Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 22.10.2016, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 22.10.2016, Qupperneq 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016 vörusamningunum sem kostar ríkið aukalega milljarð á ári og heildarkostnaður þeirra næstu tíu árin, þegar tekið sé tilliti til beins og óbeins stuðnings, sé á bilinu 220- 240 milljarðar. Helstu gagnrýnend- ur samningsins bentu jafnframt á að enginn ábati væri fyrir neytend- ur af samningunum. Katrín segir gagnrýni á VG óverðskuldaða. „Við höfum alltaf verið mjög skýr í því að við styðjum innlendan landbún- að og erum hlynnt styrkjum í land- búnaði. Við vorum reyndar ósátt við mjög margt í samningnum, svo sem skort á áherslum á umhverfis- mál og dýravelferð en ákváðum að leggjast ekki gegn samningnum eft- ir að endurskoðunarákvæðið kom inn í. Okkur fannst það síðri kostur að halda áfram með þágildandi samning,“ segir hún. Eitt af því sem einna harðast var gagnrýnt var að enginn ábati hafi verið fyrir neytendur í þess- um samningum. Tollar á landbún- aðarvörur voru ekki rýmkaðir og eru erlendar landbúnaðarvörur því ekki enn samkeppnishæfar í verði fyrir íslenska neytendur. Finnst Katrínu þetta í lagi? Af hverju vilja Vinstri græn ekki að Íslendingar geti keypt erlent kjöt á umtalsvert lægra verði en nú er hægt sökum tollaálagningar? „Við höfum ver- ið mjög gagnrýnin á innflutning á landbúnaðarafurðum af mat- vælaheilbrigðisástæðum,“ byrjar Katrín. Ég leyfi mér að grípa fram í fyrir henni því þessi rök halda ekki vatni og bendi á að við flytjum nú þegar inn talsvert magn land- búnaðarvara, svo sem frosið kjöt, sem ekki hefur verið talið ógna matvælaöryggi hér á landi sem eru einfaldlega tollaðar mjög hátt til þess að gera íslenskan landbún- að samkeppnishæfari. Það hagnist ekki neytendum. „Já, já, það er þegar gert,“ játar hún. „En þegar ég tala um matvæla- öryggissjónarmið á ég við hráa kjöt- ið,“ útskýrir hún. En ég er að tala um frosna kjötið, held ég áfram. „Hvað varðar tollana þá þarf auð- vitað að skoða það í samhengi við okkar landbúnað hvernig hann ber sig í samhengi,“ svarar Katrín. „Mér fannst tollamálin ekki vera rædd í samhengi við þennan búvörusamn- ing og skorta á greiningu á áhrifum þar á milli. Umræðan fór fram hjá garðyrkjubændum á sínum tíma og það hefur gengið upp. Þannig að það er kannski ekki grundvallaraf- staða að við séum með eða á móti tollum en við verðum að gæta þess að við setjum ekki íslenskan land- búnað á hliðina og það þarf líka að umhverfismeta áhrifin af flutningi landbúnaðarafurða heimshorna á milli,“ segir hún. Kannski ekki pólitískur vilji Ég spyr hvers vegna þessi um- ræða hafi ekki verið tekin út frá sjónarmiði neytenda, ekki síður en bænda. „Kannski hefur ekki verið nægilegur pólitískur vilji til þess,“ svarar hún. Hún er líka til í að skoða einokunarstöðu Mjólk- ursamsölunnar þegar ég spyr um það hvað ríkisstjórn með þátttöku Vinstri grænna hafi hugsað sér að gera til að auðvelda aðkomu lítilla fyrirtækja að mólkuriðnaðinum. „Við þurfum að tryggja upphafleg markmið með stofnun Mjólkursam- sölunnar, að gera mjólkurvinnslu hagkvæmari fyrir neytendur með því að safna saman allri mjólk á einn stað, á sama tíma og við auð- veldum starfsemi lítilla aðila,“ segir Katrín. Hugmyndir um samfélagsbanka Ég vendi kvæði okkar í kross og spyr hana um hugmyndir Vinstri grænna um samfélagsbanka. Eru þær ekki afturhvarf til fortíðar? Hvernig ætlar VG að tryggja að slíkur banki verði ekki byrði á rík- issjóði líkt og Íbúðalánasjóður, til að mynda? „Við höfum talað fyrir því að ríkið eigi Landsbankann. Við leggjum jafnframt áherslu á að við- skipta- og fjárfestingbabankaþjón- usta verði aðskilin í bankakerfinu og það er nokkuð sem við myndum vilja gera áður en ráðist væri í sölu bankanna og það þarf að vanda sig við tímasetningar á bankasölu því aðalatriðið