Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 24.11.2016, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 24.11.2016, Qupperneq 44
12 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016 Það geta allir búið til jólaskreytingar Vigdís Hauksdóttir er mikið jólabarn og kemst í jólastuð við að leiðbeina öðrum við skreytingar. Hún hvetur fólk til að kaupa efni og gera sínar skreytingar. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is g er rosalega mikið jóla- barn og elska þennan tíma. Það blandast saman í mér jóla- og náttúrubarn, sem útskýrir kannski smekk minn á jólaskreytingum, en það þarf helst að vera fura, epli, könglar og eitthvað slíkt,“ segir Vigdís Hauks- dóttir, fyrrverandi alþingismað- ur og blómaskreytir, sem er nú á fullu að undirbúa jólin, bæði fyr- ir sig og aðra, en hún tekur þátt í jólakvöldum Blómavals þar sem hún leiðbeinir fólki við gerð að- ventukransa og jólaskreytinga. „Ég er búin að taka þátt í þessu fjórum sinnum áður. Þetta er svo gaman og ég kemst í mikið jólastuð fyr- ir aðventuna.“ Aðspurð segir Vig- dís alla eiga að geta gert sína eigin skreytingu, þrátt fyrir að vera með tíu þumalfingur. „Markmiðið með þessum jólaskreytingakvöldum er einmitt að sýna vinnubrögðin og að það geti allir skreytt heima hjá sér. Við leiðbeinum fólki og hvetjum það til að kaupa efni sjálft til að gera sitt eigið. Það er svo miklu skemmti- legra heldur en að kaupa alltaf til- búið,“ segir Vigdís, en við fengum hana til að gera fyrir okkur þrjár mismunandi skreytingar. Vigdís elskar þennan árstíma og nýtur þess að skreyta og komast í jólaskap. Myndir | Rut Óhefðbundinn jóla- og áramótakrans „Þessi er svolítið óhefðbundnari. Hann er svona „frosty“ silfur aðeins út í grátt. Þarna er ég líka með alvöru epli. Svo eru þykkblöðungar í honum og perlur til að gefa smá „bling“. Það er búið að rigna svo mikið upp á síðkastið og það er þannig þegar það er þungbúið úti þá fær fólk sér gjarnan jólaskreytingar í þessum litum, hvítum, grænum og silfur til að færa snjóinn inn til sín. Svona aðventukrans kemur líka vel út um áramótin. Þá er jafnvel hægt að skipta um kerti, setja silfurkerti í hann, og þá er hann orðin rosa flott áramótaskreyting.“ Skreyting sem vex og þróast „Svo er hérna orkídeuskreyting. Þetta er skreyting sem hægt er hafa alveg fram að jólum. Þetta gyllta fremst í skreytingunni er amaryllis, laukblóm sem kemur til með að blómstra hvítu blómi. Þannig þegar hann fer að vaxa þá kemur hann upp við hliðina á orkídeunni. Sumum finnst alveg ómissandi að hafa bæði afskorna túlípana og amaryllis um jólin. Mér finnst það til dæmis alveg ómissandi. Þetta er því skreyting sem kemur til með að vaxa og þróast alveg fram að jólum. Það er plast innan í körfunni sem er nauðsynlegt því það þarf að vökva bæði orkídeu og amaryllis. Þetta er líka flott áramótaskreyting og þá er hægt að bæta við einhverju silfri.“ Náttúrulegur aðventukrans „Þetta er náttúrulegur stór aðventukrans sem kemur til með að njóta sín á stórum eikarborðum sem mjög margir eru með núna. Ég nota þarna ýmsar tegundir af greni og mosa. Svo eru þarna smákönglar og epli, eins og maður kaupir úti í matvörubúð. Þetta er akkúrat að- ventukrans að mínum smekk, eins og ég myndi fá mér, því ég er hrifin af þessum náttúrulegu efnum og lítið fyrir plast. Ég er sjálf lítið fyrir tískustrauma í aðventu- krönsum þó ég beri mjög mikla virðingu fyrir þeim sem hrífast af tískustraumum og litum sem eru í tísku hverju sinni. Fjölbreytnin er svo skemmtileg.“ É Gjafakort Kringlunnar er gjöf af öllu hjarta. Þú færð kortið á þjónustuborðinu á 1. hæð við Hagkaup eða á kringlan.is. GJÖF AF ÖLLU H J A R T A facebook.com/kringlan.is kringlan.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.