Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 27.08.2016, Side 52

Fréttatíminn - 27.08.2016, Side 52
Lostæti Bjórsoðin bláskel. Myndir | Rut Geggjaður bjór og ferskt sjávarfang Bjórinn brátt fáanlegur í Vínbúðum. Unnið í samstarfi við Bryggjuna Brugghús Bryggjan Brugghús hefur á stuttum tíma stimplað sig rækilega inn sem eft-irsóttur staður fyrir bjór- unnendur og aðra sælkera. Stað- urinn er fyrst og fremst brugghús og bístróveitingastaður með áherslu á sjávarfang. Elvar Ingi- marsson er markaðsstjóri Bryggj- unnar Brugghúss. „Við erum að brugga 5 tegundir að geggjuð- um bjór; lager, redale, paleale, IPA og hveitibjór. Við erum með tvo bruggara í vinnu sem brugga allan daginn,“ segir Elvar. Bjór- inn hefur fengið góðar viðtök- ur, raunar svo góðar að innan skamms verður hægt að fá hann í Vínbúðum. „Við erum að láta setja hann á dósir, hann verður fáan- legur eftir um tvo mánuði.“ Á Bryggjunni Brugghúsi er salur sem tekur um 100 manns þægilega í sæti, þar er orðið vin- sælt að halda hvers kyns veislur, fyrirtæki nýta hann fyrir árshá- tíðir og einstaklingar fyrir afmæli og brúðkaupsveislur. „Svo erum við með bjórkynningar, þá kemur fólk í bjórsmakk og tekur rúnt um brugghúsið með bruggmeistur- unum. Svo er líka hægt að koma í bjórskóla. Hann er um 90 mínútna langur, bruggararnir sýna brugg- ferlið á breiðtjaldi og fólk fær að smakka alla bjórana og getur drukkið allan þann bjór sem það vill.“ Reglulega eru svo alls kyns uppákomur, tónleikar og fleira til. Ekki má gleyma taco-þriðju- deginum eða „taco-tuesday“ sem margir sækja vikulega. Um þessar mundir eru fram- kvæmdir í gangi við Brugghús- ið. „Við erum að stækka staðinn, smíða bryggju hérna fyrir utan þar sem fólk getur setið í sólinni með bjórsoðinn krækling og bjór eða hvítvínsglas,“ segir Elvar. Eins og áður sagði er lögð áhersla á ferskt sjávarfang og það nýjasta á matseðlinum eru ferskar rækjur í skel sem fólk pillar sjálft og hefur rétturinn slegið í gegn að, sögn Elvars, og er kominn til að vera. Að sjálfsögðu eru hefð- bundnari réttir á seðlinum; borg- arar, steikur, humar og vitanlega barnamatseðill. Í bígerð er bjórklúbbur sem bjóráhugamenn eiga eflaust eftir að fagna. „Fólk fær rafrænt kort og getur skráð sig þannig í klúbb- inn. Þá er bjórinn á góðu verði og meðlimir fá að koma og smakka nýja bjóra þegar þeir koma úr brugghúsinu.“ Margrét Ríkharðsdóttir yfirkokkur. Girnilegt Stökkur þorskur og franskar. Á Bryggjunni Brugghúsi er salur sem tekur um 100 manns þægilega í sæti, þar er orðið vinsælt að halda hvers kyns veisl- ur, fyrirtæki nýta hann fyrir árshátíðir og einstaklingar fyrir afmæli og brúð- kaupsveislur. Elvar Ingimarsson Markaðsstjóri Bryggjunnar Brugghúss LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 20168 MATARTÍMINN

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.