er að almenningur fái gott verð fyrir þá eignarhluti sem verða seldir. Við myndum telja rétt að selja þá til dæmis fjárfestinga- hluta Landsbankans og breyta við- skiptabankahlutanum í banka í þágu landsmanna sem rekinn væri undir öðrum formerkjum en hann er í dag og gæti til að mynda lánað til fyrstu íbúðakaupa,“ segir hún. Hljómar kunnuglega Þetta hljómar óneitalega kunnug- lega. Árið 2004 tilkynnti þáver- andi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um aðgerð- ir Íbúðalánasjóðs til að auðvelda íbúðakaup með því að lána 90% af virði íbúða. Hinir bankarnir fylgdu á eftir og urðu aðgerðirnar til þess að íbúðaverð hækkaði langt um- fram það sem gert hafði verið ráð fyrir. Íbúðalánasjóður var rekinn með tapi um langt árabil og var gífurleg byrði á ríkissjóði. Hvern- ig ætlar Katrín að tryggja að slíkt gerist ekki með samfélagsbankann hennar? Hvað lærdóm má draga af Íbúðalánasjóði? „Íbúðalánasjóð- ur lánaði náttúrulega til verkefna sem ekki gengu upp,“ svarar hún. Ég leyfi henni ekki að klára því ég skil ekki hvernig hún ætli að tryggja að öll verkefni nýja samfélagsbank- ans muni ganga upp og spyr hana að því. „Nei, nei, maður getur það ekki. En við erum samt að horfa til þess að ungt fólk á mjög erfitt að kaupa sér íbúðir. Ég vil ganga mjög skynsamlega um þessar dyr en minni jafnframt á að við vorum hér með þrjá einkarekna banka sem fóru rækilega á hausinn þannig að ekki reyndist það heldur vel. Við erum með fullt af módelum af sam- félagsbönkum í kringum okkur sem ganga upp. Það þarf að vera mjög skýr rammi, skýr eigendastefna um samfélagsleg markmið og krafa um að slíkur banki beri sig,“ segir Katrín. Aukin skattur á ríkustu Stefna Vinstri grænna í heilbrigð- ismálum er meðal annars að svara ákalli tæplega 90 þúsund Íslendinga um að veita 11% af landsframleiðslu til heilbrigðismála líkt og Kári Stef- ánsson hefur barist fyrir. En hvar ætla Vinstri græn að ná í tekjur til að mæta útgjaldaaukningu upp á jafnvel hundruð milljarða á tímabil- inu? „Við viljum fara í frekari laga- breytingar gegn skattaundanskot- um, t.d. gegn kennitöluflakki, og fjárfesta í að efla embætti skattrann- sóknarstjóra og Ríkisskattastjóra svo hægt sé að ná í eitthvað af þeim 80 milljörðum sem árlega er skotið undan skatti hér á landi. Við höf- um jafnframt talað fyrir auknum álögum á þá sem eru að nýta sam- eiginlegar auðlindir, til að mynda með veiðigjöldum eða uppboði á aflaheimildum sem við erum alveg til í að skoða að gera tilraun með,“ segir Katrín. Þriðjungur kvóta festur við byggðir Við förum nánar út í umræðu um fiskveiðistjórnunarmálin, sem reyndust erfið í tíð ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar sem ekki tókst að ljúka endur- skoðun á kvótakerfinu þrátt fyr- ir að miklu miklu púðri hafi verið eytt í það. Katrín segir aðspurð að ekki hafi tekist að ljúka því máli því ríkisstjórnin hafi ætlað sér um of. „Það var reynt að fara í breytingar á stjórnarskrá og breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu og hvorugt kláraðist. Það kennir manni að það þarf ekki bara eindreginn vilja held- ur líka þarf að vanda sig.” Áherslur flokksins eru nokkuð aðrar en þá- verandi ríkisstjórnar. „Við viljum hafa þrjú markmið í heiðri, að um- hverfismál séu í fyrirrúmi, að það sé einhver byggðafesta, og að þjóð- in fái tekjur af auðlindinni,“ segir Katrín. Ég spyr nánar út í byggða- festuna sem ég á erfitt með að skilja að muni skila þeim árangri sem Vinstri græn vænta. Alls er stefnt að því að þriðjungur kvótans skuli tengdur ákveðnum byggðalögum. En hvað meinar flokkurinn með því, á að skikka útgerðir að gera út frá ákveðnum byggðarlögum, þarf að landa aflanum þar, þarf að vinna hann þar? Hvað þýðir þessi stefna og hvernig er hægt að rétt- læta að jafn stór hluti kvótans – og jafn gífurleg verðmæti – og Vinstri græn hyggjast festa með þessum hætti skili því