Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 27.08.2016, Síða 28

Fréttatíminn - 27.08.2016, Síða 28
Óhætt er að fullyrða að skotvopna- löggjöf og byssumenning Bandaríkj- anna hafi verið afar umdeild lengi vel. Skotvopn í einkaeigu eru talin sjálfsvörn og mörgum finnst þar eins venjulegt að bera með sér byssu eins og hverja aðra handtösku. Nú nýlega var ákveðið að leyfa skotvopn í háskólabyggingum Texasríkis og hafa miklar umræð- ur sprottið út frá þeirri ákvörðun. Efnt hefur verið til mótmæla við háskólann í Texas þar sem leyfi til að bera skotvopn í skólanum hefur verið fordæmt, en á sama tíma eru kynlífsleikföng bönnuð í háskólan- um. Ákveðið var að dreifa kyn- lífsleikföngum til nemenda og sýna með því hversu fáránlegt það er að nemendum sé bannað að hafa á sér gervilimi en leyfilegt að bera skot- vopn á meðan lært er um Shakespe- are. 4000 gervilimum hefur ver- ið dreift um háskólasvæðið, sem flestir hafa verið gefnir af fullorðins leikfangabúðum á svæðinu í kring. Herferðin heitir „Cocks not Glocks“ eða Limir en ekki Glock sem er vin- sæl byssutegund vestanhafs. | hdó 28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016 Á meðan japanskar konur ryðja sér til rúms á vinnumarkaði og kynin umgangast hvort annað meira en nokkru sinni fyrr blasir ákveðið vandamál við Japönum í dag. Einungis þriðjungur Japana er í sambandi og ástin hefur orðið að forgangsmálum stjórnvalda; að koma fólki saman til að auka fæðingartíðni og giftingar. Hiroyuki Nomura er fimmtíu og eins árs Japani sem kýs frekar að búa með 17 Anime-dúkkum úr sílíkoni en að eigu í alvöru ástar- sambandi. „Margir menn verða fyrir vonbrigðum með alvöru kvenmenn. Ég hef aldrei verið með konu og legg ekki í það. Held það sé tilfinninga- lega erfitt. Dúkkurn- ar hafa róandi áhrif á mig og koma mér til að brosa,“ segir Nomura en mönnum eins og honum sem lifa í á fantasíuheimi er oft kennt um vanda Japana. Allar dúkkurnar eru persónur úr uppáhalds teiknimyndunum hans. „Þegar maður klæðir þær og greið- ir þeim er eins og þær séu á lífi.“ Eftirlætisdúkkan hans er Tise en hana keypti hann fyrst. „Hún er fyrsta stelpan sem ég bauð velkomna í líf mitt,“ seg- ir Nomura. ,,Fyrst var hún bara dúkka sem ég keypti í búð en síð- an varð hún mér mjög kær. Hún er hvorki kærasta né dóttir mín heldur eitthvað mikil- vægara.“ Áður hafði Nomura safnað mótorhjólum en sú ástríða þurfti að víkja fyrir dúkkunum. Nomura á reyndar dúkkunni Tise mikinn vinskap að þakka með öðrum söfnurum en hann tekur þær iðulega með í ferðalög um Japan þar sem hann hittir önnur „nörd“ eins og hann kallar það. „Ég elska að fara með dúkkurnar mínar í ferðir þar sem ég fæ hól fyrir að eiga svona fínar dúkkur. Ég vona líka að með því að vera með dúkk- unum opinberlega, og hitta aðra safnara, eyði það fordómum.“ „Ég er ekki að leita mér að konu því fólk sem giftir sig verður bara vansælt. Maður á að njóta lífsins.“ | bg Býr með sautján Anime-dúkkum Nomura situr með Tise, umvafinn Anime-dúkkum. Mynd | Aljazeera Mótmælin fyrir utan háskólann í Austin. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Mér líður bara vel með þetta,“ segir Bene-dikt Hermann Hermannsson inntur eftir því hvernig tilf- inningin sé að senda frá sér ljóðabók í fyrsta sinn. „Ég er eiginlega bara hálf hissa á því hvað þetta er allt eins og það á að vera.“ Draumur um ljóðabók hef- ur ekki brotist um í tónlist- armanninum, en nú kölluðu verkin á þessa framsetningu. „Ég áttaði mig á því síðasta haust að það sem ég vann að var ekki plata, eins og ég hélt, heldur ljóðabók. Reyndar bætti ég tónlistinni síðan við og hef samið lög við nokkur ljóðanna. Þau gef ég út á net- inu, ásamt myndböndum við þau.“ Nýju lögin eru 22 talsins og þau ætlar Benedikt að flytja á þrennum tónleikum í Mengi þann 2. og 3. september. Þar kemur Benedikt fram með þremur ólíkum hópum tón- listarfólks, en engar æfingar verða haldnar. „Þetta er dálítið þemað í þessu verkefni,“ segir Benedikt, „að vita ekki alveg hvað maður er að gera. Ég tók lögin upp án þess að vera búinn að læra þau, gaf út ljóðabók án þess að kunna á hefðir ljóðsins og svo verða tón leikarnir ekki æfðir. Ork- an verður önnur og maður er eiginlega eins berskjaldaður Skordýrin hans Benna Óvissan er þema nýrrar ljóðabókar sem fann sér farveg í ljóðum, tónlist og myndböndum. Gömul slæða Tómur, svangur, léttur svífandi. Kaldur að utan, heitur að innan. Svífandi upp húðin harðnar líffærin mýkjast. Húðin harðnar líffærin leysast upp. Á örskotsstundu skil ég allt. Ekkert hefur breyst. Maður – loftbelgur – egg. Ein af Anime- -dúkkum Nomura. og maður getur mögulega verið.“ Benedikt segist hafa verið skít- hræddur við hugmyndina um að gefa út ljóðabók, „en síðan þurfti ég bara að díla við það. Það er fyndið augnablik þegar maður fattar allt í einu að maður er að gera ljóðabók og fer að vinna með það í huga. Ég hef alltaf talið mér trú um að þetta sé alveg sitt hvor hluturinn, lagatextar og ljóð. Ég var á því að ég kunni bara annað, en ekki hitt. Það er síðan eins og hver önnur vitleysa sem maður segir sjálfum sér. Á endanum er það bara hressandi að takast á við það óþekkta.“ Fyrir Benna Hemm Hemm var það sérstök reynsla að átta sig á því að ljóðabók væri að fæðast. Mótmæla byssuleyfi með gervilimum Viðhaldsfríir gluggar, hurðir, rennihurðir, sólskálar og svalalokanir Allar tæknilegar upplýsingar, snið og teikningar, eru fyrirliggjandi hjá okkur - hafðu samband. Yfir 80 litir í boði. Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.