Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 24
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511 2022 | www.dyrabaer.is
24 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016
Mikael Torfason rithöfundur
ritstjorn@frettatiminn.is
Ímyndum okkur hvað það væri frábær flétta í bók ef sögu-sviðið væri það að Charles Lindbergh hefði unnið Frank-lin Roosevelt í forsetakosning-
um 1940. Lindbergh varð ungur
stórstjarna í henni Ameríku. Hann
flaug fyrstur manna einn yfir Atl-
antshafið – frá New York til París-
ar – og fimm árum eftir það afrek
var litla syni hans rænt og hann
myrtur. Þjóðin og heimurinn allur
fylltust óhug en Lindbergh hjónin
sleiktu sárin í Evrópu. Þar kynntust
þau Adolf Hitler. Lindergh sagði um
Hitler: „a great man“. Sem hljómar
óneitanlega svolítið eins og Donald
Trump á Twitter.
Fasísk Ameríka
Lindbergh lét þessi ummæli falla
skömmu áður en brast á með seinni
heimstyrjöldinni. Hann fór þá heim
til að berjast fyrir því að Bandarík-
in einbeittu sér fyrst og fremst að
Bandaríkjunum og létu restina af
heiminum um sín vandamál. Þessi
málflutningur lagðist ákaflega vel
í einangrunarsinna heima fyrir og
hann var hvattur til að bjóða sig
fram til forseta. Lindbergh gerði
það ekki. En ímyndum okkur að
Kjör Donalds Trump er eins og endurómur af ímynduðum sigri fasísks
frambjóðanda í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, hrollkenndri hug-
mynd sem bæði Philip Roth og Robert Harris léku sér að í bókum sínum til
að draga upp hvernig umhorfs væri á Vesturlöndum ef samkomulag hefði
ekki verið gert um að mannúðin hafi sigrað í seinni heimstyrjöldinni.
Plottið: Samsærið
gegn henni Ameríku
Besta bók Philip Roth er Sabbath’s Theater. Eða svo hélt ég. Alveg þar til um daginn þegar Donald Trump
var kosinn forseti Bandaríkjanna. Þá mundi ég eftir The Plot Against America sem ég las fyrir margt löngu.
Hún hlýtur að teljast mikilvægasta bók Philip Roth. Svona í ljósi úrslitanna í forsetakosningunum vestra.
gamall. Charles Lindberg, sem er
forseti í bók Roth, er sendiherra
Bandaríkjanna í Þýskalandi hjá
Harris.
Þessar tvær bækur leita á hugann
núna þegar búið er að kjósa Don-
ald Trump forseta
Bandaríkjanna. Allir
sem lesið hafa þessar
bækur, eða séð viðtal
við Lindbergh, vita
að hann var vitleys-
ingur. En það er gam-
an að sitja uppi í sófa
með slíkum hliðar-
persónum og hlæja
að því hversu vitlaus
heimurinn hefði get-
að orðið með slíka
við stjórnvölinn. Gam-
anið fer hins vegar að
grána, reyndar er það
líkast martröð sem ekki er hægt að
vakna frá, að vita til þess að slíkur
maður hafi nú verið kosinn forseti
Bandaríkjanna.
Líkt við illmenni
Stuðningsmenn Trump sjálfir líkja
honum við sjöunda forseta Banda-
ríkjanna, Andrew Jackson, sem
sætir furðu því sagan hefur held-
ur dæmt hann sem eitt helsta var-
menni Bandaríkjanna
fremur en nokkru
sinni mikilmenni.
Jackson er þekktastur
fyrir að svíkja alla
samninga við indíána,
murka lífið úr heilu
þjóðarbrotunum og
skrifa undir svokallað
Indian Removal Act
1930. Jackson var líka
þekktur strigakjaftur
og á það sameiginlegt
með Donald Trump og
Lindbergh.
Sá f ræg i Rudy
Giuliani segir sigra þessara tveggja
forseta sambærilega; báðir hafi þeir
komið utan frá og sigrað valdaelítu.
Auðvitað er fráleitt að telja mann
sem gortar sig af því að hafa keypt
heilu og hálfu þingmennina vestra
sem einhvern almúgamann en
þannig hefur Trump verið kynntur
og sú er myndin sem reynt er að
festa í sessi.
