Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 24.11.2016, Page 74

Fréttatíminn - 24.11.2016, Page 74
42 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016 Einstakar vörur í Safnbúðum Reykjavíkur Handverk, íslensk hönnun, leikföng og póstkort. Unnið í samstarfi við Safnbúðir Reykjavíkur Safnbúðir Reykjavíkur eru í öll- um söfnum Reykjavíkurborgar. Hver safnbúð endurspeglar safnið sem hún er staðsett í og þar er hægt að finna úrval af ís- lenskri hönnun og handverki, ný- stárlega erlenda hönnunarvöru, bækur, kort, leikföng og minja- gripi ásamt safn- og sýningar- tengdri vöru. Allt er þetta kjörið til gjafa við ýmis tilefni eða sem framlenging á safnupplifuninni. Vöruframboðið í safnbúðunum er fjölbreytt og misjafnt á milli safnbúða. Margar vörur, sérstak- lega þær sem tengjast safnkosti og sýningum eru hvergi fáan- legar annars staðar. Í safnbúð- um Listasafns Reykjavíkur er að finna fallega íslenska hönnun og er meira af minjagripum og handverki í safnbúðum Borg- arsögusafnsins en líka margar skemmtilegar vörur sem teng- ast viðfangsefni safnanna eins og vörur sem tengjast sjónum á einhvern hátt eða sögu Reykja- víkur. Í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur er mikið úrval af póstkortum með ljósmyndum úr safnkosti. Í Hafnarhúsi eru vörur innblásnar af Erró vinsælar, bæði meðal ferðamanna og íslendinga. Nefna má að í Ásmundarsafni er til lopapeysa sem er eftirmynd af peysu sem Ásmundur Sveinsson var mikið í við listsköpun sína. Nýverið komu fallegar vörur í safnbúðir Listasafns Reykjavík- ur sem eru innblásnar af verkinu Náttúruöflin eftir Ásmund og var unnið í samstarfi við hönnuðina Elísabetu Jónsdóttur og Jó- hönnu Erlu Jóhannesdóttur. Það er bakki í tveimur stærðum og viskustykki. Menningarkort Reykjavíkur er árskort að söfnum Reykjavíkurborgar og er einnig í samstarfi við ýmsa aðila, há- tíðir og aðrar menningarstofnanir í Reykjavík um fríðindi, afslætti og tilboð til handhafa. Kortið veitir ótakmarkað aðgang söfnum Reykjavíkurborgar. Söfnin eru Listasafn Reykjavíkur (Hafnarhús, Ás- mundarsafn, Kjarvalsstaðir), Borgar sögusafn Reykjavíkur og Borgarbókasafn Reykjavíkur (með framvísun kortsins er hægt að fá bókasafnsskírteini). Á söfnunum er fjölbreytt starfsemi. Samtals eru þau 14 og á þeim eru 50+ sýningar og 150+ viðburðir á ári. Handhafar Menningarkorts njóta margvísilegra fríðinda hjá fjölmörgum samstarfsaðilum. Korthafar fá afslátt af aðgöngumiðum á ýmsar hátíðir, til dæmis Listahátíð í Reykjavík, Reykjavík Dance Festival og Secret Solstice auk þess sem stærstu leikhúsin. Íslenska óperan, Íslenski dansflokkurinn, Bíó Paradís og Tjarnabíó bjóða korthöfum fastan afslátt á bilinu 10-25%. Handhafar kortsins fá 10% afslátt í Safnbúðum Reykjavíkur. Allt um sýningar og viðburði á vefum safnanna: www.listasafnreykjavikur.is www.borgarbokasafn.is www.borgarsogusafnreykjavikur.is www.safnbud.is www.facebook.is/safnbuðir Instagram: safnbudir Menningarkort ReykjavíkurVeggspjöldin okkar verið mjög vinsæl en þau prýða myndir úr safnkosti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Línu Langsokkur, Einar Áskell og fleiri sögupersónur úr barna- bókmenntum eru áberandi í safnbúðum Borgarbókasafnsins. Í tengslum við sýningu Yoko Ono í Hafnarhúsi eru til sölu bolir og töskur með áprentað Imagine Peace/Hugsa sér frið á mörgum tungumálum og hafa þær vörur verið virkilega vinsælar enda með fallegan boðskap og það hefur slegið í gegn. Síðastliðin ár hefur safn- og sýningartengd framleiðsla verið aukin og efld til muna. Um er að ræða vörur sem tengjast safn- kosti á hverjum stað. Til dæmis er ein af vinsælastu vörunum tækifæriskort (afmælis, jóla, nýárs, sumar o.s.frv.) sem er endurprentun á gömlum kortum frá 20. öld sem kemur úr safn- kosti Árbæjarsafns.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.