Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 27.08.2016, Síða 58

Fréttatíminn - 27.08.2016, Síða 58
Unnið í samstarfi við Búrið Ljúfmetisverslunin Búrið hefur nú verið við Granda­garð í 3 ár en í lok septem­ber fagna Búrverjar átta ára afmælinu sínu. „Við höfum í þessi átta ár verið að sinna fólki sem er að hafa gaman saman,“ segir Eirný Sigurðardóttir sem hefur verið vakin og sofin í heimi sælkeravara og góðgætis í yfir áratug. Vel þjálfað starfsfólk Í vetur verður boðið upp á við­ bót við þá þjónustu sem fyrir er; ósamsetta ostabakka þar sem Búrverjar velja það sem þeim finnst best. „Eitt af því sem við höfum gert mikið af gegnum tíð­ ina eru ostabakkar þar sem fólk kemur og velur úr borðinu hjá okkur. Við höfum fundið að sum­ um finnst þetta flókið og vilja að við veljum fyrir það. Með þessari þjónustu eru Búrverjar í rauninni bara að setja saman það sem við myndum gera heima hjá okkur. Við leggjum mikinn metnað í að starfsfólkið okkar sé vel þjálf­ að og gefi persónulegar ráð­ leggingar, við erum í raun bara að hugsa fyrir fólk. Við erum að taka næsta skref – sendum fólk heim með góðgætið og góðu ráð­ in,“ segir Eirný en með hráefninu Himnasending fyrir ostaunnendur á hraðferð Búrverjar senda þig heim með það sem þeim finnst best. Bakkinn í bitum Dæmi um hvaða hráefni fylgir með í pakkanum Myndir | Rut Fullt hús matar Hillurnar svigna undan kræsingum Búrverjar Viðskiptavinir Búrsins treysta Búrverjum fyrir veisluföngumEirný Búrið verður 8 ára í lok september. Ætluðu bara að vera tvö í rómantíkinni Gæðin öll í hlutföllum og meðhöndlun á hráefninu. Unnið í samstarfi við Eldofninn Hjónin Ellert Ingimundar­son og Eva Karlsdóttir ætluðu að stofna lítið fjölskyldufyrirtæki en eiga í dag einn vinsælasta pítsu­ staðinn í Reykjavík, Eldofninn í Grímsbæ. „Þetta var bara gamall draumur, að þegar losnaði um hjá okkur ætluðum við stofna lítið fjölskyldufyrirtæki. Bara tvö hérna í rómantíkinni en þetta hef­ ur bara vaxið langt yfir okkur,“ segir Ellert og bætir við að planið hafi verið að selja um 100 pítsur á dag en það sé nærri sölunni á klukkutímanum, kannski tveimur. Eldofninn sérhæfir sig í þunn­ botna eldbökuðum pítsum og leggur mikinn metnað í sósuna sem er hægelduð með plómu­ tómötum, rauðlauk, hvítlauk og kryddi. Ellert og Eva komu ný inn í veitingabransann þó að Ellert hafi reyndar fengið eldskírnina í pítsu­ bakstri á Eldsmiðjunni í gamla daga. „Við erum búin að vera að læra allan tímann og erum að læra ennþá. Það tók okkur langan tíma að finna rétta deigið og við fórum margar krókaleiðir en það var líklega bara einhver sem stýrði okkur á réttan stað. Gamlir pítsu bakarar segja að þetta felist í húsnæðinu. Hefunin og allur „próssessinn“ með deigið, það eru gamlar bábiljur um að þetta sé allt í húsinu. En þetta er vissulega allt lifandi.“ Eldofninn virðist hafa hitt naglann á höfuðið með uppskrift­ ir að sósunni og deiginu, það er eitthvað sem gengur fullkomlega upp. Ellert vill þó ekki meina að um leyniuppskrift sé að ræða; gæðin séu öll í hlutföllum og meðhöndlun á hráefninu. „Það er þessi natni sem skiptir svo miklu máli. Það fer svo mikill tími í alla þessa væntumþykju í hráefnið. Fólk kemur ekkert hingað inn og byrjar bara að baka, allir verða að vita hvað þeir eru með í höndun­ um.“ Eldofninn er ekki stór staður og oft verður biðin töluverð eftir borði. „Við þökkum fyrir það að kúnnarnir eru mjög þolinmóðir. Við erum með eins mikinn mann­ skap og við komum fyrir á þess­ um 100 fermetrum. Það gengur hratt fyrir sig um leið og pláss fæst.