Fréttatíminn - 22.10.2016, Síða 51
Hreindýrasteik með
gljáðum skalottlauk,
kóngssveppum og
villisveppamauksósu
fyrir 4
4 x 200 g hreindýrasteikur
salt og nýmalaður pipar
2 msk. olía
30 g þurrkaðir villisveppir, malað-
ir í kaffikvörn eða matvinnsluvél
1 dl portvín
1/2 dl brandí
2 1/2 dl rjómi
1/2 msk. nautakjötskraftur
sósujafnari
Kryddið hreindýrasteikur með
salti og pipar og steikið í olíu á vel
heitri pönnu í 2 mínútur á hvorri
hlið. Takið steikurnar af pönnunni
og setjið í 180°C heitan ofn í 5-7
mínútur. Setjið sveppamulning á
sömu pönnu ásamt portvíni og
brandíi og sjóðið vínið niður um
3/4. Bætið rjóma og kjötkrafti í
sósuna og þykkið til með sósu-
jafnara. Smakkið til með salti og
pipar.
Gljáður skalottlaukur:
8-12 skalottlaukar
1/2 l vatn
2 msk. olía
4 msk. sykur
3 timjangreinar
2 lárviðarlauf
2 msk. balsamedik
1 dl rauðvín
salt og pipar
Setjið skalottlauk og vatn saman
í pott, þannig að rétt fljóti yfir
laukinn. Kveikið undir en takið
pottinn af hellunni um leið og suð-
an kemur upp. Skrælið þá lauk-
inn og steikið í olíu á pönnu þar
til hann er orðinn fallega brúnn.
Bræðið sykur á pönnu og látið
hann brúnast. Bætið timjangrein-
um, lárviðarlaufum, balsamediki,
rauðvíni, salti og pipar á pönnuna
og sjóðið vökvann niður um 3/4.
Kóngssveppir:
4-6 kóngssveppir, skornir í báta
1-2 msk. smjör
salt og nýmalaður pipar
Steikið sveppi upp úr smjöri á
vel heitri pönnu í 2-3 mínútur og
kryddið með salti og pipar.
1 laxaflak, u.þ.b. 1 kg
2 msk. þurrkuð hvannarfræ,
steytt
2 msk. anísfræ, steytt
2 msk. dillfræ, steytt
2 msk. fenníkufræ, steytt
2 msk. salt
1 msk. sykur
Þerrið laxaflakið vel og legg-
ið í fat. Blandið kryddi, salti og
sykri saman og stráið yfir laxinn.
Leggið plastfilmu yfir og geymið
í kæli í 48 tíma. Skafið þá megnið
af kryddinu af laxinum og skerið
hann í fallegar sneiðar.
Berið fram með sinnepssósunni,
ristuðu brauði og salati.
Sinnepssósa:
½ dl Dijon sinnep
½ dl sætt sinnep
½ dl púðursykur eða hunang
½ dl olía
½ tsk. anísfræ, steytt
½ tsk. hvannarfræ, steytt
½ tsk. fenníkufræ, steytt
½ tsk. dillfræ, steytt
Setjið allt saman í skál og blandið
vel saman.
Dill er vissulega vinsælasta
kryddið þegar kemur að því að
grafa lax en þó má ekki gleyma
öðrum kryddjurtum og krydd-
tegundum. Einu hráefnin sem
þurfa alltaf að vera í graflax-
blöndunni eru saltið og sykurinn.
Hvannar- og anísgrafinn lax með sinnepssósu
forréttur fyrir 10
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2016 7 MATARTÍMINN
„Mér finnst
ótrúlega gam-
an í stangveiðinni að
elda fiskinn á bakk-
anum, hrámarínera
hann á bakkanum.
Þetta er líka hægt
að gera í skotveiði-
nni, taka með sér
heitreykingarkassa.“
Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir fjölskyldunnar
og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur
því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næringar-
ríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a.
til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur.
Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að
búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs,
eins og maturinn væri í raun matreiddur í eld-
húsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna
úti í búð. Nú eru komnir tveir nýir réttir frá okkur,
Grænmetispottréttur með viðbættu Omega-3
og Fiskibollur með viðbættu Omega-3. Bragðgóðir
réttir, fullir af þarflegum næringarefnum.
Bestu kveðjur, Berglind og Siggi.