ungdómnum eins og sjá mátti í sýningum henn- ar GRLS og Made in Children. Að vanda mun svo Natasha sjá um breikdans á föstudögum. Hún hefur kennt hér í 15 ár og skap- að fjöldann allan af frábærum dönsurum,“ segir Bryndís. „Börn frá 6-9 ára skemmta sér í sköpun í Tónlistarleikhúsi hjá Möggu Stínu, þar sem samin eru ódauðleg tón- verk með frumsömdum texta.“ Gæðastundir fyrir fjölskyldur Yngstu börnin eru í höndum Guð- bjargar Arnardóttur. Guðbjörg hef- ur sérmenntað sig í kennslu fyrir börn og er mikill reynslubolti, að sögn Bryndísar. „Yngsti hópurinn kynnist húsinu með foreldrum sín- um en foreldrar geta líka dansað afró með börnunum. Sandra og Mamady leiða þátttakendur um ævintýralegt ferðalag um framandi menningu vestur-Afríku. Þetta er miklar gæðastundir fyrir fjölskyld- ur. Ekki má gleyma þeim duglegu 4 og 5 ára krökkum sem senda foreldra sína í kaffirölt meðan þeir læra tónlist og hreyfingu hjá Rögnu Skinner. Ragna kemur inn ný í vetur og endurvekur tónlist og hreyfingu sem var hér áður í Kramhúsinu með þeim Elfu Lilju og Nönnu.“ Ódauðleg tónverk og ævintýraleg ferðalög í Kramhúsinu Frumkvöðlastarf í 33 ár Allskonar fyrir fullorðna Fullorðið fólk ætti allt að finna sér eitthvað við sitt hæfi í Kramhús- inu. Meðal þess sem er í boði er afró, argentínskur tangó, Balkan, Bollywood, Beyoncé, burlesque, breikdans, nútímadans, Flamenco, Jane Fonda danssviti, magadans, zumba, Kizoma og ballett fyrir full- orðna. Einvalalið kennara Magga Stína, Ásrún Magn- úsdóttir, Natasha Royal og Ragna Skinner. Á myndina vantar Söndru, Mamady, Aude og Guðbjörgu. Myndir | Hari Fimleikar fyrir alla Þarf ekki alltaf að vera keppni Ekki bara keppni. Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu, segir síður en svo einungis afreksmannastefnu rekna hjá félaginu. Mynd | Hari Unnið í samstarfi við Gerplu Fimleikafélagið Gerpla er þekkt fyrir að hafa margt afreksfólk í sínum röð-um og fjölmennar afreks- deildir í bæði áhaldafimleikum og hópfimleikum kvenna og karla en því fer fjarri að það sé ein- göngu rekin afreks- mannastefna hjá félaginu. „Gerpla stendur fyrir svo miklu meira en bara afreks- starf,“ segir Olga Bjarna- dóttir, fram- kvæmdastjóri Gerplu. Meðal þess sem boðið er upp á eru fimleikar fyrir fatlaða, parkour, krílahóp- ar fyrir 3-4 ára þar sem foreldr- ar eru með börnunum og svo eru fimleikatímar fyrir 5 ára. „Frá og með 5 ára aldrinum eru börnin komin í grunnhópa. Þar læra þau grunninn, en áhersla er lögð á að efla hreyfiþroska, liðleika sem og almenna hreyfi- og styrktarþjálf- un. Í framhaldi af æfingum í grunn og framhaldshópum ákveða börn- in hvort þau vilji leggja þá fyrir sig sem keppnisgrein eða bara stunda fimleika sem sína líkams- rækt. Það þarf ekki að vera alltaf keppni,“ segir Olga og nefnir í því samhengi hópinn Fimleikar fyrir alla sem er vin- sælt námskeið innan Gerplu. „Þarna eru krakkar, bæði yngri og eldri, sem vilja ekki endilega keppa í fimleikum en vilja nota þá sem sína líkamsrækt.“ Þeir sem kjósa keppn- isdeildina geta valið um áhaldafimleika, hóp- fimleika og/eða stökkfimi. Fimleikar og jóga Fimleikar fyrir fullorðna er sívin- sælt námskeið en það er síður en svo þannig að allir sem það sæki séu í grunninn fimleikastjörn- ur. „Þetta er fyrir alla sem hafa áhuga á því að kynnast fimleik- um. Farið er í fimleikaþrek, teygjur og fjölbreyttar fimleikagrunnæf- ingar. Námskeiðið er að hluta einstaklingsmiðað því fólk kemur inn af götunni með mismunandi bakgrunn, sumir eru með fimleika- grunn og aðrir ekki, en allir eiga það sameiginlegt að vilja stunda góða líkamsrækt í skemmtilegum félagsskap.“ Í aðstöðu Gerplu er starfrækt jóga sem fimleikadeildin hefur verið að nýta sér í sífellt meiri mæli. „Foreldrar geta jafnvel sótt jógatíma meðan börnin eru á æfingu og við nýtum jóga fyrir meistaraflokkana okkar, keppn- isdeildina. Jóga hefur notið meiri vinsælda hjá strákunum en stelp- unum, en einhver hefði haldið að því væri öfugt farið,“ segir Olga. Fleiri stúlkur en drengir stunda fimleika, eins og staðan er núna, en að sögn Olgu eru drengir mjög öflugir framan af. Eftir 10 ára aldurinn snúa margir þeirra sér heldur að fótboltanum eða öðrum boltaíþróttum þó að það sé langt því frá algilt. „Áhaldafimleika- deild drengja frá 10 ára aldri er öflugust í Gerplu af félögunum á höfuðborgarsvæðinu og er það að þakka góðum þjálfurum og utan- umhaldi.“ segir Olga. …tómstundir kynningar5 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 „Þarna eru krakkar, bæði yngri og eldri, sem vilja ekki endilega kepp a í fimleikum en v ilja nota þá sem s ína líkamsrækt.“

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.