Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 27.08.2016, Qupperneq 53

Fréttatíminn - 27.08.2016, Qupperneq 53
Lystisemdir Frú Laugu í Listasafninu Góðgæti af Laugalæknum í Hafnarhúsinu. Kaffi- og matstofa Frú Laugu Staðurinn er beint framhald af Frú Laugu. „Við erum að nýta góðu vörurnar og afurðirnar okkar sem við erum með í Frú Laugu í létta, næringarríka og gómsæta rétti,“ segir Rakel Halldórsdóttir í Frú Laugu. Mynd | Rut Hafnarhúsið Opið er lengur í Listasafninu á fimmtudagskvöldum og þá er hægt að njóta listarinnar og þeirra viðburða sem eru á vegum Listasafnsins og líta svo við á kaffistofunni og gæða sér á góðu víni og ostabakka. Mynd | Rut Unnið í samstarfi við Frú Laugu Á Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17, er nú hægt að setjast niður og gæða sér á góð- gæti beint frá Frú Laugu; á Kaffi- og matstofu Frú Laugu. „Staður- inn er í rauninni beint framhald af búðinni okkar. Við erum að nýta góðu vörurnar og afurðirnar okk- ar sem við erum með í Frú Laugu í létta, næringarríka og gómsæta rétti,“ segir Rakel Halldórsdótt- ir, eigandi Frú Laugu. „Við erum alltaf með súpu og brúskettur þar sem við notum lífrænu ólífuolí- una okkar og ekta mozzarellaost eða ricotta sem við flytjum inn, mozzarella di bufala eða ricotta di bufala. Svo erum við með einstaklega góða tómata sem fást í búðinni og einnig tómata sem við ræktum sjálf í gróðurhúsinu í Laugardalnum,“ segir Rakel en Frú Lauga er í samstarfsverkefni með Grasagarðinum í Reykjavík og inn í það tvinnast fræðsla til grunnskólabarna um ræktun. „Í fyrrahaust kom allur fjórði bekk- ur í hverfisskólanum í heimsókn, skoðaði ræktunina og fékk að tína af trjánum. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og ánægðir og þetta er eitthvað sem við munum vænt- anlega endurtaka í haust.“ Bulsur og bjór Fleiri léttir réttir eru í boði í Kaffi- og matstofunni en úrvalið fer eftir því hvaða hráefni er í boði hverju sinni í búðinni. „Ef við erum með sítrónur í búðinni bjóðum við til dæmis upp á sítrónuböku og gerum pestó úr þeim jurt- um sem eru ferskar hjá okkur hverju sinni.“ Eins og nafnið gefur til kynna er kaffi á boðstólum, ítalskt og sérinnflutt, og einnig er hægt að gæða sér á sætum bitum og konfekti. „Svo erum við með ítalskan bjór, Baladin, sem enginn annar er með á Íslandi, og lífræna húsvínið okkar er frá siki- leyska framleiðandanum Valdi- bella, sama framleiðanda og gerir ólífuolíuna okkar góðu sem fylla má á flöskur að heiman í verslun Frú Laugu.“ Á fimmtudagskvöld- um er opið til klukkan 22 á Kaffi og matstofunni og annað hvert fimmtudagskvöld í vetur verð- ur boðið upp á viðburði. „Næsta fimmtudag, 1. september, verðum við til dæmis með bulsur og bjór, bulsurnar frá Svavari Pétri og Berglindi í Havaríi með sinnepi og súrkáli og bjór með,“ segir Rakel. Opið er lengur í Listasafn- inu á fimmtudagskvöldum og þá er hægt að njóta listarinnar og þeirra viðburða sem eru á vegum Listasafnsins og líta svo við á kaffistofunni og gæða sér á góðu víni og ostabakka. Íslenskar kantalópur Nú er uppskerutími sem þýðir að Frú Lauga er stútfull af íslenskri uppskeru, rótargrænmeti, að- albláberjum og jafnvel sólberj- um. Ræktun á íslensku hráefni er einnig í blóma og eru íslenskir garðyrkjubændur óhræddir við að fara ótroðnar slóðir ásamt því að rækta það sem er hefðbundnara. „Við höfum verið með mjög góðar íslenskar strengjabaunir, sellerí, blómkál, spergilkál, vorlauk svo eitthvað sé nefnt. Einnig fengum við um daginn melónur frá Engi í Laugarási, stórar, flottar og safa- ríkar kantalópur. Þær eru alls ekki síðri en þær sem koma frá sól- ríkum löndum svo það er sannar- lega ýmislegt hægt að gera,“ segir Rakel. „Svo erum við að fá sendingu frá Ítalíu með lífrænum ferskjum, apríkósum, nektarín- um, vínberjum, einstaklega góða ítalska hvítlauknum og fleiru. Þá fara vinsælu lífrænu eplin frá Englandi alveg að detta í hús.“ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 9 MATARTÍMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.