Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 Það má víða sjá merki þess í samfélaginu að sátt­málinn er brotinn. Það er eins og við séum ekki lengur í saman liði. Vitum ekki til hvers við ættum að vera það. Sumir eiga erfitt með þennan sáttmála, hugmyndina um að hann sé yfir höfuð til. Það stríðir gegn manngildis hugmyndum margra að við séum saman í liði. Sumir leggja áherslu á að mannfélagið byggist ætíð upp af átökum milli stétta, milli hagsmuna, milli kynja. Aðrir vilja hafna hugmyndinni um samfé­ lagið, það sé lítið annað en safn­ haugur af einstaklingum. En samt. Er samfélagið þarna. Við getum kallað það límið milli okkar. Það hefur teygst æði mikið á því undanfarið. Of mörg þjóðþrifamál lenda í þvargi milli fólks sem sæk­ ir sjálfsmynd sína í að vera í sem mestri andstöðu við þá sem það ræðir við. En merki þess að sáttmálinn sé brotinn eða límið uppþornað sést líka í kjaradeilu kennara. Sá hóp­ ur hefur misst traust á vinnuveit­ enda sínum. Hann hefur lært að vinnuveitandinn, ríki og sveitar­ félög, vinnur ekki af heilindum að uppbyggingu skólastarfs og virðir ekki starf kennarans. Virðir í raun ekki stöðu venjulegs launafólks í samfélaginu. Atvinnurekandi sem hefur misst starfsfólkið sitt í slíka stöðu er í vondum málum. Þegar traust brestur er fjári erfitt að líma það sama aftur. Sérstaklega þegar límið er orðið þurrt. Það er að mörgu leyti staða okkar í dag. Við þurfum að finna út úr því hvað tengir okkur saman, hvert við viljum fara og byggja sátt um það í samfélaginu. Gunnar Smári BROTIÐ SAMKOMULAG 3 × í viku Lögregla Maðurinn sem lést á Grandagarði sást á myndbands- upptökum rétt áður en hann lést. Á miðvikudagsmorgun í síðustu viku fannst karlmaður látinn við Grandagarð í Reykjavík. Fram­ kvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu í lengri tíma og fannst maðurinn lát­ inn í skurði við gömlu verbúðirnar. Í fyrstu stóð lögregla á gati en ekk­ ert á vettvangi benti til að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað. Eftir að borin voru kennsl á líkið kom í ljós að maðurinn var á sjötugsaldri og lét eftir sig þrjú uppkomin börn. Við rannsókn málsins var farið yfir upp­ tökur öryggismyndavéla á svæð­ inu og sást þá frá að minnsta kosti tveimur sjónarhornum að maður­ inn var einn á gangi, skömmu áður en andlát hans bar að. Talið er að andlátið tengist veikindum. | þt Myndband náðist af manninum við Grandagarð Kennarar Hjördís Albertsdóttir er ein þeirra tólf kennara sem sögðu upp í Norðlingaskóla í gær. Hún seg- ir Láru V. Júlíusdóttur, sérfræðing í vinnurétti, reyna að hræða kennara með orðum sínum um að mót- mælaaðgerðir þeirra séu ólöglegar og láta kennara líta illa út í augum almennings. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ekkert miðar áfram í kjaradeilu kennara en fundað hefur verið hjá rík­ issáttasemjara síðustu daga. Nú hafa alls 52 kennarar sagt upp störfum og er ástandið í Seljaskóla einna alvarleg­ ast þar sem alls 19 kennarar hafa sagt upp störfum. Á miðvikudag, bættust 12 nýjar uppsagnir við frá kennurum í Norðlingaskóla. Hjördís er ein þeirra. Hún hefði viljað halda áfram að kenna er hefur fengið nóg af bágum kjörum. „Ég hef kennt í átta ár, þar af sjö í Norðlingaskóla en nú þarf ég að leita á önnur mið eftir vinnu. Ég þarf meiri laun og tíma til að sinna fjölskyldu og börnunum mínum þremur. Ef ég ætlaði mér að halda áfram í þessari vinnu, þá þyrfti ég að taka að mér aukavinnu. Mér finnst þetta sorglegt og ég er hrygg yfir því að hætta störf­ um með frábæru teymi. Ég sé ekki fyrir mér að ég muni draga uppsögn mína til baka.“ Á þriðjudag lögðu kennarar um allt land niður störf kl. 13.30 til að vekja athygli á kjarabaráttu sinni. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, sagði á RÚV að aðgerðir kennara væru ólöglegar. „Að sjálfsögðu verða þessir hópar að fara eftir landslögum eins og aðrir og það er í rauninni dálítið fáránlegt að ekki skuli gripið í taumana hjá þeim sem aðilum sem fara með það vald,“ sagði Lára. „Hér við skólann eru unglingar sendir heim, marga tíma á mánuði, því það er yfirvinnubann hjá skólan­ um. Það er lögbrot af hálfu Reykja­ víkurborgar. Orð Láru voru tilraun til að hræða kennara frá aðgerðum og til að samþykkja eitthvað sem þeir vilja ekki. Mín tilfinning er að hún hafi verið að reyna að hræða mig og láta mig líta verr út í augum almennings. Hinsvegar kveikti þetta bara meira í kennurum,” segir Hjördís. „Það er allt satt og rétt sem Lára segir um lögin, en þetta átti ekki að koma neinum á óvart því það var góður fyrirvari á þessum aðgerðum,“ segir Ragnar Þór Pétursson, trúnað­ armaður í Norðlingaskóla. „Það sem fólk er í örvæntingu sinni að reyna að gera er að fyrirbyggja frekari uppsagnir því skaðinn sem hlýst af fjöldauppsögnum verður svo stórkostlegur. Það er hugmyndin með þessum aðgerðum. Það vill enginn að þetta fari þessa hefðbundnu leið og endi í verkfalli. Skólinn og mannskapurinn er orðinn það brothættur að það yrði óafturkræfur skaði ef spilað yrði eftir leik­ reglum.“ Nánar á bls. 14 Heilbrigðismál Þrír eigendur Læknisfræðilegrar myndgrein- ingar hafa fengið rúmlega 108 milljónir í arð á mann á fjórum árum. 312 milljóna greiðsla frá ríkinu í fyrra. Þrír læknar fá samtals tæplega 100 milljóna króna arð út úr einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu Læknisfræði­ legri myndgreiningu ehf. í ár. Fyrir­ tækið skilaði rúmlega 107 milljóna króna hagnaði í fyrra og greiddi þá út tæplega 83 milljóna króna arð til hluthafa, samkvæmt ársreikningi fyr­ irtækisins. Læknisfræðileg myndgreining er fyrirtæki sem tekur meðal annars röntgenmyndir af fólki og kemur langstærsti hluti tekna fyrirtækisins frá hinu opinbera í gegnum Sjúkra­ tryggingar Íslands. Því er um að ræða einkarekstur sem fjármagnaður er af hinu opinbera. Landspítalinn rekur einnig eigin myndgreiningardeild en hún annar ekki ein eftirspurn eftir læknisfræðilegum myndatökum og því eru starfandi einkarekin fyrirtæki á þessu sviði. Með ætlaðri arðgreiðslu þessa árs hafa hluthafar fyrirtækisins tek­ ið út 323 milljóna arð á fjögurra ára tímabili eða sem nemur tæplega 108 milljónum fyrir hvern hluthafa. Eigendurnir eru röntgenlæknarnir Einfríður Árnadóttir, Arnþór Heimir Guðjónsson og Árni Grímur Sigurðs­ son. Fyrirtækið er eitt af 20 arðbærustu fyrirtækjum landsins, samkvæmt árleg­ um lista Lánstrausts. Í fyrra var reiknað með því á fjár­ lögum að 312 milljónir króna myndi renna til þess frá hinu opin­ beru. Þetta þýðir að tæplega 1/3 hluti af greiðslum ríkis­ ins til fyrirtækisins í fyrra rennur út til hluthafa þess í formi arðs. Einfríður Árnadóttur hefur sagt opinberlega að hún telji að rekstur fyrirtækisins sé hagkvæmur fyrir íslenska ríkið. Sú ákvörðun Kristjáns Þórs Júlí­ ussonar, fráfarandi heilbrigðisráð­ herra, að banna arðgreiðslur úr einkareknum heilsugæslustöðv­ um hefur ekki mælst vel fyrir hjá mörgum heimilislæknum þar sem arðgreiðslur út úr öðrum einkareknum heilbrigð­ isfyrirtækjum, eins og Læknisfræðilegri myndgreiningu, verða áfram leyfðar. | ifv 100 milljónir til þriggja lækna Kristján Þór Júlíusson Gagnrýnin kveikir reiði kennara Hælisleitendur „Við hittum ráðuneytisstjórann, Ragnhildi Hjaltadóttur, og afhentum rúmlega fimm þúsund undirskriftir,“ segir Elín Árnadóttir, lögmaður Saad og Fadilu sem reynt var að flytja úr landi fyrir skömmu, en myndband af atburðinum vakti hörð viðbrögð almennings. Börn þeirra Saad og Fadilu fæddust hér á landi, en dótt­ ir þeirra heitir meðal annars íslensku nafni. Börnin eru aftur á móti ríkisfanglaus. Elín vildi vekja athygli innanríkisráðherra á málinu, en hún komst ekki til þess að taka á móti undirskriftun­ um vegna veikinda. Staða fjölskyldunnar, sem er ættuð frá Tógó og Gana, er óbreytt, en Elín segist engin svör fá hjá ríkislögreglu­ stjóra eða Útlendingastofnun um brottflutning fjöl­ skyldunnar. Réttaráhrifum verður ekki frestað þó mál þeirra hér á landi sé óklárað, því er líklega að fjölskyld­ an þurfi að fara til Ítalíu, þar sem ekkert bíður þeirra nema flóttamannabúðir eða hörð vist á götum úti. „Það er bara ömurlegt að geta ekkert sagt þeim um stöðuna,“ segir Elín sem segir fjölskylduna bíða í von og ótta heima hjá sér eftir að verða flutt af landi brott. | vg Hjördís Albertsdóttir kennari sagði upp í Norð- lingaskóla í gær. 5000 vilja stöðva brottvísun Saad og Fadila hafa verið hér á landi á þriðja ár. Mynd | Hari GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 grillbudin.is Grill, garðhúsgögn, jólaljós, útiljós, aukahlutir, reykofnar, yfirbreiðslur, kjöthitamælar, ljós á grill, reykbox varahlutir o.fl. o.fl. Mikill afsláttur af öllum vörum föstudag og laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.