Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 22.10.2016, Page 30

Fréttatíminn - 22.10.2016, Page 30
Iðunn Garðarsdóttir 27 ára. Vinstri græn. Fyrsta vinnan mín var barnapöss- un þegar ég var 12 ára en ég vann með skóla og á sum rin. Það var feikinóg að gera, segir Iðunn en aðspurð segist hún aldrei hafa verið atvinnulaus. Hver er stefna Vinstri grænna varð- andi atvinnuleysi unga fólksins og lág laun? Ég held að það skipti máli að fjár- festa í rannsóknum og nýsköpun. Í því samhengi skiptir máli að efla menntakerfið sem er grundvöllur þess að nýsköpun geti blómstrað. Háskólamenntaðir eiga erfiðara en áður með að finna störf við sitt hæfi og við þurfum að vinna lausnir við því vandamáli. Það er til dæmis hægt að gera með því að efla iðnnám og nám í skapandi greinum. Staða ungs fólks er lakari en hún var fyrir þrjátíu árum og það á erf- iðara með að kaupa eigið húsnæði til dæmis. Liður í því að bæta stöðu ungs fólks er að tryggja að lægstu laun dugi fyrir fram­ færslu. Unga fólkið er oftar með lægri tekjur en eldra fólk. Laun fólks á bilinu 25 - 39 ára hafa lækkað frá aldamótum en laun eldra fólks hafa hækkað. Vinstri græn hafa réttlæti og jöfnuð að leiðarljósi. Ungt fólk á Íslandi á að geta haft það gott. 30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016 Hamingjumolinn „Hamingjan er að forðast leiðin- legt fólk. Að forðast leiðinlegt fólk er alltaf fyrirhafnarinnar virði, jafnvel þó að þú þurfir að flýja út að ystu mörkum alheimsins. Því hamingjan er að líða vel í eigin skinni. Og leiðin- legt fólk er þröngsýnt, sjálfhverft og kæfandi og rembist við að gera heiminn líka þröngan og kæfandi. Forðastu leiðinlegt fólk – þá er hamingjan þín.“ Sverrir Norland, rithöfundur Páll Marís Pálsson 19 ára. Framsókn. Ég hef aldrei verið atvinnulaus en ég er í menntaskóla. Fyrsta vinnan mín var í kjötiðn í Mosfellsbæ þegar ég var 14 ára. Stjúppabbi minn frá Tælandi hefur verið að vinna þar í mörg ár og ég fékk hana í gegnum hann. Ég var þar í eitt sumar. Fólk á mínum aldri er ekki at- vinnulaust, það fá allir vinnu á veitingastöðum, við túrisma eða verkamannavinnu. Ástandið hef- ur breyst snögglega á fáum árum. Varðandi eldri kynslóðir, fólk á bilinu 25 til 39 ára, þá er forgangs- verkefni hjá Framsókn að fjölda störfum enn frekar í landinu en við höfum fjölgað störfum um 15.000 á síðustu árum. Við viljum ekki síst fjölgað sérfræðistörfum en þar gegna lítil og meðalstór fyr- irtæki lykilhlutverki. Ríkið á fyrst og fremst að skapa hagstæðari um- gjörð um atvinnulífið. Ég er líka mikill talsmaður starfsnáms þar sem við brúum bilið milli skóla og vinnu. Það held ég að geti hjálpað fólk mikið þegar það fer á vinnumarkað. Daníel Freyr 28 ára. Húmanistaflokkurinn. Í fyrsta skipti sem ég fór að vinna var ég 17 ára í pökkunar­ þjónustu fyrir herinn á Vell­ inum. Stuttu eftir það fór ég að vinna á sjó. Ég hef einu sinni verið atvinnulaus en þá hætti ég að vinna á sjónum í mánuð og var á bótum. Það var erfiður tími sem var samt mikilvægur að taka út. Ég fór aftur á sjó. Það er til fullt af fólki sem nær ekki að mennta sig eða kemur af slæmum heimilum þar sem lífið snýst um að komast beint á vinnu- markað og hanga á leigumarkaði þar sem það á rétt svo á og í sig og sína. Húmanistaflokkurinn vill inn- leiða borgaralaun á Íslandi þannig að allir sem ná 18 ára aldri fái fasta upphæð á mánuði, 300.000 krónur, sem rennur bara beint til þeirra. Pælingin er ekki sú að fólk hætti að vinna heldur vinni við eitthvað skemmtilegt og sé meira með fjölskyldu sinni og vinum. Fæstir vinna vinnu sem þeim finnst skemmtileg. Eru bara í henni launanna vegna. Það á nú ekkert endilega við um mig, ég er ánægður á sjónum, en ég er að leysa af sem skipstjóri á sjó. Eina við mína vinnu er að ég er lengi í burtu. Stundum hugsa ég auðvitað til baka um hvað hefði verið gaman að læra en sé svo sem ekki eftir neinu. Maður var upp- reisnarseggur þegar maður var yngri. Hvað segja ungu frambjóðendurnir? Kosningar til Alþingis fara fram í lok mánaðar en alls eru tólf flokkar í framboði. Finna má reynslubolta í röðum frambjóðenda en líka ný andlit. Fréttatíminn tekur púlsinn á ungu frambjóðendunum fram að kosningum og heyrir hvað þeir hafa að segja um málin. Við fáum að heyra hvað Húmanistaflokkurinn, Vinstri græn og Framsókn hafa að segja um atvinnumál ungs fólks. