Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 27.08.2016, Side 8

Fréttatíminn - 27.08.2016, Side 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016 Félagslegi hluti íslenska hús- næðiskerfisins var sögulega veikari en í nágrannalönd- um okkar og varð í ofanálag fyrir meiri áföllum á ný- frjálshyggjuárunum. Kerfið okkar sker sig því úr húsnæð- iskerfum okkar heimshluta og minnir um margt meira á ástandið í Austur-Evrópu þar sem óheftum markaðn- um var ætlað að taka við af Sovétinu. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettariminn.is Einkenni íslenska húsnæðiskerfisins er óvenjuhátt hlutfall séreignar. Það má aðeins finna viðlíka hlutfall í Nor- egi í okkar heimshluta. Annars þarf að leita að samjöfnuði til landanna í Austur-Evrópu og við Miðjarðarhaf- ið. Meginreglan í okkar heimshluta, mestu velferðarlöndunum á Norð- urlöndunum og norðan og vestan á meginlandi Evrópu, er að um og undir 70 prósent fjölskyldna býr í séreign. Noregur dregur hlutfallið upp á Norðurlöndum, í um 72 pró- sent, en meðaltal landa í Vestur og Norður-Evrópu er nálægt 63 pró- sentum. Séreign á Íslandi fór hins vegar yfir 86 prósent á hábólunni fyrir Hrun en féll síðan niður og er nú í námunda við 78 prósent. Séreignarhlutfall- ið við Miðjarðarhafið, þar sem vel- ferðarkerfin eru veikari, er um 76 prósent, og hlutfallið í föllnu Sov- étríkjunum er um 84 prósent. Hús- næðisstefnan á Íslandi á því meira skylt við stefnuna í þessum heims- hlutum en okkar eigin. Eina undan- tekningin er Noregur, en í Frétta- tímanum í dag er fjallað nokkuð um mismun á lífskjörum almennings á Íslandi og í Noregi. Klofin hreyfing Rætur húsnæðisstefnu stjórnvalda í okkar heimshluta má rekja langt aftur, sumstaðar til upphafsára iðn- byltingarinnar en víðast til verka- lýðsbaráttu í upphafi síðustu aldar. Í flestum löndum hefur verið byggður uppi mikill fjöldi íbúða sem eru að stóru leyti utan hins opna húsnæð- ismarkaðar og sem eru varðar fyrir verðsveiflum og hættu á gjaldþrot- um. Þótt meginhugsunin sé víðast sú sama er formið misjafnt, sums staðar eru þessar íbúðir í eigu sveitarfélaga, annars staðar í eigu verkalýðsfélaga eða húsaleigufyrirtækja sem eru að hluta til í þeirra eigu, í Hollandi eru þessar íbúðir í eigu félagasamtaka og svona má telja áfram. Og eins og rætur þessara kerfa eru líkar, þær liggja í samtaka- mætti alþýðufólks sem krafðist ör- uggs húsnæðis fyrir alla óháð tekj- um eða eignastöðu, þá gengu flest þessi kerfi í gegnum hrörnunar- skeið á tímum nýfrjálshyggjunnar. Margrét Thatcher bauð leigjendum að kaupa bæjaríbúðirnar, „council house“, undir slagorðinu „the right to buy“, rétturinn til að kaupa. Á Íslandi lagði ríkisstjórn Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokksins niður séreignararm félagslega kerfisins, verkamannabústaðina, með því að heimila íbúðareigendum að selja íbúðir á frjálsum markaði og út úr kerfinu. Kalla hefði mátt það átak „the right to sell“, réttinn til að selja. En þótt ríkisstjórnir flestra landa hafi með einhverjum hætti reynt að færa hluta félagslega kerfisins yfir á opinn markað á nýfrjálshyggju- árunum, í þeirri trú að markaður- inn myndi ætíð galdra fram betri lausnir, þá eru félagslegu kerfin í okkar heimshluta miklu öflugri en á Íslandi. Stjórn Íhaldsflokksins í Danmörku reyndi að færa íbúðir úr húsaleigufélögunum yfir á markað- inn en tókst ekki þar sem félögin eru ekki opinber heldur sjálfstæð félög. Þau gátu því varið rétt sinn og kerfið. Vernd gegn markaðssveiflum Í þeim löndum þar sem stór hluti fjöl- skyldna býr í leiguhúsnæði eru íbúar varðir fyrir verðsveiflum, svo að há leiga á uppgangstíma