Fréttatíminn - 22.10.2016, Síða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016
Stjórnmál Sænski þingmaður-
inn Oscar Sjöstedt er í vand-
ræðum eftir að hann sagði frá
reynslu sinni í íslensku slátur-
húsi í myndbandi sem var lekið
úr röðum Svíþjóðardemókrata.
Á myndbandinu segir hann frá
þýskum vinnufélögum sínum
sem spörkuðu í kindaskrokka
og kölluðu þá gyðinga. Vinnu-
staður Sjöstedts á Íslandi hefur
enn ekki fundist.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Sænski þingmaðurinn og Svíþjóðar-
demókratinn Oscar Sjöstedt fékk að
öllum líkindum vinnu í sláturhúsi
á Íslandi árið 2009 í gegnum fjóra
þýska þjóðernissinna sem hann
þekkti. Þetta segir fyrrverandi
samstarfsmaður hans í Svíþjóðar-
demókrötum. Myndband af Sjö-
stedt, þar sem hann segir frá með
því með gamansömum hætti hvern-
ig fjórir þýskir nasistar sem hann
starfaði með í sláturhúsi á Íslandi
spörkuðu í dauðar kindur og köll-
uðu þær gyðinga, hefur vakið mikla
athygli í Svíþjóð.
Myndbandið þykir vera enn ein
sönnunin fyrir tengslum Svíþjóðar-
demókrata við öfgafulla þjóðern-
isshyggju, gyðinga- og útlendinga-
hatur auk þess sem það sýni fram
á samskipti þeirra við öfgafull öfl
í öðrum Evrópulöndum. Flokks-
forysta Svíþjóðardemókrata hefur
þurft að svara fyrir myndbandið og
sagði formaður flokksins, Jimmie
Åkeson, meðal annars að það væri
„óheppilegt“.
Daniel Assai, fyrrverandi með-
limur og þátttakandi í flokksstarfi
Svíþjóðardemókrata, segir í við-
tali við Fréttatímann að hann telji
að Sjöstedt hafi þekkt Þjóðverjana
fjóra sem hann starfaði með á Ís-
landi og að hann hafi farið til Ís-
lands til að vinna í sláturhúsinu af
því hann var ekki með vinnu á þess-
um tíma. „Þetta var engin tilviljun
miðað við þau samtöl sem ég átti
við hann. Ég skildi hann þannig að
hann hefði verið í samskiptum við
Þjóðverjana áður en hann fór þar
sem hann sagði okkur að hann ætti
þýska vini á Íslandi. […] Hann seg-
ir núna að hann hafi ekki þekkt þá
fyrir en það er kjaftæði,“ segir Assai
sem er sá sem opinberaði mynd-
bandið af Sjöstedt.
Assai, sem var þátttakandi í starfi
Svíþjóðardemókrata frá 2007 til
2013 og sat meðal annars í stjórn
flokksins í Stokkhólmi, þekkti Sjö-
stedt vel á þessum tíma. „Hann
sagði frá því að hann hefði slátrað
31.400 kindum á Íslandi.“ Hann
segir að Oscar hafi komið til baka
til Svíþjóðar frá Íslandi og með-
al annars unnið hjá sænsku flutn-
ingafyrirtæki í kjölfarið af því hann
átti erfitt með að fá annað starf. Síð-
an hafi hann sest á þing fyrir Sví-
þjóðardemókrata árið 2014. „Sjö-
stedt fékk ekki að fara á þing fyrr
en árið 2014 vegna þess að hann var
með bakgrunn innan hreyfingar
nýnasista.“
Fréttatíminn hefur síðustu dag
leitað að sláturhúsinu á Íslandi þar
sem Oscar Sjöstedt kann að hafa
unnið. Sjálfur hefur Sjöstedt ekki
viljað svara spurningum Frétta-
tímans um málið en blaðið hef-
ur ítrekað haft samband við hann
símleiðis, í tölvupóstum og SMS-
-skilaboðum. Leit Fréttatímans að
vinnustað Sjöstedts á Íslandi hefur
hins vegar ekki borið árangur en
blaðið hefur spurst fyrir um málið
hjá yfirmönnum í sláturhúsunum á
Selfossi, Sauðárkróki, Vopnafirði,
Hvammstanga, Húsavík, Blönduósi,
Kópaskeri og Höfn í Hornafirði. Þá
hefur Fréttatíminn heimildir fyrir
því að sænskir fjölmiðlar hafi einnig
leitað eftir vinnustað Sjöstedts í
sláturhúsum Íslands.
