Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 27.08.2016, Síða 48

Fréttatíminn - 27.08.2016, Síða 48
Nota vettvanginn til að tala um hvað er að Eftirspurn eftir ódýru kjöti og dýraafurðum hefur ýtt undir aukinn verksmiðjubúskap á Íslandi. Katrín Bessadóttir katrin@frettatiminn.is H arpa Stefánsdóttir skil- aði meistararitgerð sinni í hagnýtri menn- ingarmiðlun á óhefð- bundnu formi; sem matarbloggi. Á blogginu eru og verða uppskriftir að grænmetisrétt- um frá 196 löndum en tilgangur ver- kefnisins var að vekja athygli á bar- áttunni gegn verksmiðjubúskap og þeim ónáttúrulegu aðstæðum sem dýr í slíkum búskap lifa við. „Þetta byrjaði í raun og veru fyrir rúmum áratug þegar ég bjó á Ind- landi meðan maðurinn minn var í námi. Á þeim tímapunkti hafði mér aldrei dottið í hug að gerast græn- metisæta, ekkert var fjarri mér. En þegar við vorum þarna úti þá opn- aðist fyrir mér nýr heimur af matar- menningu,“ segir Harpa. Kjöt og fiskur lúxusvörur Á Indlandi er grænmetismatur normið og uppistaðan í flestum réttum. „Grænmetismatur skipar mjög stóran sess í matarmenningu Indverja, af efnahagslegum, menn- ingarlegum og trúarlegum ástæð- um. Þetta er svo ólíkt því sem við eigum að venjast hér. Á veitinga- stöðum er á matseðlunum, „vegs“ og svo „nonvegs“. Mér fannst það mjög merkilegt. Kjöt og fiskur þar er lúxusvarningur og grænmetið var alltaf í aðalhlutverki,“ segir Harpa og rifjar upp hvernig hún áleit grænmetisfæði einhæft og óspennandi og einungis snúast um ýkta hollustu; spelt og spínat í öll mál. „En þetta breyttist á þessu ári sem ég bjó á Indlandi, þá borðaði ég nær eingöngu grænmetisrétti, kynnist alls konar nýjum réttum og aðferðum og fjölbreytileikanum í grænmetisfæði. Þetta snerist ekki bara um hollustu. Þessi lífsreynsla varð til þess að ég hætti að borða kjöt.“ Réttir frá 196 löndum Fljótlega eftir heimkomu fór Harpa að velta fyrir sér hvernig hún gæti miðlað áfram þekkingunni sem hún öðlaðist á Indlandi. „Mig langaði að búa til matreiðslubók og safna saman alls kyns uppskriftum. Mig langaði að sýna hvað grænmetis- fæði getur verið skemmtilegt og gekk með þá hugmynd í maganum í 10 ár. Þegar ég var að velja mér Tilgangurinn með öllum þessum gjörningi er að vekja athygli á mikilvægi þess að minnka kjötneyslu sem og neyslu á öðrum dýraafurðum í þágu dýravelferðar og umhverfisverndar. lokaverkefni í hagnýtri menningar- miðlun datt mér að búa til þessa vefsíðu,“ segir Harpa sem kom þá í kjölfarið Eldhúsatlasnum á lagg- irnar, eldhusatlasinn.is. „Þetta er raunar matreiðslublogg þar sem ég finn og elda eina uppskrift eða grænmetisrétt frá 196 löndum frá öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og svo ákvað ég að taka Palestínu, Tíbet og Vestur-Sahara inn líka. Nú eru komnar 30 upp- skriftir frá 6 heimsálfum og 24 lönd- um. Ég reikna með að þetta taki um 5 ár,“ segir hún og bætir við að þetta geti þó raunar haldið enda- laust áfram þar sem hún eigi í stök- ustu vandræðum með að velja milli uppskrifta og þannig geti margar uppskriftir verið frá sama landinu. Vekur athygli á verksmiðjubúskap Harpa stúderar uppskriftirnar gaumgæfilega, leggur mikið upp úr ljósmyndum og því að framsetn- ingin sé aðlaðandi. „Hver uppskrift getur tekið ansi mikinn tíma. Það er mikil heimildavinna bak við hverja og eina og ég er lengi að finna og velja. Ég komst fljótlega að því að það er gott að leita ekki bara á ensku heldur nota google transla- te og leita á frummálinu. Mark- miðið er að vera með sem flestar hefðbundnar uppskriftir og stund- um tek ég klassískar uppskriftir og breyti í vegan uppskriftir.“ En þó að áherslan á síðunni sé á fallegum og girnilegum mat frá öllum heimshornum er markmið hennar æðra. „Tilgangurinn með öllum þessum gjörningi er að vekja athygli á mikilvægi þess að minnka kjötneyslu sem og neyslu á öðrum dýraafurðum í þágu dýravelferðar og umhverfisverndar. Það er drif- krafturinn bak við verkefnið þó að uppskriftirnar séu í forgrunni. Bar- áttan gegn verksmiðjubúskap er ástæða þess að ég fór af stað með verkefnið,“ segir Harpa og undir- strikar að verksmiðjubúskapur sé ekki síður vandamál hér á landi en annars staðar. „Mikil eftirspurn eft- ir ódýru kjöti og dýraafurðum hef- ur því miður ýtt undir aukinn verk- smiðjubúskap á Íslandi. Við eigum það til að sjá búskap í svo róman- tísku ljósi, hér er mjög algeng sjón að sjá dýr á beit á sumrin og það er kannski sú ímynd sem við höfum af ræktun dýra hér á landi. Verk- smiðjubúskapur er okkur flestum hulinn enda fer hann nær eingöngu fram á bak við luktar dyr,“ segir LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 20164 MATARTÍMINN Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar Vesturvör 34, 200 Kópavogi, S: 511 1515 • outgoing@gjtravel.is • www.ferdir.is Trier, Luxemborg og Mósel 3.–7. nóvember Vínsmökkun við Mósel Fimm daga ferð þar sem gist er í Trier. Skoðunarferðir og vínsmökkun. Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Óskar Bjarnason. Verð frá 126.900.- Sjá nánar www.ferdir.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.