Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 27.08.2016, Qupperneq 55

Fréttatíminn - 27.08.2016, Qupperneq 55
Bergsson Mathús er opið frá klukkan 7 til 21 alla virka daga, en til klukkan 5 um helgar. Bergsson RE er opinn á virkum dögum frá klukkan 9 til 16 en lokað er um helgar. Upplýsingar um matseðil dagsins er að finna á Facebook síðu staðanna. Einfaldur, hægur, nærandi og bragðgóður Vinsæll Bergsson Mathús veitingastaður hefur fest sig í sessi sem vinsæll morgun- og hádegisverðastaður. Stemmningin er góð og maturinn ljúffengur. Mynd | Rut Fallegur, litríkur og góður matur Það skiptir mig mjög miklu máli hvernig fólk upplifir matinn og sem betur fer er fólk oftast ánægt, segir Þórir Bergsson.morgun- og hádegis- verðastaður. Stemmningin er góð og maturinn ljúffengur. Mynd | Rut Mathús hefur fest sig í sessi sem staður þar sem hægt er að fá einfaldan, hollan og góðan mat á skyndibitatíma. Þjónað er til borð en jafnframt lagt upp úr því að fólk þurfi ekki að bíða lengi eftir matn- um. Góður matur í góðu umhverfi Bergsson Mathús og Bergsson RE eru vinsælir morgun- og hádegisverðarstaðir, þekktir fyrir einfaldan, hollan og góðan mat en ekki síst þægilegt andrúmsloft. Unnið í samstarfi við Bergsson Mathús Staðirnir eru fallega innrétt-aðir á afslappaðan máta í þeim tilgangi að láta fólki líða vel á meðan það nýt- ur góðs matar og félagsskapar. September mánuður verður til- einkaður heilsunni og mun Bergs- son RE, í samstarfi við Siggu Völu sem áður var á Manni Lifandi, opna morgunbar með grautum, drykkjum og skotum sem hægt er að grípa með sér. „Einfaldur. Hægur. Nær- andi. Bragðgóður. Árstíðabund- inn. Beint frá bónda. Eldaður af ástríðu. Úr góðu hráefni. Sem þú borðar aftur & aftur. Í góðum fé- lagsskap. Það er okkar matur.“ Þessi orð mæta gestum Berg- son Mathús við Templarasund og segja allt sem segja þarf um þann metnað og umhyggju sem lögð er í allt á staðnum, frá innrétting- um, framkomu starfsfólks til hins einstaklega ljúffenga matar sem þar er borinn á borð. Staðurinn er vinsæll morgunverðarstaður og opnar klukkan sjö á morgnana. Mathús er það orð sem eigandi staðarins, Þórir Bergsson mat- reiðslumeistari, telur lýsa best þeirri tegund veitingastaðar sem staðurinn er. Orðið bjó hann til þegar hann stofnaði Bergsson Mathús, það hefur náð fótfestu og er víða notað í dag. „Mathús hefur fest sig í sessi sem staður þar sem hægt er að fá einfaldan, hollan og góðan mat á skyndibitatíma. Þjónað er til borð en jafnframt lagt upp úr því að fólk þurfi ekki að bíða lengi eftir matnum,“ segir Þórir. Áhersla er lögð á gæði og vellíðan þeirra sem heimsækja staðinn. Matur- inn er nærandi og bragðgóður og mikið af grænmeti. Hann höfðar til allra skilningarvita og er ekki síst fallegur og litríkur. „Ég geri miklar kröfur um að halda litnum í salatinu, hann má alls ekki þynna út. Brokkólí á að vera vel grænt og eggaldin á að halda sínum rústik dökka lit. Þar að auki þarf að hugsa um litasamsetningar og form þegar maturinn er borinn fram. Það skiptir mig mjög miklu máli hvernig fólk upplifir matinn og sem betur fer er fólk oftast ánægt,“ segir Þórir. Bergsson Mathús hefur til margra ára boðið upp á súr- deigsbrauð sem bökuð eru á staðnum og má segja að það hafi verið upphafið að súr- deigsbrauðs-æðinu hér á landi. Þórir lærði að baka brauðin hjá sjálfum Chad Robertsson sem stundum er nefndur brauð- hvíslarinn og er þekktur fyrir brauðin sem hann bakar og rek- ur eitt besta bakarí í Bandaríkj- unum í San Francisco. „Áhrifavaldar mínir eru víða og fylgist ég grannt með matar- senunni.“ Hollur matur er Þóri hugleik- inn og í september verður sér- stakt heilsuátak í Bergsson RE þegar þar opnar heilsumorgun- verðarbar í samstarfi við Siggu Völu sem áður var hjá Manni Lif- andi. „Á morgunverðarbarnum verða meðal annars chia-graut- ar í boði, wheat-grass skot, engiferskot og fleira sem fólk getur tekið með sér úr húsi. Þetta er mjög spennandi samstarf,“ segir Þórir. Bróðir Bergsson Mathúss er Bergsson RE á Grandagarði. Það er hádegisverðarstaður sem hefur til að bera öll sömu höfuð- einkenni Bergsson Mathúss, en sérstök áhersla er lögð á að elda úr fiski. „Á Bergsson RE finnst okkur skemmtilegast að elda fisk, hvað sem er úr fiski, enda horfum við á fiskinn koma í land út um gluggann hjá okkur,“ segir á heimasíðu staðarins. Útsýnið og staðsetningin er heillandi og gefst fólki færi á að panta salinn, ásamt veitingum, fyrir allskonar veislur, svo sem brúðkaup, afmæli eða árshátíð. „Veitingastaður- inn Bergsson RE er ekki opinn á kvöldin því við viljum geta boðið fólki að panta staðinn fyrir sér- stök tilefni.“ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 11 MATARTÍMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.