Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 22.10.2016, Side 43

Fréttatíminn - 22.10.2016, Side 43
„Ég horfi töluvert á sjónvarpið, en helst geri ég það á föstudags- eða laugardagskvöldum þegar ekkert annað skemmtilegra er í boði. Sunnu- dagar eru samt helstu dagarnir til að horfa á sjónvarpið enda „náttfata/ badhairday“ dagur, samkvæmt lög- um. Þá er gott að rúlla yfir nokkra þætti í einu, ég horfi voða lítið á kvik- myndir heima hjá mér. Best er þegar ég get rúllað yfir heila seríu í einu. Stranger Things er dæmi um seríu sem er nauðsyn að rúlla yfir í einu lagi, ég ætlaði rétt að kíkja á einn eða tvo fyrstu þættina um daginn áður en ég færi í partí og svo á skrallið í 101. En vissi ekki fyrr en ég var búin með alla seríuna og löngu komið fram yfir miðnætti. Friends eru þættir sem má alltaf horfa á og það skiptir engu máli hvaða þætti skellt er í, ég þarf ekkert að horfa á þá í röð. Alltaf hægt að hlæja með þessum sex vinum manns. Núna er ég helst að horfa á þættina sem er nýbúið að frumsýna vestanhafs og til að nefna nokkra; Designated Survivor með Kiefer Sutherland í hlutverki forseta Banda- ríkjanna (getur hann ekki tekið að sér djobbið í alvörunni?), Impastor um glæpamann sem þykist vera samkyn- heigður prestur, Notorious um framleiðslu á vinsælum fréttaþætti, Pitch um fyrstu stelpuna sem leikur í úrvalsdeild hafnaboltans, Westworld um skemmtigarð með róbótum og Timeless um tímaflakk og baráttu við glæpamann. Það er allavega ljóst að það er nóg framboð af fínum sjón- varpsþáttum og ef að einhver er að leita að sófakartöflu í fullt starf þá er ég til.“ Sófakartaflan Ragna Gestsdóttir, blaðamaður á Séð og Heyrt „Ef einhvern vantar sófakartöflu í fullt starf þá er ég til“ Heimsækir allar gömlu ástkonurnar RÚV laugardag kl. 21.25 Visnuð blóm Broken Flowers er gamanmynd á mannlegum nótum um hinn hlédræga Don sem dag einn fær nafnlaust bréf sem inniheldur þær upplýsingar að hann eigi son. Með aðstoð vinar leggur Don upp í ferðalag þar sem hann ætlar að heimsækja allar ástkonur for- tíðar í leit að syninum. Aðalhlut- verk: Bill Murray, Jessica Lange og Sharon Stone. Leikstjórn: Jim Jarmusch. Martin á slóðum lemúrsins RÚV mánudag kl. 20.05 Síðasta vígi lemúrsins Leikarinn Martin Clunes ferðast að Indlandshafi og kynnir sér það sem virðist vera síðustu heim- kynni lemúrsins og hvað þyrfti til að bjarga tilveru þeirra. Clunes er landsmönnum að góðu kunnur í hlutverki Martins læknis en sýnir þarna á sér aðra hlið í áhugaverð- um þætti. Heill forseta vorum, Kiefer Sutherland ABC Designated Survivor Kiefer Sutherland er ekkert í neinu stoðhlutverki hér, hann er ekki að vernda forsetann lengur eins og hann gerði í 24. Nei, nú er hann sjálfur í hlutverki forsetans og tekst alveg fáránlega vel á við það. Auðvitað er hann enginn venjulegur forseti. Hann er hús- næðismálaráðherra sem er settur í embætti þegar forsetinn og öll ríkisstjórnin lætur lífið í sprengju- árás. Okkar maður veit ekki að sú árás er bara byrjunin á því sem koma skal. Þættirnir eru sýndir á ABC og það er búið að sýna fjóra af 22. Gott að glápa Rögnu þykir langbest að geta horft á heila sjónvarpsþáttaseríu í einu. t ht.is 7 VERSLANIR UM LAND ALLT HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • AUSTURVEGI 34 SELFOSSI S: 414 1745 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRTORGI AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 SJÓNVÖRP Þú hefur ekkert séð fyrr en þú hefur séð það með Ambilight Allt að endurgreiðsla af keyptum Philips Ambilight sjónvörpum 25.000 kr. Gildir frá 14. október til 10. desember árið 2016 af Philips 7000 series Ambilight sjónvörpum. 49" – 7.500 kr. 55" – 15.000 kr. 65" eða 75" – 25.000 kr. VAXTALAUSAR RAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AÐ 12 MÁNAÐA …sjónvarp11 | amk… LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.