svipti fólk ekki húsnæði. Meginstef húsnæðisstefn- unnar snýr að því að verja fólk fyr- ir markaðnum. Það sama á við þar sem félagslegar eignaríbúðir eru margar. Þar er verð eignanna mið- að við byggingarkostnað fremur en markaðsvirði, bæði þegar fólk kaup- ir og selur. Ástæða þessa er slæm reynsla þjóðanna af að láta markaðinn stjórna húsnæðismarkaðnum. Það kemur ekki að sök gagnvart hinum tekjuhærri. Þeir geta safnað í sjóð til að standa af sér mögur ár, hafa nægar tekjur fyrir svo að tímabund- inn samdráttur hefur ekki áhrif á afborganir og eiga nægt eigið fé svo þeir verða ekki gjaldþrota þótt verð fasteigna lækki nokkuð. Ástæða þess að þjóðir í okkar heimshluta hafa byggt upp húsnæðiskerfi sem ver fólk fyrir markaðssveiflum er að hinir tekjulágu og fólk með lægri millitekjur hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að komast yfir sveiflurn- ar á markaðnum. Þess vegna hafa þjóðirnar byggt upp félagslegt húsnæðiskerfi utan hins villta markaðar svo að megin- þorri fólks geti búið við öryggi í hús- næðismálum. Húsnæðiskerfið er veigamikill hluti þess sem kallað er velferðarkerfi. Óraunsæ gróðavon Auk ólíkra sögu verkalýðsbaráttu setti tímabil neikvæðra vaxta á átt- unda áratugnum skekkti mjög hug- myndir landsmanna um húsnæð- iskaup. Á þessum áratug er talið að um 500 milljarðar króna á núvirði hafa flust frá sparifjáreigendum, en þó einkum lífeyrissjóðunum, til hús- byggjanda vegna lágra nafnvaxta í mikilli verðbólgu. Fólk hagnaðist verulega á húsnæðiskaupum. Um svipað leyti hefst tímabil í Bandaríkjunum sem stóð frá um 1970 fram að hruninu 2008 sem ein- kenndist af stöðnun launatekna en viðvarandi eignabólu vegna aukins aðgengis að lánsfé sem skilaði milli- stéttinni svigrúmi til að slá ný lán út á hækkun íbúðaverðs til að standa straum af bættum lífskjörum. Hug- myndin um að launafólk gæti bætt stöðu sína með skuldsettum eigna- kaupum skaut rótum. Í Bandaríkjunum, hérlendis og víða um lönd varð það vaxandi við- fang stjórnmálanna að auka aðgengi launafólks að lánsfé og skuldsettum eignakaupum. Eftir því sem tímar liðu færðust mörkin niður launastig- ann. Sífellt tekjuminna fólk fékk lán og færðist af leigumarkaði yfir í sér- eign. Hrunið afhjúpaði þessa stefnu sem einskonar villutrú. Launafólk var verr sett en áður. Laun voru litlu hærri en fyrr en launafólk skuldaði gríðarháar upphæðir. Vaxandi skuld- ir alþýðu manna voru orðnar öflug vél sem færði fé frá fólki til fjármála- fyrirtækja. Smá skref Vesturlönd lentu á tímamótum við Hrunið. Það má heita viður- kennt meðal hagfræðinga að besta leiðin til að bæta hag fjöldans sé að styrkja stöðu hinna verst settu og lægst launuðu – ekki hina auðugu og valdamiklu, eins og var stefnan ára- tugina fram að Hruni. Kenningin um að allir myndu auðgast ef auðurinn fengi að renna upp í móti reyndist blekking. Því horfa hagfræðingar og stjórnmálamenn á Vesturlöndum aftur til gullaldarinnar, þegar sam- félögin voru byggð upp til að mæta hagsmunum fjöldans. Þessi endurnýjun er að litlu leyti komin til Íslands. Þótt tilraun Banda- ríkjamanna til að hækka hlutfall sér- eignar úr 68 prósentum í 73 pró- sent hafi endað með hörmungum og falli fjármálaheimsins líta flest- ir stjórnmálamenn á Íslandi á það sem vandamál að hlutfall séreignar hafi fallið úr 86 prósentum niður í 78 prósent. Verkalýðshreyfingin keyrði í gegn áætlun um uppbyggingu leigu- húsnæðis. Áætlunin mun leiða til byggingar um eitt þúsund íbúða á fjórum árum. Það er vissulega skref, jafnvel stórt skref, en virkar smátt í samanburði við áætlanir um fé- lagslegar íbúðir á Breiðholtsárunum þegar 7200 íbúðir voru byggðar. Á valdatíma Mar- grétar Thatcher var leigjendum í bæjarhúsum gefinn réttur til að kaupa íbúðirnar út úr félagslega kerfinu. Á valdatíma Davíðs Oddssonar var eigendum íbúða í Verkamannabú- stöðum boðið að selja íbúðirnar út úr félagslega kerfinu. 