Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 58
26 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016 Hamborgarhryggur er algeng- asti rétturinn á jólamatseðli Íslendinga og hann hentar ljóm- andi vel til að nýta afgangana. Það þarf ekki alltaf að henda af- göngunum í örbylgjuna og setja sósu út á. Jón Þór stingur upp á veglegri jólasamloku. „Mikilvægasti hlutur samlokunnar er auðvitað brauðið í þeim skilningi að ef þú klúðrar því á samlokan ekki séns. Þar sem bakarí eru lok- uð á hátíðisdögum getur verið gott að eiga forbakað brauð í frystinum sem brúka má í svona æfingar,“ segir Jón Þór. Hann hvetur líka til þess að heilsa upp á ostakaupmann- inn og fá að smakka og velja jólaostinn. Þá gerir það mikið fyrir samlokuna að kaupa góð- ar súrsaðar gúrkur og sósur að eigin vali. Ekki skemmir fyrir að hræra sjálf/ur í mæjónesið. „Þetta er kannski ekki holl- ur matur. En kjöt og brædd- ur ostur í brauði er bara alltaf gott. Og enn betra ef lagður er metnaður í það,“ segir Jón Þór Finnbogason. Samloka með hamborgarhrygg Frosið snittubrauð Þunnt skorinn hamborgarhryggur Samlokuostur eftir smekk Pikklaður rauðlaukur Súrar gúrkur eftir smekk Sinnep Mæjónes • Smyrjið brauðið með mæj- ónesi og leggið ostsneiðar á sitt hvora hliðina. Þar ofan á skal setja laukinn og súrmeti. Legg- ið kjötáleggið því næst ofan á og smyrjið með sinnepi. Lokið samlokunni og grillið, steik- ið eða bakið að vild þannig að osturinn bráðni og brauðið stökkni. Pikklaður rauðlaukur 2 dl lageredik 2 dl sykur 2 dl vatn 2 rauðlaukar, þunnt sneiddir • Setjið allt saman í pott og sjóðið, þar til allt hefur blandast. Setjið rauðlaukinn í krukku/r og hellið vökvanum yfir. Geymist í ísskáp og hægt er að nota strax. Jólamaturinn er meira en bara stórsteik á aðfangadag. Hægt er að útbúa frábæra rétti úr afgöngunum. Við fengum Jón Þór Finnbogason til að leggja okkur til tvær hugmyndir en hann segir að möguleikarnir séu endalausir. Aðalatriðið er að koma undirbúinn til leiks. Súpa og samloka á jólunum ólamaturinn snýst um meira en bara eina mál- tíð klukkan sex á að- fangadag. Það verður að nýta afgangana líka og leggja metn- að í það,“ segir Jón Þór Finnboga- son, verkfræðingur og kokkur. Jón Þór fékk snemma áhuga á matreiðslu. Eftir að hafa lokið námi í verkfræði lét hann gamlan draum rætast og fluttist til Kanada þar sem hann lauk prófi frá Pacific Institue of Culinary Arts í Vancou- ver. Hann borðar alltaf rjúpu á jólunum og veiðir í matinn sjálf- ur með föður sínum. Hins vegar matreiðir hann rjúpurnar öðru- vísi en gert var á æskuheimilinu. Í stað þess að sjóða hana í potti léttsteikir Jón bringurnar en ger- ir soð úr afganginum. Hann deildi einmitt uppskriftinni með lesend- um Fréttatímans. Að þessu sinni var leitað til Jóns Þórs með hugmyndir um það hvernig nýta má afganga af jólamatnum. Það kannast allir við letidagana sem fylgja daginn eftir aðfangadag. Það er enn veisluhug- ur í fólki en kannski ekki dugur til að standa í stórræðum í eldhúsinu. Með því að huga að máltíðum úr af- göngunum fyrirfram er þó hægt að töfra ótrúlegustu hluti fram. Algengt er að rjúpuafgangar séu settir í tartalettur en það eru líka aðrir möguleikar í stöðunni. Jón Þór segir að til að mynda sé auðvelt að sjóða góða súpu úr rjúpunum án mikillar fyrirhafnar. „Maður tínir bara kjötið af beinunum og notar afgangs soðið eða jafnvel sósuna. Við notum hjörtu, lifur og hvað- eina, í raun allt nema fóarnið,“ segir hann. Rjúpusúpa fyrir 4 Afgangskjöt af beinum rjúpunnar Soð eða afgangssósa 500 ml Portvín 2 msk Blóðberg saxað, 1msk Bláberjasulta, 1 msk Sítrónusafi, 1 tsk Rjómi 1dl Smjör 25 g Salt & pipar • Bræðið smjör á pönnu og steikið rjúpuafgangana. Hellið portvín- inu yfir og látið krauma. Bætið við kryddi, sultu og sítrónusafa. Hellið soðinu út á og látið malla í 10 mín, kryddið með salti og pipar. Hérna er best að færa súpuna yfir í pott. Ef súpan er of þunn má mylja saman smjöri og hveiti og hræra út í. Endið á því að bæta við rjómanum, smjör- klípu og smakkið til með salti. Jón Þór Finnbogason reiðir hér fram tilbrigði við hið klassíska kombó, súpu og samloku. Súpan er gerð úr rjúpuafgöngum og á samlokuna fer afgangur af hamborgarhryggnum. Myndir | Hari Rjúpusúpan er soðin upp úr afgöngum af jólasteikinni. Lykilatriði við samloku- gerðina er að eiga gott brauð og um jólin er vissast að hafa það frosið snittubrauð. Svo er notast við eftirlætis ost, súrar gúrkur og sósur og dæmið klárað með heimagerðum pikkluðum rauðlauk. J Ferskari augu á 5 mínútum Púðana má nota í 10 skipti EyeSlices® augnayndi er tilvalin jólagjöf Klínískar rannsóknir sýna að eyeSlices® vinnur m.a. á þrota, baugum, fínum línum og ummerkjum þreytu í kringum augun. Öflug suður-afrísk jurt, Aloe Ferox, er uppistaðan í virkum efnum augnpúðanna sem eru ofnæmisprófaðir. ferskleiki og fegurð án fyrirhafnar facebook.com/Eyeslices/Iceland Fæst í öllum helstu apótekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.