Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 03.09.2016, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 03.09.2016, Qupperneq 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 Streita er oftast ástæða fyrir forföllum starfsmanna, slakari frammistöðu og afköstum ásamt neikvæðu andrúmslofti. Talið er að um 50- 60% allra tapaðra vinnudaga í ríkjum Evrópusambandsins megi tengja við streitu og vegna andlegrar vanlíðunar sem þunglyndis, kvíða, minnistruflana og þreytu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin spáir því að árið 2020 verði þunglyndi önnur helsta orsök örorku. Margir andlega fjarverandi í vinnunni Streita er ein algengasta ástæða vinnufjarveru og kostar samfélagið stórar upphæðir. Ólafur Þór Æv- arsson, yfirlæknir á Streitu- rannsóknarstofnuninni í Gautaborg (Institutet för stressmedicin), segir stóran hlut tapsins einnig koma til vegna veikindanærveru. Hann vill aukna umræðu um vandann. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur eytt stórum hluta starfsævi sinnar í að vinna á sviði forvarna og streitu en síðastliðið ár hóf hann störf sem læknir og vísindamaður við Streiturannsóknarstofnunina í Gautborg, þar sem orsakir, eðli og einkenni streitu eru rannsakaðar. Stofnunin er rekin í samstarfi við há- skólann í Gautaborg og segir Ólafur það forréttindi að fá að kynnast því sem Svíar eru að gera en á stofnun- inni starfi mjög færir læknar og vís- indamenn undir stjórn Ingibjargar Jónsdóttur prófessors. 60% forfalla má rekja til streitu Af hverju eru Svíar svona framarlega í vinnuvernd? „Ætli það sé ekki af því að þeir eru búnir að átta sig á því hvað það hlýst mikill kostnaður af veikindafjar- veru, bæði fyrir fyrirtækin og sam- félagið allt. Það er mun kostnaðar- samara að missa fólk úr vinnu en að fyrirbyggja streitu með forvörnum,“ „Ég tók á móti manni hér í morgun, hámenntuðum prófessor, sem mundi ekki hvar hann hafði lagt bílnum.“ ekki vinnufærir. Það er talið að veik- indanærvera sé jafn kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki og veikindafjarvera, þar sem framleiðnin er mun minni.“ Er lausnin aldrei að skipta um vinnu? „Jú, stundum er það niðurstaðan að fólk hafi ekki burði eða áhuga til að vera í ákveðinni vinnu. Og þá er best að skipta. En það er mun- ur á starfsleiða og andlegri og lík- amlegri vanlíðan vegna streitu. En besta leiðin til að fyrirbyggja hvers kyns vanlíðan er hvíld og endur- næring því þá eru minni líkur á að afleiðingar á heilsufar verði alvar- legri. Svíar leggja mikla áherslu á vel sé fylgst með líðan starfsfólks með sálfélagslegri greiningu og að gripið sé fljótt inn með aðstoð ef líð- an er ekki góð. Einnig er lögð mik- il áhersla á gott vinnuumherfi. Því er vel gætt að því að fólk fái hvíld í vinnutímanum, taki kaffipásur og hádegishlé og fari ekki með vinnuna heim. Mjög mikil áhersla er lögð á reglulega hreyfingu, en rannsóknir Streiturannsóknarstöðvarinnar hafa sýnt að hreyfingin eflir heilastarf- semina og vinnur gegn neikvæðum áhrifum streitunnar.“ segir Ólafur en rannsóknir sýna að allt að 60% forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. „Stjórnvöld virðast hafa skiln- ing á þessu því það hefur verið sett töluvert fjármagn í rannsókn- ir á streitu og forvarnir. Þar að auki eru Svíar nýbúnir að endurskoða vinnuverndarlögin sem eru mun skýrari en þau íslensku. Nýju lög- in leggja meiri áherslu á ábyrgð atvinnuveitanda og mannauðsstjóra þegar kemur að heilsu starfsfólksins. Ábyrgðin er sett á aðrar herðar en bara launþeg- ans. Mergur málsins er að þetta er ekki einstaklingsvandamál. Það þarf auðvitað að sjá um einstaklinginn en það þarf að lyfta úrvinnslunni á annað plan og beina athyglinni á kerfið sem einstak- lingurinn vinnur í. Vinnuveitandi þarf að sjá til þess að vinnuaðstæður séu ekki þess eðlis að þær framkalli streitu eða vanlíðan.