2015 90 80 70 60 50 2004 Þýskaland Danmörk og Bretland Noregur Svíþjóð Hlutfall heimila í eigin húsnæði á Íslandi frá 2004 til 2015. Til viðmiðunar sést hlutfall séreignar í ýmsum löndum 2015. Heimild: Evrópska hagstofan. Lág laun og háir vextir en mikil séreign vaxtabætur en það norska fær hins vegar 4391 þúsund krónur. Lægri vextir og styttri skuldir Það þarf ekki að taka fram að vext- ir eru lægri í Noregi en Íslandi. Þótt norska parið hafi tekið meira en tvöfalt hærra húsnæðislán þá eru endurgreiðslurnar minna en helmingi hærri. Alls tók norska parið um 69 milljónir króna í hús- næðis- og námslán og borgar um 81 milljón króna til baka, 17 pró- sent meira en það fékk að láni. Ís- lenska parið tók tæpar 39 milljónir króna að láni en endurgreiðir rúm- ar 66 milljónir til baka, 70 prósent meira en það tók að láni. Munurinn er meiri en þessi þar sem hér er ekki reiknað með hvernig verðbólgan étur smátt og smátt höfuðstól hins óverðtryggða norska láns en íslenska lánið er verðtryggt og því helst verðgildi endurgreiðslu íslenska parsins. Ef íslenska parið myndi greiða til baka af sínu láni samkvæmt norskum reglum myndi það ekki borga rúmar 66 milljónir til baka heldur 45,5 milljónir króna. Mis- munurinn er 20,5 milljónir króna. Lægri skattar Öfugt við ríkjandi þjóðtrú á Ís- landi eru skattar almennt lægri í Noregi en á Íslandi. Þar eru skatt- hlutföllin eilítið hærri en ríkari heimild til að draga kostnað frá tekjum. Það á ekki aðeins við um vaxtagjöld heldur geta allir dregið um 108 þúsund kostnað frá skatt- skyldum tekjum í mánuði. Frá- dráttur vegna vaxta og barnagæslu leggst þar ofan á. Þegar búið er að draga kostnað frá launum situr eftir skattstofn þaðan sem skatturinn er reikn- aður. Þegar það er búið dregst frá persónuafsláttur eins og á Íslandi. Afslátturinn er rúmlega 61 þúsund krónur á mánuði í Noregi en tæp- ar 52 þúsund krónur á mánuði á Íslandi. Al lt veldur þetta því að nettóskattgreiðslur norska parsins eru lægri en þess íslenska. Þrátt fyrir hærri tekjur greiðir norska parið aðeins 96 milljónir króna í skatta frá tvítugt til sjötugs á með- an íslenska parið greiðir 125,5 milljónir króna. Jafnvel þegar norska parið er búið að koma börnum á legg og búið að borga niður húsnæðislán- in, og frádráttarliðir því færri, er skatthlutfall þess aðeins 18,2 pró- sent af tekjum á meðan íslenska parið greiðir 24,5 prósent. Ef við hækkum laun íslenska parsins um framlag atvinnurekenda í lífeyris- sjóð og bætum lífeyrisiðgjöldum við skattinn fer skatthlutfall ís- lenska parsins upp í 33,8 prósent. Hærri laun Laun eru veigamikill hluti velferð- ar almennings og laun eru hærri í Noregi. Eins og annars staðar á Norðurlöndum hefur verið rekin þar hálaunastefna. Þau fyrirtæki sem ekki geta greitt há laun verða að leggja niður starfsemi eða flytja úr landi. Um þetta snýst norræn launastefna; að kröfur samfélags- ins um góð laun móti atvinnulífið en ekki öfugt eins og stefnan hefur verið á Íslandi. En um það má skrifa aðra grein. Ævitekjur: Noregur 632 milljónir króna Ísland 555 milljónir króna Barnabætur: Noregur 5.950 þúsund króna Ísland 870 þúsund króna Vaxtabætur: Noregur 4.390 þúsund króna Ísland 1.070 þúsund króna Nettóskattur: Noregur 96 milljónir króna Ísland 126 milljónir króna Skuldir um fimmtugt: Noregur 9 milljónir króna Ísland 22 milljónir króna

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.