„Hann segir núna að
hann hafi ekki þekkt þá
fyrir en það er kjaftæði.“
Leitin að rót sænsks
hneykslismáls á Íslandi
Eitt af því sem skiptir máli í umræðunni um störf Oscars Sjöstedts í óþekktu
íslensku sláturhúsi árið 2009 er hvernig hann fékk starfið og hvort það var í
gegnum fjóra þýska nasista sem hann þekkti áður, líkt og Daniel Assai ýjar að.
29771
Berjast fyrir kofa sem
stenst ekki öryggiskröfur
Samfélag „Við byggðum þennan
kofa með styrkjum frá borginni.
Svo kom heilbrigðisfulltrúi og
sagði þetta einhverskonar dauða-
gildru,“ segir Guðmundur Albert
Harðarson, verkfræðingur og
formaður íbúasamtaka Vestur-
bæjar.
Samtökin fengu 300 þúsund króna
styrk frá Reykjavíkurborg og ákváðu
að nýta féð til þess að byggja upp leik-
svæðið í Nýlendugarði, eða Hólaróló,
eins og svæðið er oft kallað.
Samtökin hafa mætt töluverðri
andstöðu við uppbygginguna, en
formaðurinn og foreldrar í hverfinu
eru orðin langþreytt á stappinu við
eftirlitsaðila.
Foreldrar og nágrannar komu
saman síðsumars og byggðu upp
svæðið, meðal annars svalir sem
voru byggðar á sandkassa sem
fyrir var.
„Heilbrigðisfulltrúi kom svo og tók
út svalirnar og niðurstaðan var sú að
þær væru hættulegar,“ útskýrir Guð-
mundur Albert. Hann segir að hann
og aðrir foreldrar hafi þá ákveðið að
breyta svölunum í kofa til þess að
tryggja öryggi allra.
Nokkru síðar kemur eftirlitið aft-
ur og þá voru gerðar athugasemd-
ir við kofann og krafa gerð um að
hann yrði fjarlægður umsvifalaust
þar sem hann stæðist ekki örygg-
iskröfur. Guðmundur segir kofann
varla hættulegan og bendir á að það
megi finna hættulegri leiktæki víða
um borg. Hann er ósáttur við þung-
lamalegt eftirlit borgarinnar sem hef-
ur áður fjarlægt körfuboltahring af
svæðinu.
Guðmundur segir það lýjandi fyr-
ir íbúa að reyna að auðga umhverf-
ið sitt en ávallt mæta, að því er sem
þau vilja meina, smásmugulegum
athugasemdum eftirlitsaðila, en
hópurinn fundaði í gær með lands-
lagsarkitekt á vegum borgarinnar um
málið. | vg
Hér má sjá kofann
hættulega og dæmi
nú hver fyrir sig.
Verður 86 ára þegar
launajafnrétti er náð
Sonja Ýr er 34 ára í dag, en
verður orðin 86 ára þegar
jafnrétti næst, ef þróunin
verður samskonar og
síðustu ellefu ár.
Jafnréttismál „Það verður geng-
ið út klukkan 14.38,“ segir Sonja
Ýr Þorbergsdóttir, lögmaður
hjá BSRS og ein af þeim sem
koma að skipulagi þegar konur
leggja niður störf á mánudaginn
næsta.
Konur munu leggja nið-
ur störf á slaginu 14.38
næsta mánudag til þess
að mótmæla launamuni
kynjanna. Síðast, eða
árið 2010, var gengið út
klukkan 14.25. „Á ellefu
árum höfum við grætt
heilan hálftíma,“ segir
Sonja sem þykir barátt-
an ganga heldur hægt
fyrir sinn smekk.
„Þetta þýðir að við
höfum þokast áfram um
þrjár mínútur á ellefu árum. Með
sama áframhaldi verðum við búin
að jafna munin árið 2068,“ útskýr-
ir Sonja, sem er 34 ára í dag. Hún
verður því orðin 86 ára þegar jafn-
rétti er náð, að því gefnu að þróunin
verði stöðug.
