Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 27.08.2016, Side 18

Fréttatíminn - 27.08.2016, Side 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27 . ágúst 2016 „Við erum fyrsta fyrir­ tækið í heiminum sem býður upp á streymi­ þjónustu á hljóðbókum.“ „Ég byrjaði að vinna að þessu í kjall- aranum mínum í Lundi þegar ég var í feðraorlofi,“ segir Jón Hauks- son, eigandi og annar af stofnend- um sænska hljóðbóka fyrirtækisins Storytel sem orðið er alþjóð- legt stórfyrirtæki með um 200 starfsmönnum og 300 þúsund not- endum. „Við byrjuðum bara tveir; ég sá um tæknilegu hliðina og Jonas [Tellander] sá um viðskiptalegu hliðina.“ Umræddur vinur hans, Jonas Tellander, er forstjóri Storyt- el og stærsti hluthafi þess með um 12 prósenta hlut. Jón á sjálfur um 6,6 prósent af hlutabréfum félags- ins og er þriðji stærsti hluthafi þess. Nærri 27 milljarða virði Storytel er fyrirtæki sem selur fólki aðgang að hljóðbókum í appi. Við- skiptavinurinn borgar ákveðið mánaðargjald fyrir áskriftina – í Svíþjóð kostar áskrift 169 sænskar krónur eða tæplega 2400 íslenskar – og getur hann síðan streymt og hlustað á eins mikið af hljóðbók- um Storytel og hann vill. Í gegn- um appið er hægt að hlusta á f leiri þúsundir titla af alls kyns gerðum, allt frá sjálfshjálpar- og barnabókum til þekktustu verka þýska heimspek- ingsins Immanu- els Kants. Fyrirtækið er með starfsemi í sex löndum: Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Pól- landi og Hollandi. Munurinn á þjón- ustu Storytel og fyrirtækjum eins og hinu bandaríska Audible er að notkunin á Storytel er ótak mörkuð fyrir áskrifendur þjónustunnar. „Við erum fyrsta fyrirtækið í heim- inum sem býður upp á streymiþjón- ustu á hljóðbókum,“ segir Jón sem hefur búið í Svíþjóð frá árinu 1979 þegar hann var níu ára gamall. Storytel er skráð á hlutabréfa- markað í Svíþjóð sem heitir Aktie- torget og er bókfært markaðsverð- mæti hlutabréfa fyrirtækisins nærri tveir milljarðar sænskra króna, nærri 27 milljarðar íslenskra króna. Hlutabréfaverð fyrirtækis- ins hefur hækkað stöðugt á síðustu árum, meðal annars um 5 prósent á nokkrum klukkutímum á mánu- dagsmorgun þegar jákvæðar niður- stöður um rekstur félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2016 voru gerðar opin- berar. Í ár hafa hlutabréf fyrirtækis- ins hækkað um 100 prósent. Kaup á sænskri menningarstofnun Í sumar hefur verið mikil umfjöllun um Storytel í sænskum fjölmiðlum, og einnig miðlum í öðrum lönd- um, eftir að fyrirtækið keypti eitt stærsta, elsta og virtasta bóka forlag Svíþjóðar, Norstedts, fyrir um 150 milljónir sænskra króna, rúmlega tvo milljarða íslenskra króna. Nor- stedts var stofnað á nítjándu öld, árið 1823, og eru höfuðstöðvar þess í þekktri, gamalli byggingu í miðbæ Stokkhólms; Storytel er hins vegar einungis rúmlega 10 ára gamalt hljóðbókarfyrirtæki sem hefur vaxið hratt. Viðskiptin eru því merkileg og sæta tíðindum í þessu ljósi. Með kaupunum á Norstedts getur Storytel gert alla titla bókaforlags- ins aðgengilega á hljóðbókaformi í gegnum app fyrirtækisins. Með- al höfunda Norstedts er til dæmis David Lagercrantz sem skrifaði síð- ustu Millenium bókina með sögu- persónum Stieg Larssons, Astrid Lindgren – í gegnum dótturfélag Norstedts – og P.O. Enquist sem er einn þekktasti fagurbókmenntahöf- undur Svíþjóðar. Norstedts gefur einnig út bækur Arnaldar Indriða- sonar í Svíþjóð. Stóðu frammi fyrir gjaldþroti Jón segir að stofnun og vinnan við Storytel hafi verið mikið hark fyr- ir þá Jonas Tellander framan af. Á fyrstu árum Storytel stóð fyrirtæk- ið frammi fyrir gjaldþroti vegna peningaleysis. Jón segir að eft- ir efnahagshrunið árið 2008 hafi þeir verið að því komnir að hætta starfseminni. „Árið 2008 vorum við bara með 2000 áskrifend- ur. Við ætluðum að auka við hlutafé félagsins og leituðum til fjárfesta víða um Evrópu. En það gekk ekki neitt og svo kom efnahagshrunið. Það var allt að fara á hausinn, við vorum mjög nálægt gjaldþroti. Svo bauðst okkur að fara í sjónvarpsþátt- inn Draknästet – það var síðasta „Við áttum engan pening, vorum alveg búnir á því og vöknuðum á hverjum degi í hálfgerðu hjartaáfalli.“ Íslendingurinn sem byggt hefur upp 27 milljarða, alþjóðlegt bókafyrirtæki Jón Hauksson og vinur hans, Jonas Tellander, voru til að byrja með einu starfsmenn Storytel. Í dag starfa 200 manns hjá fyrirtækinu og áskrifendurnir eru um 300 þúsund. Jón Hauksson þekkja sjálf­ sagt ekki margir hér á landi en hann er einn af stofn­ endum alþjóðlega hljóð­ bókafyrirtækisins Storytel sem vaxið hefur hratt á liðnum árum. Story tel var byggt upp frá grunni af Jóni og viðskiptafélaga hans og byrjaði tæknileg þróun þess í kjallara Jóns í Lundi í Svíþjóð á meðan hann var í fæðingarorlofi. Saga fyrir­ tækisins er langt í frá þrauta­ laus og varð það næstum því gjaldþrota eftir hrunið 2008. Íslenskt fyrirtæki Stef­ áns Hjörleifssonar hyggst opna sams konar þjónustu á Íslandi á  næstunni. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.