Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 6
María Rún Bjarnadóttir segir lögin í raun gera fjarskiptafyrirtækj- um að framfylgja refsilöggjöf. „Þetta er mjög spennandi tilraun í Bretlandi,“ segir Guðberg Jónsson hjá SAFT. & margt fleira skemmtilegt... Snædís Rán Hjartardóttir í viðtali á föstudaginn alla föstudaga Netöryggi Koma á í veg fyrir að börn rekist á klám á netinu, með nýjum lögum sem breska þingið samþykkti á dögunum. Lögin eru mjög umdeild og setja þungar skorður á starfsemi fjarskiptafyrirtækja. Engin lög hindra aðgengi íslenskra barna gegn klámi á netinu. „Aldrei í verkahring fjarskiptafélaga að ritskoða netið,“ segir Gunn­ hildur Arna Gunnarsdóttir hjá Símanum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Í síðustu viku voru samþykkt afar umdeild lög í breska þinginu sem hafa þann tilgang að koma í veg fyrir að börn rekist á klám á netinu. Breska kvikmyndaeftirlitið BBFC fær með lögunum vald til að þvinga fjarskiptafyrirtæki til að útiloka klámsíður sem ekki hafa stranga aldursgátt. Aldursgáttin skilyrðir neytandann til að upp- lýsa um aldur sinn áður en hann kemst inn á síðuna. „Ef síðurnar fara ekki eftir lög- um um aldurstakmörk, þá á að útiloka þær,“ segir Karen Bradley, ráðherra menningarmála í Bretlandi. María Rún Bjarnadóttir, dokt- orsnemi í lögfræði við Sussex Uni- versity, bendir á að löggjöfin sé umfangsmikil og hafi farið í gegn- um þingið án mikillar umræðu. „Þetta hefur verið gagnrýnt vegna þess að afleiðingar hennar þykja ófyrirséðar á mörgum sviðum. Reglan um hlutverk fjarskiptafyr- irtæka varðandi aðgang barna að klámi er bara ein af breytingun- um sem lögin fela í sér. Hún er við- bragð við rannsóknum sem sýna að börn sjá klám á netinu mjög ung. Sambærilegar rannsóknir eru til frá Íslandi, en engar sam- bærilegar heimildir hafa verið til umræðu hér á landi. Það hefur verið fjallað um þetta þannig að það sé verið að fela einkaaðilum að framfylgja refsilöggjöf. Nú verður hægt að refsa fjarskiptafyrirtækj- um fyrir það sem hingað til hefur verið órjúfanlegur hluti af þeirra starfsemi. Baráttuhópar fyrir tjáningarfrelsi telja þetta sé í raun ritskoðun og verið sé að fela fjar- skiptarisum að ritskoða internetið. Lögfræðingar halda því fram að lögin séu raungerning á því að skipta internetinu í landsvæði, og þá blossar upp umræða upp um hvernig eigi að staðsetja vefsíður.“ „Það getur aldrei verið í verka- hring fjarskiptafélaga að ritskoða netið. Þótt tilgangur laganna í Bretlandi sé göfugur er ljóst að gagnrýnisraddir eru um fram- kvæmdina. Við lagasetningu sem þessa er mjög mikilvægt að gæta að persónuvernd og að þau verði ekki íþyngjandi fyrir neytendur eða á ábyrgð fjarskiptafélaga að framfylgja lögunum,“ segir Gunn- hildur Arna Gunnarsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Símans. Guðberg Jónsson, verkefnastjóri SAFT, vakningarátaks um örugga netnotkun barna, segir vert að skoða allar tilraunir til að vernda börn frá óæskilegu efni. „Þetta er mjög spennandi tilraun í Bret- landi. En við getum ekki treyst alfarið á tæknilausnir, það hefur sýnt sig. Ef börn rekast á klám er það á ábyrgð foreldranna og því vinnum við aðallega að fræðslu og forvörnum. Við erum einnig að skoða aðra mögulega leið, sem felur í sér að fjarskiptafyrirtæk- in komi upp viðvörunargluggum sem poppa upp þegar farið er inn á vefsíður þar sem áður hefur fundist efni sem sýnir kynferðis- legt ofbeldi gegn börnum. Þá fær notandinn aðvörun um það. Þetta er til athugunar í samtali við fjar- skiptafyrirtæki og Barnaheill. 6 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM NÝ SENDING AF BORÐSTOFUHÚSGÖGNUM Bali Nevada Torino Opið virka daga kl. 10-18 Opið laugardaga 11 - 15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík sími: 557 9510 - www.patti.is Vilja friða vesturbæ Hafnarfjarðar Skipulagsmál „Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir Ólaf­ ur Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarf­ irði, en íbúafundur var haldinn í síðustu viku með íbúum vest­ urbæjar í Hafnarfirði þar sem tilkynnt var að til stæði að friða stóran hluta af vesturbænum í heild sinni. Bærinn sótti um styrk til þess vinna umsókn um málið, óskað var eftir tveimur milljónum en vegna eðlis verkefnisins, sem er á byrjunarstigi, var ákveðið að veita bænum fjórar og hálfa milljón til styrktar verkefninu. Að sögn Gunnþóru Guðmunds- dóttur, arkitekts hjá Hafnarfjarðar- bæ og eins af umsjónarmönnum verkefnisins, er ljóst að greinar- gerð verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi næsta vor, því er ljóst að mikil vinna er fyrir höndum. Til stendur að vernda hverfið frá Vesturgötu, upp að Nönnustíg og niður Reykjavíkurveginn. Stefnt er að því að fá aðstoð bæjarbúa til þess að finna myndir af uppruna- legri mynd hverfisins. Aðspurð hvað það feli í sér að vernda svo stóran hluta úr hverfi, svarar hún: „Þarna er verið að vernda menningarsögulega byggð í vesturbænum, meðal annars verður stefnt að því að gera hverf- ið upp.“ Hún bendir þó að byggðin sé það gömul í hverfinu að fjölmörg hús njóti nú þegar verndar Minjastofn- unar, með þessari ákvörðun sé í raun verið að styðja við heildar- myndina. Lögin sem verkefnið byggir á voru samþykkt eftir að Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson mælti fyrir þeim á Alþingi árið 2015. Í greinargerð sem þáverandi forsætisráðherrann f lutti sagði að samskonar lög væru til staðar í nágrannalöndunum, en slík skil- greining hefur dregið úr óvissu um þróun hverfa og um leið hækkar verðmæti fasteigna. | vg Byggðasafn Hafnarfjarðar kemur einnig að vinnu að verndun vestur­ bæjarins og verður hluti af svæðinu. Umdeild lög sem eiga vernda börn frá klámi Karen Bradley, menningarmálaráðherra Bretlands, segir að ef klámsíður fara ekki að lögum um aldurstakmörk notenda, verði að fela fjarskiptafyrirtækjum að útiloka þær. Nýju umdeildu lögin flugu í gegnum breska þingið á dögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.