“ Gleymska og þreyta Hvernig lýsir þessi vanlíðan sér? „Á Íslandi er talað um að brenna út en Svíar tala um að keyra í vegginn. Það er ástand sem margir kannast við og góð hvíld getur lagað það. En ástandið getur orðið mun alvarlegra. Þegar maður er kominn í mikla vanlíðan vegna streitu og nánast orðin óvinnufær þá fylgja nánast alltaf með kvíði og þunglyndi, verkir og svefntruflanir. En til viðbótar eru lúmsk einkenni sem óeðlileg þreyta og orkuleysi, einbeitingarskortur og gleymska. Ég tók á móti manni hér í morgun, hámenntuðum prófess- or, sem mundi ekki hvar hann hafði lagt bílnum. Hann gleymdi því ekki í augnablik heldur bara fann hann ekki bílinn sinn aftur,“ segir Ólafur og bætir því við að í dag séu flest- ir vísindamenn sammála um að grunnstarfsemi heilans truflist við of mikla streitu. Tengsl hans við hormónakerfið fari allt úr jafnvægi og það valdi þessum líkamlegu ein- kennum. Veikindanærvera Ólafur segir nauðsynlegt að fjalla meira um streitu og veikindafjarvist- ir á Íslandi. „Það er ekkert sem seg- ir að staðan á Íslandi sé önnur en í Svíþjóð og við vitum að veikinda- fjarvistir eru miklar á Íslandi en Ís- lendingar hafa átt það til að líta á streitu sem feimnismál. Streita er ennþá talin vera veikleiki því við erum svo miklir víkingar. Það er dá- lítið fast í okkur að þrýsta á fólk til að vinna þó það sé í raun óstarfhæft, sem veldur því að starfsfólk mæt- ir en er samt andlega fjarverandi. Streita er ein algengasta ástæða vinnufjarveru og kostar samfélag- ið mjög mikið. Veikindanærvera er nýtt hugtak sem er farið að nota meira í Svíþjóð og víðar, en það hjálpar til við að skilja aðstöðu þeirra einstaklinga sem mæta til vinnu en eru í raun andlega fjarverandi og alls KÚNSTIN AÐ NÆRAST Misvísandi upplýsingar um mataræði og flóra af iðnaðarfram- leiddum mat getur gert fólki erfitt fyrir í daglegum ákvörðunum um matarvenjur. Við bjóðum upp á hagnýtan fróðleik í stuttum erindum fyrir alla með áhuga á heilbrigðum lífsstíl. Haldið í sal Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, þriðjudaginn 6. sept- ember kl. 17 til 18:15. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en óskað er eftir skráningu á krabb@krabb.is. Samantekt frá Foodlose ráðstefnunni Guðmundur F. Jóhannsson, læknir og skipuleggjandi Foodlose ráðstefnunnar, fjallar um helstu niðurstöður fyrirlesara á Foodlose ráðstefnunni sem haldin var í maí í Hörpu. Borðar þú með frum- eða framheilanum? Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsufræðum og fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, fjallar um þá þætti sem stjórna fæðuinntöku okkar. Hollir og gómsætir réttir úr eldhúsi Happ í boði fyrir gesti. Máttur matarins Er fiskur ofurfæða? Jóhanna Eyrún Torfadóttir, löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum, fjallar um nýja skýrslu sem hún vann um heilnæmi fiskneyslu og áhrifa hennar á heilsu. Á 21. ÖLDINNI Apótek framtíðarinnar er að finna í ísskápnum. Lukka í Happ fjallar um hvernig við getum haft áhrif á heilsu okkar og vellíðan með því að velja gott hráefni til að setja inn fyrir okkar varir. Hugmyndir og uppskriftir að hollum og góðum réttum. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur síðastliðið ár unnið sem yfirlæknir við Streiturannsóknarstofnun Gauta- borgar (Institutet för Stressmedicin). Ólafur verður með erindi um andlega fjarveru í starfi á málþinginu „Líður þér vel í vinnunni?“ sem er um vinnu- vernd í september. Þar munu Kristina Glise læknir og prófessor Ingibjörg Jónsdóttir, yfirmaður Streitustofn- unarinnar, einnig koma fram og segja frá nýjustu rannsóknum á streitu; sjá frekar á www.stress.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.