Of ýktur fyrir bók
En ef þeir eru á pari, þessir tve-
ir menn, er erfitt að verjast þeim
þanka að verstu spádómar Father-
land og The Plot Against Amer-
ica séu um það bil að fara að ræt-
ast. Hvernig gat það gerst? Af
hverju búum við nú svo gott sem í
martraðarkenndum skáldheimi rit-
höfunda á borð við Philip Roth og
Robert Harris? Trump boðar ein-
angrunarstefnu eins og Lindbergh
og Kennedy í þessum tveim bók-
um og vill vera vinur Putin. Reynd-
ar virðist sá vinskapur byggður á
hæpnum forsendum nema í kolli
Trump. Í nóvember í fyrra hélt
hann því fram að þeir Putin væru
vinir því þeir hefðu báðir verið í 60
mínútum. Það fór vel á með þeim,
hefur oft verið haft eftir honum. En
það er vitað að þeir hafa aldrei hist
og Trump hefur líka margoft stað-
fest það. Sem skiptir nákvæmlega
engu máli því staðreyndirnar eru
einskis virði þegar Donald Trump
er annars vegar.
Kjör Donalds Trump í emb-
ætti forseta Bandaríkjanna er
hrollvekja. Bandaríkjamenn kveðja
nú sinn fyrsta svarta forseta og
halda upp á það með því að kjósa
yfir sig, og okkur, mann sem er svo
tillitslaus tuddi að skáldlegar og ýkt-
ar útgáfur af Lindbergh og Kennedy
gamla eru trúverðugri en Trump
í raunveruleikanum. Sá höfundur
sem myndi kynna Trump í öllu sínu
veldi á síðum bókar sinnar þætti
hreinlega bjóða upp á ótrúverðuga
persónusköpun. Raunveruleikinn
snýr á skáldskapinn – við erum
komin handan marka skáldskapar
og veruleika.
Í bók Philip Roth er
það Charles Lindbergh
flugkappi sem sigraði Roosevelt
í kosningunum 1940, myndar
bandalag með Þýskalandi Hitlers
og tekur til við að ofsækja gyðinga
og aðra minnihlutahópa.
Eftir kulda í samskiptum
Þýskalands og Bandaríkj-
anna ákveður Joseph Kennedy, ný-
kjörinn forseti og yfirlýstur aðdáandi
nasismans, að bæta samskipti ríkjanna
með því að heimsækja Þýskaland á 75
ára afmælisdegi Adolfs Hitler.
hann hefði gert það og unnið Roos-
evelt. Sú er fléttan í The Plot Against
America sem kom út fyrir tólf árum
og er eftir bandaríska rithöfundinn
Philip Roth (sem margir töldu lík-
legri en Bob Dylan til að fá Nóbels-
verðlaun í bókmenntum þetta árið).
Í The Plot Against America seg-
ir af lítilli gyðingafjölskyldu sem
minnir í mörgu á fjölskyldu höf-
undarins; Philip Roth lætur til
dæmis allar helstu sögupersón-
urnar bera nöfn fjölskyldu sinnar
og saga fjölskyldu Roth sjálfs er um
margt lík sögu Roth fjölskyldunn-
ar í bókinni. Sem höfundur hef-
ur Philip Roth reynt á mörk raun-
veruleika og skáldskapar. The Plot
Against America getur þannig talist
póstmódernísk söguleg fantasíu-
skáldsaga og er hún ótrúlega vel
heppnuð sem slík. Í sögunni fara
Bandaríkjamenn aldrei í stríð við
Þjóðverja og það hefur skelfilegar
af leiðingar fyrir litlu Roth fjöl-
skylduna. Enda Lindbergh fasisti à
la Donald Trump.
Kennedy semur við Hitler
En það eru fleiri sem hafa leikið sér
með sigur nasisma sem söguefni.
Fyrir yfir tuttugu árum sendi Ro-
bert Harris frá sér Fatherland en
sú bók er klassískur krimmi og vel
skrifaður sem slíkur. Sagan gerist í
Þýskalandi 1964 og snýr að morð-
rannsókn en búið er að myrða hátt-
settan nasista. Sá hluti bókarinn-
ar er eins og það besta sem svona
krimmar hafa upp á að bjóða. Hið
magnaða er hins vegar það að les-
andinn verður að fallast á forsend-
ur sögunnar sjálfrar sem byggir á
því að hann gefi sér að Joseph P.
Kennedy eldri, faðir JFK og aðdá-
andi Hitlers, hafi verið kjörinn for-
seti Bandaríkjanna. Eftir langt kalt
stríð vill Kennedy fara diplómatísku
leiðina og semja við Hitler. Rann-
sóknarlögreglumaðurinn í Father-
land býr því í heimi þar sem Hitler
vann og hann er að verða 75 ára
Allir sem lesið hafa
þessar bækur, eða séð
viðtal við Lindbergh, vita
að hann var vitleysingur.
En það er gaman að sitja
uppi í sófa með slíkum
hliðarpersónum og hlæja
að því hversu vitlaus
heimurinn hefði getað
orðið með slíka við
stjórnvölinn.