Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016
Fjórar góðar
kvikmyndir um
nótt
Night on Earth (1991) – Fimm
kostulegir túrar með fimm leigu-
bílum í Evrópu og Ameríku.
Nattevagten (1994) – Það er
ekkert grín að vera næturvörður í
dönsku líkhúsi.
Who’s Afraid Of Virginia Woolf?
(1966) 4 Sígild og svarthvít.
Alvöru leikrit um nótt með alvöru
samtölum.
Before Sunrise (1995) – Fyrir þá
rómantísku og ástföngnu jafnast
ekkert á við París um nótt
eins konar uppsöfnuð skilaboð
aldanna um það hvaða hættur
geta leynst í henni. Líklega er hér
um varnarviðbrögð að ræða sem
liggja djúpt í fortíð mannsins því
að í nóttinni býr það óséða og allt
það sem við erum berskjölduð
gegn. Rándýr, stigamenn og ann-
að það sem getur meitt og hrætt
okkur fer, samkvæmt hefðinni, um
í skjóli nætur. Öll menningarsam-
félög hafa því búið sér til sögur um
hættur næturinnar, ástæðan er
fyrst og fremst lífsbaráttan.
Þetta byggist á því hvernig við
hugsum um ljós og skugga sem al-
gjörar andstæður. Ljósið veitir okk-
ur hlýju og næringu en skuggan-
um fylgir kuldi. Nóttin er þannig
tími undirferlis, fávisku og svika
á meðan dagurinn er tími sann-
Í norrænni goðafræði er Nótt dóttir jötunsins Narfa. Hún er sögð svört og dökk,
ríður hestinum Hrímfaxa og að morgni hverjum „döggvir hann jörðina með mél-
dropum sínum.“ Sonur Náttar og ássins Dellings var Dagur sem er ljós og fagur.
Dagur ríður hestinum Skinfaxa sem lýsir loft og jörð með faxi sínu. Málverkið af
Nótt og Degi er eftir norska málarann Peter Nicolai Arbo.
Þegar jarðskjálfti sló út
rafmagnið af Los Angeles
borg árið 1994 hringdu
nokkuð skelkaðir íbúar
sérstaklega í Griffith
stjörnuskoðunar-miðstöð-
ina í útjaðri borgarinnar
til að spyrja um af hverju
himininn væri svona skrít-
inn. Þar skinu stjörnurnar
eins og venjulega, nema
nú sást í þær.
leika, þekkingar og upplýsingar.
Þetta endurspegla bæði heimspeki
og trúarbrögð heimsins sem snúast
svo oft um að leiða okkur úr skugg-
anum og inn í ljósið. Á meðan hafa
kukl og galdrar tilheyrt nóttinni,
rétt eins og verur handanheima.
Nyx hét gríska gyðjan sem var
persónugerving næturinnar. Hún
var dóttir óreiðunnar (Chaos) og
móðir bæði himins og jarðar. Sam-
kvæmt goðsögunum fæðir hún
einnig af sér ýmis neikvæð og já-
kvæð fyrirbæri. Þar á meðal má
nefna eyðileggingu, dauða, örlög,
sársauka, ásakanir, svik, vináttu,
elli og erfiðleika.
Við vitum ekki hvað býr í
nóttinni en ef við njótum skjóls
frá óvissunni sem nóttin ber með
sér, kemur hún með sína jákvæðu
eiginleika inn í líf okkar. Þá er
hún tími hvíldar, vináttu, ástar og
hlýju.
Við fjarlægjumst nóttina
Í raf lýstum heimi erum við að
miklu leyti komin úr tengslum við
nóttina og hve myrk hún getur ver-
ið. Ljósmengun er vandamál sem
við höfum búið okkur til með raf-
lýsingu samtímans. Það var Sól-
konungurinn Loðvík fjórtándi sem
fyrstur fór að láta hengja upp götu-
luktir í París á 17. öld. Baráttan við
næturmyrkrið var merkilegt tákn
um alvald konungsins sem sat í há-
sæti í miðju síns miðstýrða ríkis.
Í dag eru götuljós og lampar á
vegum Reykjavíkurborgar, Vega-
gerðarinnar og Faxaf lóahafna
hátt í 30 þúsund talsins í höf-
uðborginni. Kerfinu er ætlað að
bægja nóttinni frá en ljósin gera
það að verkum að sækja verður út
fyrir bæinn til að styrkja upplifun-
ina af næturhimninum og dýpt
næturinnar.
Sú er raunin víða um lönd að
möguleikar fólks til að njóta næt-
urhiminsins er orðnir heldur litlir.
Stórborgir eru stjörnulausar. Talið
er að 80 prósent Evrópu og Norð-
ur-Ameríku bjóði ekki upp á alvöru
myrkur vegna ljósmengunar. Þegar
jarðskjálfti sló út rafmagnið af Los
Angeles borg árið 1994 hringdu
nokkuð skelkaðir íbúar sérstak-
lega í Griffith stjörnuskoðunar-mið-
stöðina í útjaðri borgarinnar til að
spyrja um af hverju himininn væri
svona skrítinn. Þar skinu stjörnu-
rnar eins og venjulega, nema nú
sást í þær.
Að fagna nóttinni
Vegna þess hve við virðumst for-
rituð um hættur næturinnar get-
ur reynst erfitt að uppfæra hug-
myndir okkar um hana. Reynsla
aldanna og hugmyndir um nóttina
segja okkur að við eigum að forð-
ast hana.
Hins vegar má allt eins halda því
fram að eftir ævintýri sumarsins
komi myrkrið með kyrrð yfir Ís-
land. Á haustin tökum við til í líf-
inu, það færist aftur í fastar skorð-
ur og því fylgir ákveðin hvíld.
Skammdegið fer illa í marga en
það er líka nauðsynlegt að reyna
að taka nóttina í sátt.
www.reykjavik.is/styrkir
Styrkir
Reykjavíkurborgar
Reykjavík City grants
Granty Miasta Reykjavík
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2017. Meðal
markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og
einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og Þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur
og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna
málaflokka:
Á www.reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknarferli.
Einnig er þar að finna reglur um styrkveitingar og nánari Upplýsingar um áherslur borgarinnar
í einstökum málaflokkum. Umsóknarfrestur er til 12:00 á hádegi 3. október nk.
English
The city of Reykjavíkis currently accepting grant applications for the 2017 fiscal year. The goal
of the grants is to strengthen and create cooperation with NGO´s businesses and individuals
in constructive activities and services. In accordance with the city´s policies and priorties.
Grants will be awarded for projects in the following fields:
To apply go to: www.reykjavik.is/styrkir Also available on the website is information on grant
rules and regulations and information about the city´s priorities in the various area of
interest. The application deadline is at 12:00 pm on October 3rd.
Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má
senda á netfangið:
More information:
Wiecej informacji:
Reykjavíkurborg
www.reykjavik.is