Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 27.08.2016, Síða 22

Fréttatíminn - 27.08.2016, Síða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016 Ár eftir ár vekur koma næturmyrkursins hér á Íslandi hjá manni furðu. Það er líklega til merkis um það hve íslenska sumarið, með alla sína birtu er magnað, að við skulum nánast gleyma myrkrinu yfir hásumarið. Guðni Tómasson gudni@frettatimann.is Birtan á Íslandi er öfgakennd. Það gerir hnattstaðan og afstaða og hreyfing sólar og tungls, sem virð- ast alltaf á snúningi í kringum okk- ur, þrátt fyrir það sem við vitum nú um gang himintunglanna. Nóttin tekur auðvitað alltaf við af deginum en eftir langt íslenskt sumar er samt eins og hún komi aftur, stimpli sig inn. Nóttin læðist Á Íslandi lengist nóttin um 7-8 mínútur á hverjum sólarhring um þetta leyti árs og dagurinn stytt- ist auðvitað á móti. Breyting þessi er nokkuð stöðug fram í nóvember en þá hægir á henni og hún er afar hæg í mánuð eða svo í kringum vetrarsólstöður. Myrkrið kom til sögunnar í Reykjavík í síðari hluta júlí en svokallað dagsetur, þegar nóttin verður samkvæmt skilgreiningu aldimm, kemur ekki til sögunn- ar fyrr en í fyrstu viku septem- ber. Það má því með sanni segja að nóttin sé að læðast yfir okkur þessa dagana. Dagurinn hefur þó enn vinn- inginn hvað lengd varðar því að haustjafndægur verða ekki fyrr en 22. september. Þá verða nótt og dagur jafnlöng á jörðinni og þá er stundum sagt að haustið hefjist formlega á norðurhveli en vorið á suðurhveli. Aðeins á jafndægrum á vori og hausti rís sólin nákvæmlega í austri og sest nákvæmlega í vestri. Andstæður dags og nætur Nóttin hefur lengi heillað mann- inn en líka ógnað tilveru hans. Öll menningarsamfélög hafa reynt að koma sér upp kerfum til að reyna að skilja gang himintunglanna. Vísindamenn og kenningasmið- ir trúarbragðanna hafa reynt að koma böndum á nóttina með því að skilja hana og skilgreina, enda gerir nóttin okkur agnarsmá. Að- dáun okkar og óvissa um nóttina er því gríðarlega mannleg forvitni og óvissan um hana situr djúpt í mannlegu eðli. Í okkur sitja líka ýmsar menn- ingarlegar tengingar um nóttina, Nóttin ER AÐ KOMA Við vitum ekki hvað býr í nóttinni en ef við njótum skjóls frá óvissunni sem nóttin ber með sér, kemur hún með sína jákvæðu eiginleika inn í líf okkar. Þá er hún tími hvíldar, vináttu, ástar og hlýju. Næturvaktin eftir Rembrandt er eitt mesta meistaraverk hollenska málarans, pólitísk pöntun frá árinu 1642. 34 manneskjur málverksins eru nærri í fullri stærð. Varðmennirnir vernduðu íbúa Amsterdam frá hættum næturinnar: Ribböldum, uppþotum og eldi. Nokkur hugtök um nóttina: Dagsetur heitir það þegar sól- miðjan er 18° undir sjóndeildar- hring á niðurleið, en dögun þegar hún er jafnlangt undir sjónhring á uppleið. Þegar dagsetri er náð er himininn orðinn aldimm- ur. Dagsetri verður fyrst náð í Reykjavík eftir sumarið í fyrstu viku september. Myrkur er skilgreint þegar sól- miðjan er 6° undir sjóndeildar- hring en talað um birtingu þegar hún er jafnlangt undir sjónhring á uppleið. Sólarlag er miðað við að efri rönd sólar sýnist vera við sjóndeildar- hring og sama á við um sólris. Byggt á Almannaki Háskóla Íslands en í því og á Vísindavef skólans má finna ýmsan fróðleik um gang himintunglanna. ÓKEYPIS KYNNINGAR- TÍMI HREYFING Á AÐ VERA SKEMMTILEG! 5 PARTÝ + 3 JÓGATÍMAR Á VIKU 200 ZUMBA PARTÝ + 100 JÓGA TÍMAR 15% AFSLÁTTUR Í ÁGÚST DANS & JÓGA · VALSHEIMILIÐ HLÍÐARENDA · WWW.DANSOGJOGA.IS DANS & JÓGA FÁÐU ÞÉR ÁRSKORT! Heimili & hönnun Þann 3. september Allt um eldhús, bað & blöndunartæki auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300 VIÐ GEFUM HJÓL! FACEBOOK.COM/KISSFMICELAND AÐ VERÐMÆTI 114.900 KR

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.