Fréttatíminn - 24.11.2016, Qupperneq 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016
8.000
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
Konur 20-29 ára
Höfuðborgarsvæðið
Fullorðin í foreldrahúsum
Karlar 20-29 ára
Höfuðborgarsvæðið
2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
Fjöldi samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
Leigjendur á almennum markaði
2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
Hlutfall í hverjumaldurshópi samkvæmt Hagstofu Íslands
Breyting
frá 2004-06
87%
170%
31%
97%
122%
103%
49%
0-15 ára
16-24 ára
25-34 ára
35-44 ára
45-54 ára
55-64 ára
>64 ára
Ungt fólk hefur dregist aftur
úr öðrum aldurshópum í efna-
hagslegu tilliti. Það naut ekki
eins mikils efnahagslegs bata
fyrir Hrun og þrengri tækifæri á
atvinnumarkaði bitnuðu harðar
á ungum en öðrum aldurshópum.
Ein afleiðing þess er að ungt fólk í
dag býr lengur í foreldrahúsum en
áður hefur þekkst.
Gunnar Smári Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
Hagstofan hefur tekið saman upp-
lýsingar um fjölda ungs fólks sem
býr í foreldrahúsum, en Fréttatím-
inn hefur á undanförnum mánuðum
fjallað ítarlega um þessa samfélags-
breytingu og hvaða áhrif hún hefur
á unga fólkið, fjölskylduna og foreld-
rana. Í tölum Hagstofunnar kemur
fram að ungu fólki í þessum aðstæð-
um hefur fjölgað nokkuð eftir Hrun
og einkum þá ungum konum á höf-
uðborgarsvæðinu. Þótt ungu kon-
urnar í foreldrahúsum séu enn færri
en ungkarlarnir þá sækja þær á.
Hrun og ferðamenn
Þegar litið er yfir þróun síðustu ára
sést að vandi ungs fólks tengist ekki
aðeins tekjumissi vegna minni at-
vinnu eða lægri launa. Vandinn
verður vissulega til við Hrunið. Þá
má sjá að ungu fólki í foreldrahús-
um fjölgar. En breytingin er í raun
meiri eftir 2013. Það má ekki skýra
með aukinni skólasókn ungs fólks
eða minni atvinnuþátttöku heldur
tengist augljóslega bólunni á íbúða-
markaðnum á höfuðborgarsvæðinu.
Mest af leiguhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu hefur sögulega ver-
ið í Reykjavík vestan Kringlumýrar-
brautar. Þetta er svæðið þar sem
mest aukning hefur verið á gisti-
heimilum og íbúðum sem leigð hafa
verið út í gegnum airbnb og aðrar
slíkar síður á netinu. Fjölgun ferða-
manna hófst um 2011, sprakk út 2013
og hefur síðan verið jöfn og mikil.
Áhrif ferðamanna á leigumarkaðinn
hafa verið umtalsverð. Leigjendur,
sem að stórum hluta eru ungt fólk,
hafa lent í samkeppni við ferðamenn
um húsnæði í þeim hverfum sem eft-
irsóttust eru af báðum hópum.
Af eigendamarkaði
Þegar horft er til undangenginna ára
má því segja að ungt fólk hafi hrak-
ist af eigendamarkaði vegna minni
möguleika til að kaupa sér húsnæði.
Fyrstu árin eftir Hrun skruppu tekj-
ur unga fólksins saman meira en
annarra. Það hafði minnsta starfs-
reynslu og missti vinnuna fremur
en aðrir. Það unga fólk sem kom úr
skólum átti erfiðara að fá sér vinnu.
Aðgerðir stjórnvalda til að
stemma stigum við eigna- og lána-
bólu héldu ungu fólki líka frá íbúðar-
kaupum. Það átti ekki sparifé til að
reiða fram upp í hærri kröfur um
eigið fé í íbúðarkaupum. Á seinni
hluta tímabilsins fer síðan hækkun
fasteignaverðs að gæta. Þrátt fyrir
auknar tekjur átti unga fólkið ekki
auðveldara með að reiða fram út-
borgun vegna þess að hún hækkaði
í takt við hækkun húsnæðisverðs.
Minni bætur
Ríkisstjórnin sem tók við 2013
breytti skattkerfinu þannig að skatt-
byrði á lægstu tekjur hækkaði vegna
Mesta breyting undanfarin ár á högum ungs fólks hefur verið meðal kvenna á höfuðborgar-
svæðinu. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hefur sama þróun átt sér stað út á landi en
í minna mæli. Ungum konum, á aldrinum 20 til 29 ára sem búa í foreldrahúsum, hefur
fjölgað um 2600 frá meðaltali áranna 2004-06 eða um 75 prósent. Á sama tíma hefur
ungkörlum í foreldrahúsum fjölgað um 1875 eða 35 prósent. Eftir sem áður eru karlarnir
fleiri; um 7770 á móti 6100 konum. Við upphaf tímans voru ungkarlar í foreldrahúsum
á höfuðborgarsvæðinu um 41 prósent fleiri en konurnar en í fyrra voru þeir aðeins 17
prósent fleiri. Ungu konurnar eru að verða líkari körlunum.
Munur kynjanna er enn meiri úti á landi. Þar voru tvöfalt fleiri ungkarlar í foreldrahúsum í
upphafi tímabilsins en 67 prósent við lok þess. Ekki var mikill munur á körlum á höfuð-
borgarsvæðinu og úti á landi. Álíka hlutfall þeirra bjó í foreldrahúsum eða um 45 prósent í
fyrra. Hins vegar bjuggu 29 prósent ungra kvenna í foreldrahúsum á landsbyggðinni í fyrra
en 39 prósent ungra kvenna á höfuðborgarsvæðinu.
Æ fleiri fullorðnir
festast í foreldrahúsum
Hér sjást breytingar á hlutfallslegum fjölda fólks sem býr í húsnæði á
almennum leigumarkaði eftir aldurshópum. Það sem er sláandi er að
fjöldi barna á almennum leigumarkaði hefur vaxið úr 5 prósent í rúm
14 prósent á skömmum tíma. Ástæðan er sú að foreldrakynslóðin,
fólk á aldrinum 25 til 44 ára, hefur leitað út á almennan leigumark-
að vegna þess að hún hefur ekki efni á að kaupa sér fasteign
og hefur ekki aðgengi að leiguhúsnæði sem rekið er á
félagslegum grunni. Fjöldi fólks á almennum leigumarkaði
á aldrinum 25-34 hefur nánast tvöfaldast frá árunum
2004-06 og fjöldi fólks á aldrinum 35 til 44 ára
tvöfaldast og vel rúmlega það.
Reynsla Íslendinga af almennum leigumark-
aði er almennt slæm, þótt undantekningar
séu vissulega til. Fjöldinn lýsir óöryggi,
tíðum flutningum og örum hækkunum
á leiguverði. Það er því alvarlegt mál
þegar börnum sem alast upp við
þær aðstæður fjölgar ört.
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Sýningareintak á staðnum.
Úrval af lokuðum
farangurskerrum
frá Ifor Williams
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum