Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 22.10.2016, Page 56

Fréttatíminn - 22.10.2016, Page 56
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 201612 MATARTÍMINN Lebowskiborgari Bestu hamborgarar i heim, vilja sumir meina Toppið þetta! White Russian með Cocoa Puffsi - hvernig getur það klikkað? „The Dude“ er sáttur Rétti andinn á Lebowski Bar. Unnið í Samstarfi við Lebowski Bar Litrík og glaðleg innan-hússhönnunin á Lebowski bar getur kætt hvaða fýlu-púka sem er og afslapp- að andrúmsloftið og „feel-good“ tónlistin lætur alla komast í kósí gír. Kokkteilarnir eru þekktir fyrir gott bragð og frumleika og maturinn er ekta „comfort-food“ sem gleður líkama og sál. Að sjálfsögðu er dásamlegur White Russian á drykkjarseðlinum – „The Dude“ hefði orðið stoltur af honum. Allskonar fólk sækir Lebowski bar heim, frá 20 ára og upp úr. Ávallt er mikið um að vera; „happy hour“ daglega þar sem er 2 fyrir 1 af drykkjum og þegar mikið liggur við í boltanum er hann sýndur á 5 Mt. Toppið þetta! White Russian með Coco Puffsi – hvernig getur það klikkað? Lebowskiborgari Hamborgararnir á Lebowski eru ekki af þessum heimi, segja gárungar. risaskjám. Eftir miðnætti er dans- gólfið pakkað, plötusnúðar lyfta kvöldunum upp á æðra stig. Hvar er borgarinn, Lebowski? En víkjum aðeins að borgaran- um. Þeir eru búnir til úr 150 g af nautakjöti og settir saman með metnaðarfullu hráefni s.s. chili- -maríneruðu beikoni, hungangs- gljáðu beikoni, karamellíseruð- um lauk og japönsku majónesi. Jack Daniels BBQ sósan kemur líka sterk inn. Borgari mánaðar- ins kemur alltaf á óvart og margir leggja leið sína á Lebowski bar um leið og heiðursborgari mánað- arins kemur á seðilinn. Þau sem fúlsa við nautakjötinu geta fengið frábæran kjúklingaborgara og þau sem fúlsa alfarið við kjöti geta pantað „The Stranger“ – grænmetisborgara sem mestu kjötætur hafa heillast af. Einnig er hægt að hugsa smærra og fara í laukhringina eða fylltan jalapeno með bjórnum. Morgunverður meistaranna Drykkjarseðillinn hefur vak- ið verðskuldaða athygli, allt frá jarðarberjainnblásnum „pink- -russian“ yfir í morgunverð meistaranna; White Russian sem er toppaður með Coco-Puffsi. Getur eiginlega ekki klikkað. Le- bowski býður líka upp á vegan útgáfu af White Russian þannig að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð auk mjólkurhristinga sem sumir hverjir eru göróttir – og jafnvel göldróttir, ekki síst eftir fjörugt kvöldið áður.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.