Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 68
36 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016
ér finnst best að blanda
um það bil 60% malt
á móti 40% appelsíni.
Þannig verður maltið ráð-
andi en appelsínið nægilega mik-
ið til að lyfta blöndunni og gæða
hana meira lífi,“ segir Margrét
Arnardóttir, framkvæmdastjóri Öl-
gerðarinnar. Eins og margir telur
hún skipta máli hvorum drykknum
er hellt fyrst út í. „Ég blanda drykkj-
unum saman í stafrófsröð í mjórri
könnu, appelsínið fyrst og ég vil
hafa drykkina ískalda. Það er lykil-
atriði að kannan sé úr þunnu gleri,
þannig verður drykkurinn ferskari
og áferðin fallegri. En ekki biðja mig
samt um að sanna þessa kenningu
með vísindalegum niðurstöðum,“
segir hún glettin. Hún segist hafa
komið flestum í fjölskyldunni upp
á lagið með þessa uppskrift, með
einni undantekningu.“ Sá 17 ára vill
meira gos og ég stend hann stund-
um að því að fikta í blöndunni, en
þó ekki fyrr en hún er komin í glas-
ið hans.“
Malt og appelsín er oftast á
borðum yfir jólin hjá Margréti þó
maturinn sé ekki alltaf sá sami.
„Við drekkum malt og appelsín
með laufabrauðinu, konfektinu og
meira segja grjónagrautnum sem
stundum er gripið til þegar krakk-
arnir hafa fengið of mikið af reykt-
um og söltuðum mat. Annars hefur
sú hefð skapast hjá okkur, að krakk-
arnir fá að borða eitthvað sem þau
elska og fær til dæmis einn úr hópn-
um hamborgara að eigin ósk, eins
skringilega og það kann að hljóma.“
Aðspurð um jólaðhefðir frá því
Margrét var lítil stendur hjálpar-
starf sem móðir hennar stóð fyrir
upp úr. „Þorláksmessa var alltaf sér-
stök á heimili foreldra minna, þar
sem kvöldið fór í að pakka inn tug-
um jólagjafa sem móðir mín hafði
sankað að sér til að færa heimilis-
lausu fólki á aðfangadag. Gjöfunum
safnaði hún með hjálp góðra aðila,
fyrst og fremst heildsala sem gáfu
henni ýmsan varning sem hún fór
með til lögreglunnar sem hjálpaði
til við að koma gjöfunum til skila.
Eftir að gistiskýlin komu til sögunn-
ar lagði hún leið sína þangað og ger-
ir enn í þeim tilgangi að gleðja fólk
sem á fáa að. Það skapaðist alltaf
sérstakt og hátíðlegt andrúmsloft
við að pakka gjöfunum inn, með
jólatónlist í gangi og malt og appel-
sín á borðum í anda jólanna. Ég er
ótrúlega stolt af móður minni fyrir
þetta frábæra framtak og ég veit að
hún hefur glatt marga.“
Jólasiðir
Skiptar skoðanir eru á hvernig á að
blanda saman malti og appelsíni til
að kalla fram besta bragðið. Margrét
Arnardóttir, framkvæmdastjóri
Ölgerðarinnar, telur sig haf náð tökum
á hinni fullkomnu blöndu sem höfðar
til allra, eða næstum allra.
Blandar eftir
stafrófsröð Malt og appelsín hafa verið hluti af jólahaldi Margrétar Arnardóttur allt frá því hún
aðstoðaði lítil stelpa við að pakka inn jólagjöfum til handa heimilislausu fólki. Mynd | Hari
Við drekkum malt og
appelsín með laufa-
brauðinu, konfektinu
og meira segja grjóna-
grautnum sem stund-
um er gripið til þegar
krakkarnir hafa fengið
of mikið af reyktum og
söltuðum mat.
M
Ómissandi í jólamatinn
Villijurtir
Frábært á lambalærið
um jólin.
Kryddleggið í 4 -5 daga.
Eðal-kjúkllingakrydd
Ein vinsælasta krydd-
blanda Pottagaldra frá
upphafi, hentar einnig á
steiktan fisk.
Kalkúnakrydd
Þúsundir íslendinga
nota Kalkúnakrydd í
fyllinguna í kalkúninn um
jólin, hentar einnig
í kjúklingafyllingu.
Eðalsteik- og grillkrydd
Frábær á lambalundir,
nautasteikina og margt
fleira.
Húsið ilmar á meðan kjötið
er marinerað.
Arabískar nætur
7 krydda blandan frá
Líbanon. Notið á græn-
meti, kjúkling, lambakjöt
og svínakjöt.
Frábært á hnettusteikina
Töfrakrydd
Dásamleg kryddblanda í
pottréttinn og á afganginn
af lambalærinu.
Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur