Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 24.11.2016, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 24.11.2016, Qupperneq 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 Fanney Snorradóttir og Ingunn B. Arnarsdóttir vilja frekar segja starfi sínu lausu en að fara í verkfall. „Ég er ekki spennt fyrir verkfalli og ætla frekar að segja upp.“ Kjarabarátta kennara Kennarastarfið er dýrt hobbí Tólf kennarar við Norðlingaskóla sögðu starfi sínu lausu í gær, miðvikudag. Fanney Snorradóttir og Ingunn B. Arnarsdóttir, kennarar við Norðlingaskóla, vilja frekar segja upp en fara í verkfall. Þær segja starfið allt annað en það hafi verið fyrir 10 árum. Foreldrafélag skólans styður kennarana og nemendur sýna baráttunni skilning. Ragnar Þór Pétursson, kennari og trúnaðarmaður kennara við skólann, segir kennara vera súpa seyðið af afleiðingum hrunsins. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Foreldrafélag Norðlingaskóla styður kennara 100% „Ég styð kennara algjörlega 100%. Þeir eiga bara að fá hærri laun fyr- ir alla þessa vinnu,“ segir Katrín Garðarsdóttir, foreldri tveggja barna í Norðlingaskóla. Katrín er formaður foreldrafélags Norðlinga- skóla og ein þeirra sem skrifuðu undir stuðningsbréf foreldrafélags skólans við kennara. Hún segir for- eldrafélagið hafa fengið ótrúlega jákvæð viðbrögð við stuðnings- bréfinu, bæði frá foreldrafélögum í öðrum skólum og frá þakklátum kennurum. „Við höfum mjög miklar áhyggj- ur af þessu ástandi. Það virðist vera komið að algjörum þolmörkum hjá kennurum og við foreldrarnir verð- um að styðja við bakið á þeim því annars á þetta álag eftir að bitna á börnunum okkar. Og ef til verkfalls kemur þá á það eftir að bitna á öll- um, sérstaklega börnum og foreldr- um. Það eru alls ekki allir í stakk búnir til að taka sér frí í vinnu til að vera heima. Það er vitað að þó að börn eru send heim með áætlun og heimavinnu þá líta þau á svona verkföll sem frí en það kemur bara í bakið á þeim þegar líður á skóla- árið. Þetta er gríðarlega mikið álag á krakkana sem eru að stefna á að komast í framhaldsskóla næsta vet- ur. Við vonum innilega að önnur foreldrafélög taki við sér og styðji opinberlega við bakið á kennurum. Þetta, ásamt leikskólakennurum og heilbrigðiststarfsfólki, eru grunn- stoðirnar í samfélaginu. Þjóðfélagið getur ekki verið án þessa fólks, það er nokkuð ljóst.“ Dóttir Katrínar, Andrea Rut Hall- dórsdóttir, er nemandi í 10. bekk og segist hún hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Hún stefni á að komast í Versló næsta haust og vilji því alls ekki missa úr skólanum. En hvað finnst henni um að kennarar skuli ganga út úr skólan- um til að vekja athygli á kjarabar- áttu sinni? Mér finnst það í fínu lagi því kennarar ættu að fá hærri laun fyr- ir vinnuna sína. Verkfall mun bitna á öllum Katrin Garðarsdóttir, formaður foreldrafélags Norðlingaskóla, með börnum sínum tveimur, Andreu Rut Halldórs- dóttur og Jóhanni Frank Halldórssyni. Andrea kvíðir mögulegu verkfalli því hún stefnir á að komast í menntaskóla næsta haust og vill alls ekki missa úr námi. Kennarar um allt land lögðu niður störf kl. 13.30 á þriðjudag til að vekja athygli á kjarabaráttu sinni. Hér sjást kennarar í Norð- lingaskóla ganga út. Kennarar felldu tvo síðustu kjarasamninga og hafa því verið samningslausir frá því í sumar. Fundað hefur verið stíft hjá ríkissáttasemjara án árangurs en samninganefnd kennara segir málið verða að vera leyst í byrjun desember. Myndir | Hari Fanney Snorradóttir og Ingunn B. Arnarsdóttir voru meðal þeirra kennara sem gengu út úr Norðlingaskóla kl 13.30 á þriðjudag. Þær hafa báðar yfir 10 ára starfsreynslu og segjast vera löngu vera komnar með nóg. „Við erum að vekja athygli á mál- staðnum því við viljum eitthvað verði gert í okkar málum. Þetta er skemmtilegasta vinna í heimi en þetta er orðið rosalega dýrt hobbí,“ segir Ingunn B. Arnardóttir en hún hefur starfað sem kennari í rúm 10 ár. „Við lifum ekki af þessum laun- um,“ segir Fanney Snorradóttir. Fanney hefur starfað sem kennari í 15 ár en segist þurfa að leita sér að aukavinnu til að ná endum saman. „Þess vegna er ég með uppsagnar- bréfið í vasanum. Að kenna er það skemmtilegasta sem ég geri en þetta er erfitt starf og er alltaf að verða erfiðara. Maður reynir að vera eins mikill fagmaður og maður getur en það er ekki endalaust hægt að gefa og gefa. Maður verður að fá eitthvað til baka og nú er mælirinn fullur. Ég er ekki spennt fyrir verkfalli og ætla frekar að segja upp.“ Ingunn er algjörlega sammála starfssystur sinni þó hún sé ekki enn komin með uppsagnarbréf- ið í vasann. „Verkfall er ekki inni í myndinni hjá mér heldur og ég er farin að huga að uppsögn, sem mér finnst alveg grátlegt því mér finnst svo gaman að kenna. En starfið hefur breyst alveg rosalega mikið frá því að ég byrjaði. Þetta er gríðarlegt álag og utanumhald. Þetta snýst orðið um svo miklu, miklu meira en að bara kenna,“ segir Ingunn og Fanney tekur und- ir. „Það er allt þetta utanumhald en svo er líka mikið af veikum einstaklingum í skólakerfinu,“ seg- ir Fanney. „Ég persónulega er til í að vinna öll þau störf sem kennar- ar þurfa að vinna því ég get það en við erum alls ekki að fá það sem við viljum fyrir það.“ Með uppsagnarbréfið í vasanum FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun Gæði & glæsileiki & margt fleira skemmtilegt... Snædís Rán Hjartardóttir í viðtali á föstudaginn alla föstudaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.