Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 20
Á MORGUN auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310 frettatiminn.is 20 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 lega þegar hún fær veður af því að illmennið Kilgrave sé komið til borgarinnar. Ofurkraftar Kilgrave eru hreinlega hvað hann er sannfær- andi, hann getur stjórnað hverjum sem er með sinni dáleiðandi rödd. Hann er í raun freki kallinn hold- gerður – er vanur því að fá allt sem hann vill, allt frá barnæsku – og fljót- lega kemur í ljós að hann hafði feng- ið Jessicu líka á sínum tíma, þvert á vilja hennar. Við förum að átta okk- ur á því hvers vegna Jessica er jafn drykkfelld og andfélagslynd og raun ber vitni – þessir þættir fjalla í raun öðru fremur um áfallastreiturösk- un fórnarlambs nauðgunar, sem og annarra fórnarlamba Kilgrave. Þessir ofurkraftar Kilgraves reyn- ast þannig metefóra fyrir misnotkun – þar sem hann rænir fólk bókstaf- lega vilja þess, yfir bæði eigin gjörð- um og eigin líkama. Hjálparleysið gegn valdinu er þannig lykilþema þáttana um Jessicu, rétt eins og í Daredevil, þótt í annarri mynd sé. Skotheldur blökkumaður Ofurhetjur Marvel urðu flestar til á sjöunda áratugnum og hingað til hafa bara gagnkynhneigðar hvít- ar karlkynshetjur fengið sína eigin bíómynd – þótt það muni fljótlega breytast, bíómyndir um afrísku hetj- una Svarta pardusinn og kvenhetj- una Captain Marvel eru í bígerð. En sjónvarps-Marvel tóku þó frum- kvæðið – fyrst með Jessicu Jones og þar kynnumst við einnig einum elskhuga hennar, hinum þeldökka Luke Cage – manninum sem kúlurn- ar hrynja af. Cage er ósæranlegur og nautsterkur – en í hálfgerðum felum. Skýringarnar á því koma í ljós í hans eigin þáttaröð sem frum- sýnd var nú í haust á Netflix. Eft- ir að hafa dvalið með Daredevil og Jessicu í Hell‘s Kitchen á neðri hluta Manhattan-eyju erum við kominn upp í Harlem, mekka bandarískrar blökkumenningar – og eiginlega er serían óður til menningar blökku- manna fyrst og fremst, barátta of- urhetjunnar fellur þar í skuggann. Cage og félagar hans á rakarastof- unni skiptast á skoðunum um svarta rithöfunda á borð við James Bald- win og Ralph Ellison og aðrar hetjur úr Harlem. Það er máski ekki farið djúpt í skáldskap þessara manna, en það breytir aðeins heimsýninni þegar minna þekktir blökkuhöfund- ar eru neimdroppaðir á jafn hvers- dagslegan hátt og við bleiknefjarnir erum vön með Hemingway og Fitz- gerald. Sú menning sem skiptir mestu máli hér er tónlistin. Cage vinnur á kvöldin sem uppvaskari í Harlem‘s Paradise – þar sem helstu skúrkarn- ir seríunnar hafa líka aðsetur. En þangað mæta líka ótal flinkir tón- listarmenn – og flestir skotbardagar seríunnar eru klipptir saman við fantafína músík. Aðalskúrkurinn framan af, Cott- onmouth, situr svo á efri hæðinni og er ítrekað myndaður með risa- stórt málverk af Biggie Smalls í bak- grunni – þannig að kórónan á höfði Biggie endar á höfði hans. Maðurinn sem skapaði þættina, Cheo Hodari Coker er einmitt tónlistarblaðamað- ur að upplagi, skrifaði fyrir Rolling Stones og skrifaði lykilbók um rapp- arann Biggie – mann grunar þannig á köflum að hann sjái sig frekar