Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 74
42 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016 Einstakar vörur í Safnbúðum Reykjavíkur Handverk, íslensk hönnun, leikföng og póstkort. Unnið í samstarfi við Safnbúðir Reykjavíkur Safnbúðir Reykjavíkur eru í öll- um söfnum Reykjavíkurborgar. Hver safnbúð endurspeglar safnið sem hún er staðsett í og þar er hægt að finna úrval af ís- lenskri hönnun og handverki, ný- stárlega erlenda hönnunarvöru, bækur, kort, leikföng og minja- gripi ásamt safn- og sýningar- tengdri vöru. Allt er þetta kjörið til gjafa við ýmis tilefni eða sem framlenging á safnupplifuninni. Vöruframboðið í safnbúðunum er fjölbreytt og misjafnt á milli safnbúða. Margar vörur, sérstak- lega þær sem tengjast safnkosti og sýningum eru hvergi fáan- legar annars staðar. Í safnbúð- um Listasafns Reykjavíkur er að finna fallega íslenska hönnun og er meira af minjagripum og handverki í safnbúðum Borg- arsögusafnsins en líka margar skemmtilegar vörur sem teng- ast viðfangsefni safnanna eins og vörur sem tengjast sjónum á einhvern hátt eða sögu Reykja- víkur. Í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur er mikið úrval af póstkortum með ljósmyndum úr safnkosti. Í Hafnarhúsi eru vörur innblásnar af Erró vinsælar, bæði meðal ferðamanna og íslendinga. Nefna má að í Ásmundarsafni er til lopapeysa sem er eftirmynd af peysu sem Ásmundur Sveinsson var mikið í við listsköpun sína. Nýverið komu fallegar vörur í safnbúðir Listasafns Reykjavík- ur sem eru innblásnar af verkinu Náttúruöflin eftir Ásmund og var unnið í samstarfi við hönnuðina Elísabetu Jónsdóttur og Jó- hönnu Erlu Jóhannesdóttur. Það er bakki í tveimur stærðum og viskustykki. Menningarkort Reykjavíkur er árskort að söfnum Reykjavíkurborgar og er einnig í samstarfi við ýmsa aðila, há- tíðir og aðrar menningarstofnanir í Reykjavík um fríðindi, afslætti og tilboð til handhafa. Kortið veitir ótakmarkað aðgang söfnum Reykjavíkurborgar. Söfnin eru Listasafn Reykjavíkur (Hafnarhús, Ás- mundarsafn, Kjarvalsstaðir), Borgar sögusafn Reykjavíkur og Borgarbókasafn Reykjavíkur (með framvísun kortsins er hægt að fá bókasafnsskírteini). Á söfnunum er fjölbreytt starfsemi. Samtals eru þau 14 og á þeim eru 50+ sýningar og 150+ viðburðir á ári. Handhafar Menningarkorts njóta margvísilegra fríðinda hjá fjölmörgum samstarfsaðilum. Korthafar fá afslátt af aðgöngumiðum á ýmsar hátíðir, til dæmis Listahátíð í Reykjavík, Reykjavík Dance Festival og Secret Solstice auk þess sem stærstu leikhúsin. Íslenska óperan, Íslenski dansflokkurinn, Bíó Paradís og Tjarnabíó bjóða korthöfum fastan afslátt á bilinu 10-25%. Handhafar kortsins fá 10% afslátt í Safnbúðum Reykjavíkur. Allt um sýningar og viðburði á vefum safnanna: www.listasafnreykjavikur.is www.borgarbokasafn.is www.borgarsogusafnreykjavikur.is www.safnbud.is www.facebook.is/safnbuðir Instagram: safnbudir Menningarkort ReykjavíkurVeggspjöldin okkar verið mjög vinsæl en þau prýða myndir úr safnkosti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Línu Langsokkur, Einar Áskell og fleiri sögupersónur úr barna- bókmenntum eru áberandi í safnbúðum Borgarbókasafnsins. Í tengslum við sýningu Yoko Ono í Hafnarhúsi eru til sölu bolir og töskur með áprentað Imagine Peace/Hugsa sér frið á mörgum tungumálum og hafa þær vörur verið virkilega vinsælar enda með fallegan boðskap og það hefur slegið í gegn. Síðastliðin ár hefur safn- og sýningartengd framleiðsla verið aukin og efld til muna. Um er að ræða vörur sem tengjast safn- kosti á hverjum stað. Til dæmis er ein af vinsælastu vörunum tækifæriskort (afmælis, jóla, nýárs, sumar o.s.frv.) sem er endurprentun á gömlum kortum frá 20. öld sem kemur úr safn- kosti Árbæjarsafns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.