þvít til þjóðarinnar sem hann myndi gera með öðrum leiðum sem tryggja hámarkstekj- ur af auðlindinni? Katrín getur ekki svarað því. Hún fer að tala um mik- ilvægi strandveiða – en það er ekki verið að tala um strandveiðar hér. Við erum að tala um þriðjung kvót- ans. Það er gífurlegt hagsmunamál fyrir þjóðina að festa kvótann með þessum hætti við byggðir landsins án þess að geta svarað því til hvaða jákvæðu áhrif sú ákvörðun muni hafa á byggðarlög eins og Flateyri. Ef Flateyri fengi kvóta núna, hvað myndi gerast þar, spyr ég til að reyna að skilja. „Strandveiðarnar hafa skipt þau byggðarlög máli sem misst hafa allt sitt. Einhver byggðar- kvóti skiptir máli. Ég er ekki að segja að fiskveiðistjórnunarkerfið eigi að vera byggðastefna landsins en við eigum að hafa byggðamál í huga þegar við mótum nýtt fisk- veiðistjórnunarkerfi,“ segir hún og svarar ekki spurningunni um Flat- eyri. Ég þráspyr og spyr aftur. Hún svarar: „Okkar stefna frá 2009 er sú að þriðjungshluti af kvótan- um sé hugsaður með tengingu við byggðirnar, þriðjungshluti sé festur með langtímasamningum og þriðj- ungshluti hugsanlega boðinn upp á leigumarkaði. Það er gríðar- lega erfitt að skapa samstöðu um breytingu á þessu kerfi líkt og við fundum þegar við vorum í ríkis- stjórn og því voru þá lagðar til leið- ir sem byggðu á öðrum hlutföllum en þessum,“ segir hún. Katrín von- ast til að geta aukið tekjur ríkissjóðs um allt að 15 milljarða á ári í gegn- um aukna gjaldheimtu í sjávarút- vegi. Vill ekki játa mistök Við snúum okkur að einu helsta ágreiningsmálinu sem upp hef- ur komið hjá Vinstri grænum, út- hlutun leyfa til olíuleitar á Dreka- svæði sem þávarandi formaður, Steingrímur J. Sigfússon, stóð fyr- ir og Katrín samþykkti þrátt fyrir að augljóst væri að þarna væri far- ið þvert á grunnhugsjón flokksins í umhverfismálum. Ákvörðunin var tekin án samráðs og umræðu og í kjölfarið ákvað flokkurinn að bakka skyldi með þessa ákvörðun. Þegar ég spyr hvort þau hafi gert mistök vill hún ekki ganga svo langt. „Það er náttúrulega ekki gott þegar svona ákvarðanir eru teknar án þess að þær séu ræddar í botn. Þetta var mjög umdeilt en við tókum umræðuna eftir á og við lentum niðurstöðu sem við erum sátt með. Við viljum bakka með þessa ákvörðun,“ segir hún og seg- ist muni hefja viðræður við þá sem þarna stunda olíuleit í því skyni að henni verði hætt. Hún neitar að trúa því að ríkið sé skaðabótaskylt og vill láta reyna á að lenda sátt í málinu. Vinstri stjórn líklegust Við ræðum að lokum um stöðu flokkanna í skoðanakönnunum og líkurnar á því að hún verði forsætis- ráðherra í nýrri vinstristjórn. Katrín gerir lítið úr þeim möguleika. „Við erum ekki flokkur sem ásælist völd. Það er mikil vinna að vera í ríkis- stjórn og við munum ekki fara í rík- isstjórn bara til þess að vera í stjórn heldur yrði það að vera út frá þeirri skýru sýn sem við höfum reynt að leggja áherslu á fyrir þessar kosn- ingar. Við eigum mesta samleið með núverandi stjórnarandstöð- uflokkum og við höfum unnið vel saman á þinginu,“ segir hún. Ég er að gleyma einu… Bakka. „Það var málamiðlun,“ svarar hún þegar ég geng á hana. „Þar átti að vera margfalt orkufrekari iðnaður sem krafðist tífalt meiri orku,” svarar hún. Það verður áhugavert að fylgj- ast með því í hverju málamiðlanir flokka næstu vinstri stjórnar muni felast. Vinstri græn eru hins vegar í sterkri samningsstöðu miðað við skoðanakannanir og ættu að geta forðast það að samþykkja mál sem stríða gegn stefnu þeirra. Þau eru að minnsta kosti reynslunni ríkari nú en síðast. „Það er náttúrulega ekki gott þegar svona ákvarðanir eru teknar án þess að þær séu ræddar í botn. Þetta var mjög umdeilt en við tókum umræðuna eftir á og við lentum niður- stöðu sem við erum sátt með. Við viljum bakka með þessa ákvörðun.“ Katrín um olíuleit á Drekasvæðinu

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.