„Við hvetjum konur til þess að
fjölmenna á Austurvöll klukk-
an 15.15 á mánudaginn, og eins
hvetjum við karlmenn til þess að
axla ábyrgð á heimilisstörfum
og öðru þennan tíma,“ segir
Sonja Ýr. | vg
Gústaf vann við sér-
verkefni hjá súlustað
Stjórnmál „Manni líst satt að
segja ekki á það í hvaða farveg
stjórnmálin er komin,“ segir
Gústaf Níelsson, en hann var
sakaður um tengsl við súlu-
staði, vændi og jafnvel mansal
af Jens G. Jenssyni, oddvita
Íslensku þjóðfylkingarinnar í
Norðvesturkjördæmi.
Ummælin lét Jens falla í forystu-
sætinu á RÚV. Gústaf hefur raunar
tengsl við súlustaði en hann starfaði
í sérverkefnum hjá súlustaðnum Bó-
hem snemma á síðasta áratug.
„Það var allt fullkomlega lög-
legt,“ segir Gústaf sem telur það þó
algjört aukaatriði. Hann segir um-
mæli oddvitans alvarleg og að það
sé sérkennilegt að RÚV hafi leyft
þeim að birtast, hafi viðtalið ekki
verið í beinni útsendingu.
„Ég læt auðvitað lögmenn fara
yfir málið,“ segir hann, en for-
maður Íslensku þjóðfylkingarinn-
ar, hefur hótað að kæra
Gústaf fyrir stuld á
kjörgögnum. | vg
Gústaf Níelsson seg-
ist ekki hugnast það
hvert stjórnmála-
umræðan er að
stefna.
Prima ehf sennilega úr leik
Útboð Reykjavíkurborgar hefur hert reglur um
reynslu til fyrirtækja sem mega byggja nýjan
skóla í Úlfarsárdal. Prima ehf, sem átti óvenju-
lega lágt boð í verkið, er því líklega úr leik.
Tilboð verktakans Prima ehf í útboði Reykjavíkur
um byggingu skóla í Úlfarsárdal, þykir óvenjulega
lágt, eins og fram kom í Fréttatímanum í vikunni.
Boðið var 79% af kostnaðaráætlun. Þá var sagt
frá því að Prima ehf hefði samið um vinnu við
nýtt Icelandair-hótel fyrir 59% af kostnað-
aráætlun. Samkeppnisaðilar saka fyrirtækið
um óeðlileg undirboð.
Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri
framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar,
segir að formgalli hafi verið á útboðinu
um skólabygginguna og því hafi þurft að
hafna öllum boðum, framlengja umsóknarfrestinn og
kalla eftir nýjum tilboðum. Í nýja útboðinu gerir
borgin nú hertari kröfur til fyrirtækjanna um að
hafa reynslu af slíkum framkvæmdum. „Vegna
umfangs verksins þurftum við að auglýsa það
á evrópska efnahagssvæðinu líka. Við ákváðum
að skerpa á reglum um reynslu fyrirtækjanna
sem taka þátt. Það er eðlilegt því verkið er
umfangsmikið, dýrt og flókið og krefst
reynslu.“ Þar sem Prima ehf hefur ekki
verið með starfsemi á undanförnum
árum er ekki ólíklegt að það sé úr leik
í kappi um verkið. | þt
Ámundi Brynjólfsson segir eðlilegt
að gera kröfur um reynslu.
Létt og skemmtileg spænskunámskeið
Verða haldin í Stórholti 18. Kennarar eru Jakobína Davíðsdóttir og
Carmen Nogales. Gestakennari með fyrirlestur um Spán og spænska
menningu eru Kristinn R. Ólafsson. Meiri áhersla er lögð á tal og minni
á málfræði. Námskeiðinu lýkur svo með tapaskvöldi. Námskeiðin standa
í 4 vikur. Boðið er uppá byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið.
Byrjendakúrs:
Mánudaga og miðvikudaga
10:00 - 11:30
Mánudaga og miðvikudaga
13:00 - 14:30
Mánudaga og miðvikudaga
17:30 - 19:00
Mánudaga og miðvikudaga
19:15 - 20:45
Þriðjudaga og fimmtudaga
19:15 - 20:45
Framhaldsnámskeið II:
Þriðjudaga og fimmtudaga
10:00 - 11:30
Þriðjudaga og fimmtudaga
17:30 - 19:00
Framhaldsnámskeið III:
Þriðjudaga og fimmtudaga
13:00 - 14:30
Námskeiðin hefjast 24 og 25 október.
Verð á mann 25.500.-
Upplýsingar í síma 698 5033 eða
spaenskuskolinnhablame@gmail.com
Spænskuskólinn Háblame