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Daníel Freyr segir Húmanista vilja innleiða borgaralaun. Páll Marís segir fólk á sínum aldri ekki vera atvinnulaust. Mynd | Rut Fyrsta vinna Iðunnar var barnapöss- un. Mynd | Rut Á endursölusíðunni bland.is má finna margan dýrgripinn og oft gera skínandi góð kaup. Starfs- menn Fréttatímans eru sér- staklega skotnir í þessum flotta grip sem kom upp úr krafsinu á síðunni. Það er mikilvægt að ná að slaka á af og til, losna við áhyggjur og kúpla sig rækilega út. Og hvað er betra til þess en hágæða djúpslökunartank- ur sem nú fæst keyptur á bland.is? Þar er hægt að láta sig fljóta í róleg- heitum og láta allar áhyggjur heims- ins líða úr sér. Tankurinn er úr áli og klædd- ur að innan með einangrunarefni. Upphitun er í gegnum heitt vatn undir botni en tvær hljóðlausar vift- ur sjá um loftræstingu. Með fylgja 125 kíló af Epsom salti út í flotvatnið en það er gott fyrir húðina og gefur hraustlegt og gott útlit. Einhver kann að halda að slíkir einangrunartankar nýjar græjur, en svo er aldeilis ekki. Það var Banda- ríkjamaðurinn John C. Lilly sem þróaði tæknina árið 1954. Hann fór hins vegar flatt á því að blanda flot- inu við neyslu ofskynjunarlyfsins LSD, sem þá var reyndar löglegt í Bandaríkjunum. Fréttatíminn mæl- ir ekki með neinum slíkum viðbót- um við hina fljótandi slökunarver- öld tanksins. Af myndinni á bland.is að dæma er líklegt að núverandi eigandi tanksins hafi ekki nýtt hann mikið að undanförnu og kannski má bjóða í gripinn. Uppsett verð er litlar 700 þúsund krónur, sem einhverjum kann að þykja vera slatti af pen- ingum. Fyrir þá aura má til dæmis kaupa sér BMW 320 stationbíl ár- gerð 2002, en hann er þó líklega töluvert meira stressandi eign. | gt Bland vikunnar: Þín einka flot-veröld Ekkert pláss lengur fyrir lundabúðum og hótelum Markaður fyrir unga listamenn sem eiga hvergi heima. „Ungir listamenn búa enn í for- eldrahúsum og eru með vinnustofur fimm saman,“ segir Óli Gumm, einn skipuleggjenda menningarveislunn- ar Sour Cream í Íslenska sjávarklas- anum í dag. Þar verður hægt að fara á listamarkað og hlýða á teknó-tón- list en gamanið hefst klukkan tvö og verður fram á nótt. „Ég er sjálfur myndlistarmaður og hef verið með nokkra búðir niðri í bæ. Nakta apann og Gallerí Gallera. En eins og staðan núna er leiga svo há í miðbænum að það er erfitt fyrir ungt fólk að sýna sitt dót og koma sér á framfæri. Leigan er óviðráðan- lega há og það er vöntun á stað fyrir unga listamenn og hönnuði til að sýna sitt dót og sjá aðra. Það er búið að loka öllum fínum hönnunarbúð- um og breyta í staðinn í lundabúðir.“ „Við hugsum um markaðinn í Sjávarklasanum sem stökkpall fyrir ungt skapandi fólk. Það er betra að halda markað þar sem leigan er lág og allir listamenn geta komið saman og kynnst. Þá myndast einhver sena sem er mjög mikilvæg,“ segir Óli en yfir 20 listamenn og hönnuðir verða með eitthvað til að selja á markaðn- um. „Miðbærinn er að færa út kví- arnar og menningarlífið má finna úti á Granda. Þar er mikið af skemmtilegum hlutum í gangi eins og fusion-eldhús, hönnun, list og „Micro-brewerie“. Reyndar var Reykjavíkurborg að selja húsnæði til einhverra verktaka hér úti á Granda þannig 40 listamenn misstu stúdíóin sín fyrir stuttu. Sem er mjög slæmt. Sjáum hvernig fer með Granda.“ | bg Óli Gumm býr til stökkpall fyrir unga listamenn. Mynd | Rut Eldur inni í þér? 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Omeprazol Actavis – Við brjóstsviða og súru bakflæði H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A c ta vi s 5 1 1 1 4 0 Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyfjum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf sem inniheldur nelfinavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erfðleikum með að kyngja, færð magaverk eða meltingartruflanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang (ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruflunum eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2–3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndi- lega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yfirlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og húðflögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, nefi og kynfærum. Þetta getur verið „Stevens- Johnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuð- verkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2015.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.