Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 66
ildur Rut Ingimarsdóttir, höfundur matreiðslubók- arinnar Avocado, hefur brennandi áhuga á matar- gerð og gerir mikið af því að prófa sig áfram í eldhúsinu og búa til eigin rétti. Hún hefur einnig mikla ástríðu fyrir ljósmyndum og hefur sameinað þetta tvennt með því að mynda matinn sem hún eldar. „Ég hef ótrúlega gaman af því að stilla upp matnum og hafa hann girni- legan. Auk þess sem það er gott að mynda á meðan maður eldar svo maður muni hvað fór í matinn,“ segir Hildur Rut. Hún segir það líka skemmtilega leið til að safna uppá- haldsuppskriftunum að taka mynd- ir og skrifa þær hjá sér. „Þannig er hægt að varðveita uppskriftir og koma þeim áleiðis til barnanna sinna. Það eru eflaust margar upp- skriftir sem hafa glatast því það gleymdist að skrifa þær niður,“ segir Hildur Rut. En á jólunum myndast einmitt tækifæri til að fá leyniupp- skriftirnar úr fjölskyldueldhúsinu fyrir komandi kynslóðir, og taka nokkrar myndir með. Hvort sem það er eftirréttur, aðalréttur eða eitthvert meðlæti þá eiga flestir ein- hvern uppáhaldsmat sem eldaður er í eldhúsinu heima sem er ómis- sandi á jólunum. Fyrir Hildi er það hamborgarhryggurinn. „Mamma eldar hamborgarhrygginn alltaf eins og ber hann alltaf fram með sama meðlæti. Ég og systur mínar tvær getum ekki hugsað okkur nokkrar breytingar, það á allt að vera við það sama ár eftir ár,“ segir Hildur Rut og hlær. Uppskriftirnar, sem Hild- ur deilir hér, eru orðnar hluti af hennar jólahefð. Þetta eru annarsvegar hafrasmákökur með pekanhnetum og hinsvegar rækjukokkteill fyrir gamlárs- kvöld. Gæludýr mega alls ekki drekka vatnið sem jólatréð stendur í eða tyggja jólarósir. Gleðileg jól fyrir alla Haframjöls- og pekan smákökur Dásamlegar og fljótlegar haframjölskökur sem ég elska að baka í desember. 150 gr haframjöl 110 gr smjör 110 gr sykur 60 gr kókosmjöl 60 gr pekanhnetur 1 egg 1 tsk lyftiduft 1 msk hveiti suðusúkkulaði • Bræðið smjörið við vægan hita og hrærið saman við hafra- mjölið. • Blandið kókosmjöli, sykri, eggi, lyftidufti og hveiti við hafra- mjölsblönduna. • Skerið pekanhneturnar smátt og blandið saman við. • Setjið deigið með teskeið á bök- unarplötu þakta bökunarpappír. Bakið við 190°C í 5-7 mínútur og kælið. • Bræðið ½ –1 suðusúkkulaði- plötu yfir vatnsbaði og penslið á kökurnar. • Mæli með að geyma kökurnar á köldum stað. Hildur Rut Ingimarsdóttir, höfundur matreiðslubókarinnar Avocado, er mikill matgæðingur og er sífellt að prófa sig áfram í eldhúsinu. Fyrir jólin bakar hún mikið af smákökum og deilir hér með okkur uppskrift að haframjölssmákökum með pekanhnetum og risarækjukokteil í avocadoskel. Skrásetur matinn með myndum Þrátt fyrir að Hildur Rut vilji oftast prófa eitt- hvað nýtt í matargerð þá vill hún engu breyta þegar kemur að jólamatnum. Mynd | Hari Risarækjukokteill í avocado Avocado og risarækjur passar sérlega vel saman. Þennan rækjukokteil geri ég oft og hef hann í forrétt yfir hátíðarnar. Rækjur & avocado: Fyrir 4 2 avocado 8 risarækjur, óeldaðar 1/2 lítið chili 1 hvítlauksrif salt og pipar cumin olía 4 msk agúrka steinselja 1/2 sítróna • Skerið chili og hvítlauk smátt og blandið saman við risa- rækjurnar ásamt olíu og smá sítrónusafa. Kryddið þær með cumin, salti og pipar. • Steikið risarækjurnar upp úr olíu á vel heitri pönnu þar til að þær eru orðnar bleikar. Ef þið viljið hafa þær vel sterkar þá mæli ég með að krydda þær aukalega með cayenne pipar eða chili flögum. • Skerið avocado til helminga og takið innan úr því með skeið en skiljið smá eftir, ca. 1-2 cm. Kreistið smá sítrónusafa inn í avocadohýðið. Skerið avocadoið sem þið tókuð úr hýðinu og agúrkuna í litla bita. Blandið saman agúrku, avocado og steinselju eftir smekk, fyllið avocadoið með því og setj- ið tvær risarækjur ofan á. Að lokum hellið sósunni yfir og skreytið með steinselju. Gott að bera fram með sítrónubátum, Sósa: 1 msk majónes 3 msk sýrður rjómi safi úr 1/2 sítrónu 1/2 tsk dijon sinnep 1/2-1 msk tómatsósa 5 dropar tapasco sósa • Blandið öllu vel saman í skál. Streitan sem fylgir hátíðarhaldi og rask á hversdagrútínu getur haft neikvæð áhrif á gæludýrin, auk þess sem allskonar matur og skraut verður á vegi þeirra sem getur reynst þeim hættulegt. Hér eru fimm ráð til að gæta þess að gæludýrunum líði vel á jólunum. 1 Standist hvolpa augun Margir freistast til að lauma bita af veislumatnum til hundsins eða kattarins. Bitinn getur hins- vegar reynst hættulegur, en feitur matur og sætur getur farið illa í meltinguna á dýrum og þau geta dáið af því að borða fuglabein. Auk þess mega hundar og kettir alls ekki fá súkkulaði. Gættu þess að ganga vel frá öllum mat svo dýrin komist ekki í hann þegar þú sérð ekki til. 2 Veldu skrautið vel. Kisur og hundar geta gleypt lítið skraut og nagað ljósaseríur og þeim finnst svakalega gaman að leika með jólaskrautið. Settu litla brothætta skrautið efst á jólatréð og búðu svo vel um snúrur. 3 Forðist hættulegar jólaplöntur Kettir eiga það til að tyggja plöntur. Jólarósin er óholl fyrir kisur, hún veldur magakveisu og kláða í munni og riddarastjarna, sem er einnig vinsæl jólaplanta, er eitruð og ætti ekki að vera inni á heimili þar sem eru gæludýr. Þó jólatréð sé skaðlaust getur vatnið sem það stendur í orðið eitrað og ætti að byrgja fyrir það svo dýrin komist ekki að því til að drekka það. 4 Haldið rútínu Dýrin skynja streituna sem fylgir hátíðarhöldunum og það getur valdið kvíða. Reyndu að halda dag- legri rútínu eins og hægt er og sjáðu til þess að dýrið eigi ró- legan hvíldarstað í húsinu. 5 Hafðu dýrin með Ekki gleyma gæludýrinu og gættu þess að það finni að það sé ennþá hluti af fjölskyldunni. Flest gælu- dýr eru hópdýr og þurfa að finna að þau séu hluti af hópnum, og séu ekki skilin útundan. Dýrin fara ekki varhluta af spenningi og streitu sem fylgir jólunum. Það þarf að passa upp á að þau fái sína daglegu hreyfingu, rétta nær- ingu og sé sinnt vel. Íslensk hönnun frostrós www.heklaislandi.is - S: 6993366 34 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.