Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 22.10.2016, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 22.10.2016, Qupperneq 38
Áttu í vandræðum með sjálfstraustið og viltu reyna að byggja það upp? Það gerist auðvitað ekki á einni nóttu en hægt og rólega getur þú lært að breyta hegðun þinni þannig að hún hafi jákvæð áhrif á sjálfstraustið. Hér eru fimm ráð sem vert er að hafa í huga viljirðu bæta sjálfstraustið. 1. Lærðu að segja nei og stattu við það Flestir eru með langan lista af ým- iskonar erindum og verkefnum sem þeir þurfa að sinna, bæði fyrir sig og aðra. Ef þér finnst sem verið sé að hlaða of mörgum verkefnum á þig þá geturðu sagt nei. Og þá er mikilvægt að standa við það. Sum verkefni eru kannski erfið og þú þarft hjálp við þau, ekki hika við að biðja um þessa hjálp. Það er ekki hollt að taka að sér verkefni sem þú veist að þú ræður ekki við, andlega eða líkamlega, og það getur haft neikvæð áhrif á sjálfstraust þitt að færast of mikið í fang. Þekktu þín takmörk, það dregur ekki úr verðleikum þínum, held- ur sýnir fram á að þú þekkir þig vel og veist hvað þú ert fær um að framkvæma. Það ber merki um sjálfstraust. Þekktu þín takmörk Það er merki um styrkleika að geta sagt nei og þekkja sín takmörk. Fimm ráð til að bæta sjálfstraustið Sjálfstraust verður ekki bætt á einni nóttu en við getum reynt að breyta þeirri hegðun sem við höfum tileinkað okkur. 2. Gríptu tækifærin Það er alltaf gott fyrir sjálfstraustið að grípa tækifæri þar sem þú veist að þú getur látið ljós þitt skína. Verkefni sem þú átt auðvelt með að leysa getur nefnilega verið öðr- um mjög erfitt úrlausnar. Leggðu áherslu að rækta tvo eða þrjá hæfileika þína og nýttu þá alltaf þegar færi gefst. Þetta eykur ör- yggi þitt og sjálfstraust. 3. Ekki notfæra þér aðra Ef þú hefur komið þér upp þeim hvimleiða ávana að notfæra þær annað fólk er líklegt að sjálfstraust þitt sé ekki gott. Þess vegna þarftu að hætta því. Það er nefnilega mikill munur á því að notfæra sér aðra og fá hjálp frá öðrum. Í síð- arnefnda er jákvætt og nauðsyn- legt oft á tíðum. Til að öðlast gott sjálfstraust er mikilvægt að bera virðingu fyrir öðrum og alls ekki notfæra sér góðmennsku eða hjálpsemi fólks, eða svíkja það með einhverjum hætti, þér í hag. 4. Vertu þú sjálf/ur Ef þú setur upp grímu sem sýnir þig hamingjusamari eða sterkari en þú ert í raun og veru, þá verður erfiðara fyrir þig að greina raun- verulegar tilfinningar þínar frá látalátum. Það er merki um styrk- leika að geta sýnt fólki hvernig þér raunverulega líður. Það auðveld- ar þér að tala um hlutina og sýnir öðrum að þú berð virðingu fyrir tilfinningum þínum. Auðvitað þurfum við stundum að setja upp grímu í vissum aðstæðum, en þá þurfum við líka að kunna að fella grímuna þegar það á við. 5. Elskaðu sjálfa/n þig Öll gerumst við einhvern tíma sek um að hugsa neikvæðar hugsan- ir um okkur sjálf. En sumir gera þetta oftar en aðrir og eiga erfitt með að komast út úr sjálfsniður- rifi. Það þarf ekki endilega að kæfa þessar neikvæðu hugsanir í fæðingu til að öðlast betra sjálfs- traust, heldur getur verið gott að skoða og skilja hvaðan þess- ar hugsanir koma. Það er gott að vera meðvitaður um veikleika sína en ekki dæma þig fyrir þá. Til að öðlast betra sjálfstraust er gott að vinna í veikleikum sínum en leggja áherslu á að rækta hæfileika sína. …heilsa 6 | amk… LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2016 Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Michelsen_200x151_M116400GV_NEWSP_LOGO_ICEL_0816.indd 1 30.08.16 15:46

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.