í skúrknum með píanófingurna en í aðalhetjunni. Cottonmouth er þó ekki eini skúrkur seríunnar. Frænka hans, pólitíkusinn Mariah, gæti mögulega reynst kaldrifjuðust af þeim öllum þótt hún sé alltaf að reyna að lifa réttu megin við lögin. Yfirskúrk- urinn Diamondback vitnar svo til skiptis í 48 Laws of Power og Biblí- una, svona rétt eins og erkitýpískur nýfrjálshyggjumaður úr Biblíu- beltinu. Fyrrnefnda bókin er raun- ar ágætt dæmi um snertifleti glæpa og stjórnunarfræða, enda ein vin- sælasta bókin í bandarískum fang- elsum. Í skugganum leynist svo Shade, náfölur bleiknefur – og í þessari nánast alsvörtu seríu er eitt- hvað einkennilega ógnandi við þetta náhvíta andlit. En hvað stendur Cage sjálfur fyr- ir? Nafnið segir sitt – og rétt eins og Malcolm X valdi hann það sjálfur. Á tímum hreyfingar á borð við Black Lives Matter, þegar sífellt fleiri frétt- ir berast af lögreglumönnum að myrða blökkumenn, þá er svipmynd af blökkumanni í hettupeysu sem kúlur falla af ansi áhrifamikil – eða eins og Coker orðar það í einu við- tali: „heimurinn er tilbúinn núna fyrir skotheldan blökkumann.“ Um leið er þetta þó líka saga um gengjakúltúr og blökkumenn í stríði hvor við annan – eða eins og rakar- inn í hverfinu orðar það: „Þeir eiga allir byssur. Engin þeirra á pabba.“ Borgin sem var En þótt þetta séu nokkuð jarð- bundnar nútímaofurhetjusögur gerast þær í New York sem er löngu horfin. Sú New York var vissulega til einu sinni, á áttunda og níunda ára- tugi síðustu aldar þegar borgin var ein sú hættulegasta í heimi sökum skuggalega hárrar glæpatíðni. Það hefur gjörbreyst og þótt ennþá megi finna hættuleg hverfi í útjöðrum borgarinnar er Manhatt- an núna heimur hinna ríku, uppa- vædd hverfi sem fæstar aðalpersón- ur þáttanna hefðu ráð á að búa í. Manhattan sem varð uppavædd fyr- ir löngu. Fyrir utan að sá risastóri vígvöllur sem Hell‘s Kitchen virð- ist vera er aðeins á stærð við Sel- tjarnarnes. Þetta er þó leyst ágætlega með því að láta glæpamennina vera hálf- gerða staðgengla bissnessmanna og pólitíkusa, iðulega með lögguna í vasanum, venjulegir borgarbúar búa ennþá við ofríki, þótt eðli ofrík- isins sé öðruvísi. Áðurnefndur Frank Miller man þó vel þá New York sem hann orti um á sínum tíma í Daredevil sögunum. Hann flúði borgina eftir að hafa verið rændur þrisvar á ein- um mánuði og þessi ótti við þessa vofeiflegu borg gegnsýrir sögurn- ar hans. En þegar maður rifjar upp hversu fasísk skrif hans eru orðin í seinni tíð þá veltir maður óneitan- lega fyrir sér hvort það þurfi mögu- lega alvöru fasista til þess að skrifa almennilegar sögur um fasisma nú- tímans. Sögur um blindan mann, svartan mann og kvenmann að berjast gegn kapítalisma og spillingu á síðustu árunum fyrir Trump, fólk sem er að berjast við að ná endum saman í ómennsku og gjörspilltu kerfi. Luke Cage heldur á einum andstæðingnum. Jessica Jones bíður eftir lestinni. Tónelska illmennið Cottonmouth fyrir framan málverk af Biggie Smalls. Angel 6.100 kr. Glæsilegt skart frá Ítalíu Laugavegi 15 og Kringlunni – sími 511 1900 – www.michelsen.is Bella 6.100 kr. Bella 10.400 kr. Angel 7.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.