Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 27.08.2016, Side 4

Fréttatíminn - 27.08.2016, Side 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. ágúst 2016 Viðskipti Olíuverð í heimin- um er um það bil helmingi lægra en það var í heimin- um árið 2013. Olíufélagið N1 sýnir samt meiri framlegð af olíusölu en þá. Til marks um að lækkað olíuverð skili sér ekki til íslenskra neyt- enda. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Nærri þrisvar sinnum meira varð eftir í kassanum hjá olíufélaginu N1 vegna sölu eldsneytis á fyrri helm- ingi þessa árs en á sama tímabili árið 2013. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var framlegð N1, mis- munurinn á innkaups- og sölu- verði á eldsneyti auk kostnaðar við söluna, af sölu eldsneytis 27,7 prósent en 9,9 prósent árið 2013. Þetta er meðal þess sem sjá má í hálfsársuppgjöri N1 sem gert var opinbert á miðvikudaginn. N1 er skráð á íslenska hlutabréfamarkað- inn og er að langstærstu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða og er Lífeyr- issjóður verslunarmanna stærsti hluthafinn með 14,2 prósent. Bensínverð hefur lækkað mjög í heiminum á síðustu árum en þessi lækkun hefur ekki skilað sér með nægilega miklum hætti hlutfallslega til neytenda á Ís- landi. Sem dæmi lækkaði verð á tunnu af Brent-olíu um 57 prósent á einu ári, frá ágúst 2014 og þar til í ágúst 2015, en hún fór frá 116 Bandaríkjadölum og niður í um 50 dollara. Lítri af bensíni á Íslandi kostaði 260 krónur á Íslandi árið 2013 en tæplega 195 krónur hjá N1 á fimmtudaginn. Til marks um þessi lækkun á bensínverði hafi ekki skilað sér til neytenda á Íslandi í hlutfalli við lækkunina voru brúttótekjur N1 af sölu á eldsneyti tæplega 22 millj- arðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2013 en aðeins tæplega 10,3 milljarðar á fyrri helmingi þessa árs. Framlegð N1 út af sölunni á þessu ári var samt hærri en árið 2013: Tæplega 2,9 milljarðar í stað tæplega 2,2 milljarða árið 2013. Þrátt fyrir að tekjurnar af sölu eldsneytis hafi minnkað um rúman helming vegna lækkandi bensínverðs verður samt meira eft- ir í kassanum hjá N1 vegna á sölu á bensíni í ár en árið 2013. Fréttatíminn hringdi í Eggert Þór Kristófersson, forstjóra N1, til að spyrja hann um árshlutaupp- gjörið og bensínverð N1 og bað ritara hans um að biðja hann um að hringja í blaðið. Eggert hafði ekki samband. N1 græðir meira á bensíni þrátt fyrir hrun olíuverðs N1 skilar meiri fram- legð af bensínsölu nú en árið 2013 þrátt fyrir að tekjurnar af sölu bensíns hafi hríðfallið. Eggert Þór Kristófersson er forstjóri N1 en hann tók við af Eggerti Guðmundssyni í fyrra. Viðskipti Stærstu lífeyris- sjóðir landsins fengu fjár- festakynningu á kísilmálm- verksmiðju Thorsil en aðeins Almenni lífeyrissjóðurinn hefur ákveðið að setja fé í verkefnið, 350 milljónir króna. Þrír stærstu sjóðirnir eru enn að hugsa sig um en þrír ætla ekki að fjárfesta. Kísilverð í heiminum hefur lækkað um þriðjung á tveim- ur árum. Framkvæmdastjóri Thorsil segir verkefnið fullfjármagnað en að ganga þurfi frá því formlega. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Einungis einn af tíu stærstu líf- eyrissjóðum landsins hefur tekið ákvörðun um að fjárfesta í kísil- málmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Af tíu stærstu lífeyrissjóðunum hafa allir nema einn, Söfnunarsjóður líf- eyrisréttinda, fengið fjárfestakynn- ingu á verksmiðjunni en það er bara einn, Almenni lífeyrissjóðurinn, sem tekið hefur ákvörðun um að setja fé í hana. Þetta kemur fram í svörum frá framkvæmdastjór- um stærstu lífeyrissjóðanna við spurningum Fréttatímans. Verð- bréfafyrirtækið Arctica Finance sá um fjárfestakynningarnar fyrir Thorsil. Meðal eigenda Thorsil eru Þorsteinn Már Baldvinsson, Einar Sveinsson og Eyþór Arnalds. Fjármögnun Thorsil hefur staðið yfir lengi og sagði fram- kvæmdastjóri Thorsil, Hákon Björnsson, fyrr í sumar að henni ætti að ljúka í júlí. Fyrirhuguð fjár- festing Thorsil er upp á 34 milljarða króna og stendur til að opna kísil- verksmiðjuna árið 2018. Fjármögn- uninni er hins vegar ekki enn lokið og eru nokkrir af lífeyrissjóðunum, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Gildi og Lífeyrissjóður verslunar- manna, ennþá að hugsa sig um. Hákon segir í samtali við Frétta- tímann að fjármögnunin hafi dreg- ist og í júlí hafi markmiðið verið að klára hana fyrir sumarfrí en að það hafi ekki náðst. Hákon vill ekki gefa upp hversu margir lífeyrissjóðir muni fjárfesta í verksmiðju Thorsil. Hann segist búast við því að fjár- mögnuninni ljúki á næstu vikum. „Það liggja fyrir vilyrði fyrir allri þessari fjármögnun en það þarf bara að ganga frá þessu. Ekkert er hins vegar tryggt fyrr en búið er að undirrita samninga.“ Viðbrögð lífeyrissjóðanna við hugmyndinni um Thorsil-verkefnið sýna að forsvarsmönnum Thorsil hefur gengið erfiðlega að sækja fé til þeirra enda hefur kísilverð hríð- fallið í verði í heiminum. Á síðustu tveimur árum hefur heimsmark- aðsverðið lækkað um þriðjung, far- ið frá 2400 evrum fyrir tonnið og niður í 1600 evrur. Sérfræðingur í orkumálum, Ketill Sigurjónsson, sagði í síðasta mánuði að hann furð- aði sig á því að lífeyrissjóðir ætluðu að fjárfesta í svo áhættusömum rekstri. Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyris- sjóðsins, hefur hins vegar trú á verksmiðju Thorsil og skráði sjóð- urinn sig fyrir hlutafé upp á þrjár milljónir dollara, ríflega 350 millj- ónum króna, eða sem nemur einu prósenti af hlutafé fyrirtækisins. Hann bendir á að frágangi skjala vegna fjárfestingarinnar sé ekki lokið og því sé hún ennþá háð fyr- irvörum. Aðspurður um af hverju sjóðurinn telji Thorsil vera góð- an fjárfestingarkost segir Gunnar: „Ágæt vænt ávöxtun í USD að teknu tilliti til áhættu. Fjárfesting í Thorsil felur í sér tækifæri fyrir lífeyrissjóð- inn til fjárfestinga í atvinnugreinum sem eru ekki aðgengilegar með öðr- um hætti og veitir ákveðna áhættu- dreifingu í söfnum sjóðsins. Iðnað- urinn felur í sér umbreytingu á hreinni raforku í fullunnar afurðir sem seldar eru í gjaldeyri, auk þess að vera atvinnuskapandi á Íslandi. Stefnt er að því að mengunarvarnir verði í háum gæðaflokki.“ Þeir stóru lífeyrissjóðir sem fengu kynningu en hafa ákveðið að fjár- festa ekki í Thorsil eru Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stapi og Stafir. Framkvæmdastjóri Stafa, Ólafur Sigurðsson, segir að sjóðurinn gefi ekki upp af hverju ekki hafi verið ráðist í fjárfestingu í Thorsil: „Fjár- festingaráð er ekki að vinna með þetta sem fjárfestingakost í dag af ýmsum ástæðum sem við gefum ekki upp.“ Thorsil og lífeyrissjóðirnir Kynning á Thorsil? Ákvörðun? Lífeyrissjóður starfsmanna ríksins Já Ekki tekin Lífeyrissjóður verslunarmanna Já Ekki tekin Gildi-lífeyrissjóður Já Ekki tekin Sameinaði lífeyrissjóðurinn Já Fjárfestir ekki Stapi Já Fjárfestir ekki Almenni lífeyrissjóðurinn Já Fjárfestir Stafir Já Fjárfestir ekki Frjálsi lífeyrissjóðurinn Svarar ekki já eða nei Hefur ekki fjárfest Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Nei Festa lífeyrissjóður Já Ekki tekin Einungis einn lífeyrissjóður af þeim stærstu á Íslandi hefur tek- ið ákvörðun um að setja peninga í kísilmálmverk- smiðju Thorsil í Helguvík. Meðal eigenda Thorsil er Þorsteinn Már Baldvinsson, útgerðarmaður í Samherja. Bara einn af stóru lífeyrissjóðunum ætlar að fjárfesta í Thorsil Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Jólaferð til Regensburg Miðaldaborgin Regensburg á árbökkum Dónár er heillandi á aðventunni. Jólamarkaðurinn innan um hús frá 11.-13. öld er einstaklega huggulegur og ilmurinn af jólaglöggi og brenndum möndlum kemur öllum í jólaskap. Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli. Skoðunarferð til Nürnberg er innifalin! 24. - 27. nóvember Viðskipti Félag fjárfestisins Heiðars Guðjónssonar fékk 96 milljónir frá hluthafa HS Veitna. HS Veitur kaupir upp hlutabréf eigenda sinna í stórum stíl. Eigendur HSV eignarhaldsfélags slhf., næst stærsta hluthafa al- mannaþjónustufyrirtækisins HS Veitna á Suðurnesjum, borguðu sér út 750 milljónir króna í fyrra með því að lækka hlutafé sitt sem nam þessari upphæð. Félagið fékk til þess sérstakt leyfi frá Ríkisskatt- stjóra og fór hlutafé félagsins þá niður úr 3.1 milljarði í rúmlega 2.4 milljarða. Með þessu móti þarf ekki að greiða skatt af útborguðu fé líkt og þegar arður er greiddur. Þetta kemur fram í gögnum hjá Ríkis- skattstjóra. Þá borgaði fyrirtækið líka út 154 milljóna arð til hluthafa sinna. Félagið á 34,4 prósenta hlut í HS veitum. Fjárfestirinn Heiðar Guð- jónsson er einn stærsti hluthafi fé- lagsins og fékk hann í sinn hlut 96 milljónir króna af milljónunum 750. Þessa peninga fékk HSV eignarhaldsfélag frá HS Veitum þar sem fyrirtækið hefur á síðustu árum keypt upp hlutabréf eigenda sinna í sjálfu sér. Þessi viðskipti HS Veitna hafa verið fjármögnuð með lántökum. Bara í fyrra fékk HSV eignarhaldsfélag til dæmis greidd- ar rúmlega 842 milljónir frá HS Veitum en inni í þeirri upphæð er einnig arður frá fyrirtækinu. Þetta þýðir að í fyrra fengu hluthafar HSV eignarhaldsfélags greidda út upphæð sem nemur tæpum 27 prósentum af því verði sem fyrirtækið keypti hlutabréfin í HS Veitum á árið 2014. Fyrirtækið keypti hlutabréfin af Reykjanesbæ, Orkuveitu Reykjavíkur og nokkrum minni sveitarfélögum og voru um- deild. Í ársreikningi HSV eignarhaldsfé- lags kemur fram að fyrirtækið muni einnig ætla að feta þessa sömu leið sem og að greiða út arð á þessu ári. | ifv Borguðu sér út 750 milljónir frá HS Veitum Næst stærsti hlut- hafi HS Veitna, sem Heiðar Guðjónsson er hluthafi í, greiddi út 750 milljónir króna skattfrjálst til hluthafa í fyrra. Fjármunirnir koma frá HS Veitum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.