“ Eftir pítsuna er tilvalið að fá sér góðan kaffibolla en fjöl­ skyldan flytur einmitt inn ítalskt gæðakaffi sem er til sölu í Mela­ búðinni og Kjöthöllinni. En hvað fær Elli yfirbakari sér á pítsuna? „Það er ein sem varð til mjög snemma og heitir Elli pepp sem ég fer alltaf aftur í. Ég hef alltaf verið mikið fyrir sterkt þannig að það er auðvitað pepp­ eroni og hakkað jalapeno, flestir eru með jalapeno skífur en við hökkum það niður og dreifum því meira eins og kryddi, svo set ég rauðlauk og papriku sem verður svakalega sæt og góð. Svo koma sveppir þar ofan á, þetta er alveg svakaleg pítsa.“ munu fylgja pörunarráðleggingar sem hjálpa til við að setja saman bakkann. Gæti ekki verið einfaldara Það sem mun fylgja þessum til­ búnu ósamsettu bökkum er allt sem þarf til þess að byggja upp fallegan og girnilegan osta­ bakka. „Bakkinn í bitum“, eins og Eirný orðar það; fjórir ostar af topp tíu vinsældalista Búrsins, ferskir ávextir, kex eða brauð, sætmeti og sultmeti og niður­ skorið kjöt. Eirný segir erfitt að áætla nákvæmt innihald pakk­ ans hverju sinni enda fari það eftir því hvað er ferskast og best á hverjum tíma fyrir sig. Hægt verður að koma með séróskir upp að vissu marki en svo er það bara að treysta Búrverjum – enda traustsins verðir! „Þú hringir og pantar, við tökum góðgætið til og þú stekkur inn til okkar og sækir, þetta gæti ekki verið ein­ faldara.“ Hægt er að panta fyrir í minnsta lagi 6 manns og verðið á mann er 2600 krónur, Sé pantað fyrir 12 eða fleiri keyra Búrverjar sælgætið heim að dyrum á höf­ uðborgarsvæðinu. Öruggast er að panta daginn áður en sækja á góðgætið en Eirný segir það sleppa ef fólk hringir að morgni ef það ætlar að sækja eftir vinnu. Vert er að minna á að ný önn er að hefjast í Ostaskóla Búrsins. Hann hefur verið starfræktur frá öðru ári rekstursins en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. „Þá voru kannski bara ég og tve­ ir aðrir aðilar inni í búðinni eftir lokun en núna fara mörg hund­ ruð manns gegnum húsið á hverri önn,“ segir Eirný og bendir á vef­ síðuna burid.is ef fólk vill kíkja á þau námskeið sem framundan eru en þeirra á meðal er Ostaást 101, Ostar og vín og Vetrarostar og yljandi meðlæti. Það besta í bænum Tímaritið Grapevine útnefnir bestu veitinga­ staðina í Reykjavík Tímaritið Reykjavík Grapevine út- nefndi á dögunum það besta sem er í boði í veitingahúsaflórunni í höfuðborginni. Grapevine hefur gert þetta á hverju ári um nokkurt skeið og niðurstöðurnar gefa því ágætis mynd af því hvað stendur upp úr hverju sinni. Besti veitingastaðurinn, eða The Best Goddamn Restaurant eins og flokkurinn kallast, er Snaps við Óðinstorg. Þetta er fimmta árið í röð sem Snaps þykir sá besti í þessum flokki en að þessu sinni hafnaði Matur og drykkur í öðru sæti og Apótek í þriðja. Bestu fjölskyldumáltíðina færðu á Laundromat Café, besta sushi-ið er á Fiskmarkaðinum og besta pítsan fyrirfinnst á nafn- lausa staðnum á Hverfisgötu 12, samkvæmt Grapevine. Þá er Búllan með besta borgar- ann í bænum en þar á eftir koma Block Burger og Dirty Burger & Ribs. Besti grænmetisborgarinn er hins vegar á Kaffi Vest en græn- fóðrungar fá sömuleiðis góðan borgara á Block Burger og Bike Cave í Skerjafirði. Besta grænmetisfæðið er á Kaffi Vinyl, besti tælenski maturinn er á Ban Thai, þriðja árið í röð, en Austur-Indíafjelagið er með besta indverska matinn. Bestur Snaps er besti veitingastaðurinn í Reykjavík, að mati Reykjavík Grapevine. Besti borgarinn Á Búllunni fást bestu borgarar bæjarins. LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 201614 MATARTÍMINN

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.