Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 22.10.2016, Side 50

Fréttatíminn - 22.10.2016, Side 50
Þ egar Fréttatíminn náði í Úlfar Finnbjörns- son matreiðslumann í vikunni var hann ný- kominn úr ansi blautri veiðiferð – og ekki á þann hátt sem fólki dettur eflaust fyrst í hug. „Til að gera langa sögu stutta þá ætlaði ég að fara í fyrradag en þá var svo mikið logn að ég ákvað að salta þetta um sólarhring. Sem þýddi að ég var eins og lúbarinn harðfiskur frá 5 í gærmorgun til átta í gærkvöldi,“ segir Úlfar og bendir á þá staðreynd að þetta sé í fyrsta skipti á veiðiferlinum sem hann gefst upp á veiðum – en eins og er fólki í fersku minni gerði mikið óveður um sunnan- vert landið í vikunni. „Og kalla ég nú ekki allt ömmu mína í þessum málum! Ég ætlaði að skjóta þarna við einhvern poll en þegar það fór brotsjór að ganga yfir mig þá gafst ég upp,“ segir hann og tekur þó fram að hann hafi þrátt fyrir allt náð nokkrum fuglum svo hann fór ekki tómhentur heim en vissulega rennblautur. Úlfar segir að tímakaupið sé ekki hátt þegar veiðin er dræm en leikurinn sé ekki gerður til þess að græða. „Þó ég geti nýtt villibráðina sem ég er að veiða í veislur og fleira þá blanda ég þessu aldrei saman. Ef ég ætti að fara að svekkja mig yfir því að hafa ekki veitt til þess að geta notað í einhvern bissness, þá er ekkert gaman að veiða, þá erum við kom- in með kvöð. Það er gaman að ná einum fugli þannig að hægt sé að kalla þetta veiðiferð – ekki bara rosalega langan bíltúr.“ Dómaraskandall! Stóra villibráðarbókin hans Úlf- ars sem kom fyrst út fyrir 5 árum hefur verið uppseld 3 ár. Nú hefur hún loks verið endurprentuð og það með viðbótarkafla. „Bókin var stækkuð á þann hátt að bætt var við kafla með laxi, silungi og ál þannig að ferskvatnsfiskarnir eru nú með,“ segir Úlfar og bæt- ir við að bókin nái nú til veiði- manna sem veiða allt árið, bæði fisk og villibráð. Þegar bókin kom út á sínum tíma var hún send í Gourmand kokkabókarkeppn- ina og hlaut þar náð fyrir augum dómaranna sem er vel þar sem 3700 bækur voru sendar inn það árið. Bókin sigraði í sínum flokki, var valin besta villibráðarbók í heimi og komst því í allsherjar- flokk. „Þar var hún valin ein af 5 bestu matreiðslubókunum í heimi og var valin besta evrópska bók- in,“ segir Úlfar og bætir sposkur við: „Hún var nú ekki valin best í heimi en það var bara eitthvað svona Trump vesen, bara dóm- araskandall,“ segir hann og hlær. Kennir fólki að nýta Villibráðin hefur alltaf heill- að Úlfar. „Hún var raunverulega ástæðan fyrir því að ég fór að læra kokkinn í gamla daga. Að geta fylgt bráðinni eftir alla leið fannst með heillandi hugsun. Það er enginn montnari en sá sem hefur bæði veitt bráðina og eld- að hana; og situr við borðið og segir söguna.“ Ástæðan fyrir því að Úlfar ákvað að ráðast í þetta ærna verkefni, að skrifa ítarlega villibráðarbók er í raun og veru sú að honum leist ekki á það hvernig veiðimenn umgengust bráðina. „Kollegar mínir í veiðinni hafa verið ansi duglegir við það gegn- um tíðina að hirða ekki nægilega mikið af bráðinni – skjóta gæsir og hirða bara bringurnar. Þá eru menn að henda kannski 60% af fuglinum. Á hreindýraveiðum eru Var eins og lúbarinn harðfiskur Úlfar Finnbjörnsson veiðir til þess að nýta og vill að fólk beri virðingu fyrir bráðinni. menn til dæmis að henda tungu, hjarta, kinnum og lifur. Mér raun- verulega blöskraði þetta svo mikið að mér fannst ég knúinn til þess að gera bók en það tók mig 20 ár að koma henni frá mér,“ segir Úlfar sem leggur sig fram við að nýta hvern anga bráðarinnar – gæsirn- ar sem hann skaut í fyrra enduðu í alls kyns kræsingum og fjaðrirn- ar af þeim í kodda! „Markmiðið með bókinni er að kenna fólki að nýta dýrið og mér finnst að við eigum að bera meiri virðingu fyrir bráðinni en svo að við hendum henni að stórum hluta,“ segir Úlfar en tekur þó fram að hann merki breytingar síðastliðin ár, fólk sé farið að nýta mun meira en áður fyrr. Ekkert flókið nema stafsetning Spurður að því hvað sé skemmti- legast við veiðina segir Úlfar að það sé alltaf gaman að elda bráðina á staðnum. „Mér finnst ótrúlega gaman í stangveiðinni að elda fiskinn á bakkanum, hrámar- ínera hann á bakkanum. Þetta er líka hægt að gera í skotveiðinni, taka með sér heitreykingarkassa. Svo er gaman líka að smyrja sér gott nesti með gæsalifrarmousse og gæsapatéi og borða sem nesti í veiðitúrnum, þá er maður fyrst montrass!“ Sumir gætu miklað fyrir sér að elda úr villibráð en í bókinni er skref fyrir skref kafli þar sem sýnt er á einfaldan hátt hvernig gera skal gómsæta rétti úr villibráðinni og nýta hana upp til agna. „Þetta eru þeir réttir sem þykja kannski erfiðir að laga, þá sýni ég skref fyrir skref. En allir ættu að geta lagað þessar uppskriftir án þess að þurfa að fá hjartaáfall yfir þeim – ef þeir heita paté eða terrine eða mousse þá fer fólk í flækju en ef það sér þetta skref fyrir skref þá sér fólk að það er ekkert flókið við þetta nema hvernig á að skrifa nafnið á þeim.“ Annar kafli sem Úlfar bendir á heitir Frá skoti til skeiðar þar sem farið er í gegnum hvað á að gera frá því að dýrið er fellt og þar til það er orðið að máltíð; hvernig er best að pakka því áður en það er farið með heim, hvað á að hengja það lengi og svo framvegis. Einnig er sýnt skref fyrir skref hvernig á að reita, hamfletta og úrbeina. Ég lagði upp með það – og núna ætla ég að vera svolítið hrokafullur – að þegar þessi bók væri komin út þá þyrfti ekki að gefa út fleiri!“ Myndir | Karl Petersson LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 20166 MATARTÍMINN

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.